Íslendingaþættir Tímans - 01.06.1972, Blaðsíða 23

Íslendingaþættir Tímans - 01.06.1972, Blaðsíða 23
Victoria, en á þau fræði er þegar lögð stund i mörgum kanadiskum háskól- um”. t fréttatilkynningunni kom fram, að bókasafn þeirra hjóna væri talið eitt hið stærsta einkabókasafn sinnar teg- undar vestan hafs, en meiri hluti þess eru bækur varðandi Island, sögu þess og bókmenntir að fornu og nýju”. 1 safninu eru, auk allra þeirra bóka, sem R.B. eignaðist á löngum starfs- ferli, varðandi fornislenzkar og nor- rænar bókmenntir og menningarstarf- semi, nútimabókmenntir islenzkar og vestur-islenzkar bókmenntir, margar bækur, sem frú Margrét eignaðist á aldarfjórðungs skeiði, er hún var kennari i menntaskólum San Francisco - margar þeirra Norður- landarit i enskum þýðingum, og 2-300 bindi listasögulegs efnis. Safnið verður afhent smátt og smátt, og að fullu, er gefendurnir hafa þess ekki lengur not. Nákvæmni, samvizkusemi, frjáls- lyndi og þekking, hafa ávallt rennt styrkum stoðum undir öll störf Richards, og ég vil bæta við sanngirni i þeirri grein ævistarfs hans, sem sannarlega erekki minnst um verð, en það er starf hans sem ritdómara, og þar eiga fjölmargir höfundar honum þakkir að gjalda, og hefir hann á þeim vettvangi fetað dyggilega i fótspor dr. Valtýs heitins Guðmundssonar, sem ávann sér vinsældir og traust fyrir rit- dóma sina á Eimreiðinni. Þegar ég minntist þessa starfs R.B. minnist ég þess, sem dr. Guðmundur heitinn Finnbogason sagði i grein i fsafold 1916, i deilu við kunnan menntamann: ,,Mér er óljúft að skrifa um það, sem mér finnst illa ritað og ómerkilegt, enda er það skoðun min, að ekki þurfi að vega að þvi, sem er andvana fætt. Það hverfur oftast hljóðalaust i gleymsku þó ekkert sé að gert. Og eini óskeikuli dómarinn er timans tönn. Menn flytja það með sér um aldirnar, sem gagn er að, en hinu týna þeir nið- ur. Mér finnst aðalstarf ritdómara eiga að vera það, sem vel er gert, fá menn til að lesa það og skilja. Takist það, þá þroskast smekkur manna svo, að þeir finna sjálfir hvað gagn er að og hvað ekki". Þessu hefir Richard Beck trúlega fylgt sem ritdómari. Eins og getið hefir verið hefir R.B. lagt dálitla stund á ljóðagerð i tóm- stundum, bæði á islenzku og ensku. Ljóð hans bera á sér blæ smekkvisi, göfgi og vináttuþels, ort til „hugar- hægða”, en ekki til ,,lofs né frægðar”, án gyllivona um langlifi, en sú er trú min, að kvæði það, sem ég birti hér sem sýnishorn, kunni að lifa lengur en íslendingaþættir margt annað, sem meira hefir verið lofað. Þoka Sem köttur létt hún læðist um laut og dal, mörg ferleg myndin fæðist i fjallasal. Hver steinninn stakur verður sem stærsta höll, hver hóll og hæðarómynd sem hrikafjöll. Svo lyppast hún og lengist og leggst á fjörð, um andardráttinn örðugt er öllu á jörð. Og allt er grett og úfið með ygglibrún en myglugráar grundir og gróin tún. Hver fegurð er sem fölnuð og faðmsvidd ein - og útsýn alla vegu eða ekki nein. Og vofur sýnast vera á vakki um fold, sem drepnir væru úr dróma þeir dauðu á jörð. Já, þetta er þokuheimur með þögn og hroll, þar verður einum vofunum vistin holl. Þar dafnar ekkert blómstur, sem dagur ól, þar eiga myrkurunnendur öruggt skjól. Eg er þess fullviss, að þús. fslend- inga hugsa af hlýleika og virðingu og með beztu árnaðaróskum til þeirra hjóna á 75 ára afmælinu. Þjóðin öll á honum miklar þakkir að gjalda fyrir öll hans störf, unnin af fölskvalausri ást til hennar, og ávallt svo, að það var ekki aðeins honum sjálfum, heldur og henni, til sæmdar. Ég þakka þeim hjónum vináttu þeirra og tryggð. Og að lokum þetta: Við Richard Beck eiga þau orð sannar- lega, að hans föðurland er ávallt þar sem hann er. Axel Thorsteinsson. Einn af frægustu bókmennta- fræðingum vorum, dr. Richard Beck, prófessor i Norðurlandamálum og skáldskap við Rikisháskólann i N.-Da- kota um áratuga skeið, nú til heimilis að 28 Marlborough Street, Victoria, B.C., veröur hálf-áttræður 9. júni næst komandi. Meðal þekktustu verka Richard Becks er History of Icelandic Poets 1800-1940, eitt bezta rit um ljóðagerð fslendinga á þessu timabili, er ég hef lesið; Ættland og erfðir, ritgerðasafn: og rit um sira Jón Þorláksson og þýð- ingar hans á Pope og Milton. En auk þess hefur hann skrifað margt og mik- ið um islenzk skáld og islenzkan skáldskap vestan hafs og austan og flutt á annað þúsund erindi og ræður báðum megin Atlantshafs, verið óþreytandi i að kynna og kenna yfir 40 ár. Hér eru engin tök á að telja allt upp, sem Rikharður hefur rætt og ritað, þvi siður gera grein fyrir öðrum þeim þjóðþrifa- og menningarmálum, sem hann hefur unnið að. Dr. Beck er skáld gott bæði á islenzku og ensku og hefur gefið út nokkrar ljóðabækur. Hann er heiðursdoktor Háskóla fslands og Rikisháskólans i N.-Dakota, heiðurs- félagi hins islenzka bókmenntafélags, Þjóðræknisfélags fslendinga i Vestur- heimi og Stórstúku fslands, svo að nefnd séu fáein dæmi um heiður þann, sem honum hefur hlotnazt. 1 marga áratugi hefur hann skrifað um bækur og höfunda i blöð og timarit austan hafs og vestan. Hann hefur lengi verið meðlimur Félags islenzkra rithöfunda og mjög áhugasamur um hag þess. 1 tilefni af 75 ára afmæli Rik- harðs og sökum mikilla verðleika hans, kaus rithöfundafélag þetta hann á aðalfundi sinum 27. apr. s.l. einróma heiðursfélaga sinn, enda sizt óeðlilegt um mann,sem bæði Háskólinn og Bók- menntafélagið hafa fyrir löngu veitt hliðstæðan heiður. Richard Beck er austfirzkur að upp- runa, fæddist á Svinaskálastekk i Helgustaðahreppi og mun hafa alizt upp þar eystra, m.a. við sjómennsku, enda er hann hliðhollur sjómanna- stéttinni, trúr átthögum sinum, en um fram allt mikill fslendingur og ætt- jarðarvinur, hefur þrásinnis komiö ,,heim” i sumarleyfum sinum, þó að lengst af hafi hann gegnt borgaralegu starfi vestur á Fimbulfold, eins og Matthias Jochumsson kallaði land Leifs heppna eitt sinn i frægu ljóði. Sem vinur og bréfafélagi dr. Becks áratugum saman og fyrir hönd Félags islenzkra rithfunda óska ég honum og hans ágætu konu, Margrétu Einars- dóttur, innilega til hamingju með 75 ára afmæli hins mikilvirka fræði- manns og rithöfundar, trygglynda fs- lendings og góða drengs. Og ég veit með vissu, að fjölmargir vinir þeirra Becks-hjóna austan hafs og vestan taka undir þá ósk af heilum hug. Þóroddur Guðmundsson. 23

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.