Íslendingaþættir Tímans - 01.06.1972, Blaðsíða 7

Íslendingaþættir Tímans - 01.06.1972, Blaðsíða 7
MAGNtS JONSSON F- 9. júni, 1891 "• 2. marz bóndi á Hellum í Landmannahreppi 1972 Mér auðnaðist ekki að fylgja honum siðasta spölinn, en i þess stað langar mig að minnast hans með fáeinum 0rðum. Magnús fluttist til Bjarnrúnar systur sinnar og mágs Guðmundar Arnasonar innan við tvitugt og vann að mestu á búi þeirra, þangað til hann stofnaði sitt eigin heimili. Magnús Jónsson fæddist á Björgum i Köldukinn, sonur hjónanna Guðrúnar Hallgrimsdóttur og Jóns Kristjáns- sonar, er þar bjuggu. Hafði Guðrún verið vel vinnandi og fróðleiksfús, en Jön annálað karlmenni og krafta- maður. Föðuramma Magnúsar var Maria á Knútsstóðum, sem Guðmundur skáld Friðjónsson gerðl eftirminnilega með kvæðinu „Ekkjan við ána". Á Björgum var ekki auður i °úi, enda börnin þar átta? Kristján 0°ndi, Hallgrimur járnsmiður á Akur- eyri, Hlöðver, hann drukknaði, Magnús og Sigurbjörn fyrrum bóndi á ^jörgum, sem einn er á lifi við mikla °g langvinna vanheilsu. Maria dó upp- ^omin, Þóra ogBjarnrún.Öll hafa þessi Systkini náð háum aldri nema Hlóðver °g Maria. Sigurbjörn var sem ungur maður vetrartima hjá Bjarnrdnu systur sinni. Hann var hagur á tré og Wfn og hafði fallega rithönd. Það henni bjó i brjósti, en mælti ekki á bak m°nnum. Það, sem henni hafði verið gott gert, mundi hún með ævilongu Þakklæti, og tryggð hennar varð eng- J^m að táli. 1 hjálp sinni var hún stór- Drotin og sparaði sig hvergi fór jafnvel gagngert i önnur héruð til að veita að st°o sina og hafði þá engin hálfverk á. mhyggjan fyrir sinum nánustu entist henni til loka, og siðustu orðin, sem hun sagði við þá, voru þau, að nú gaeti hún ekkert gert nema beðið guð að Vera með þeim öllum. Hún hafði alla MÖ verið vönd að virðingu sinni, enda hélthún henni óskertri að leiðarlokum. ^ó skilnaði bið ég henni blessunar. Minning hennar lifir i hugum þeirra 'hórgu, sem henni auðnaðist að gera Sott, svo sem eðli hennar og löngun st°Ö alla tið til. Gisli Jónsson. hafði Magnús einnig. Á þessum árum var sveit ungra vaskra manrta i Landmannahreppi og fjölmennt á heimilum þá, 'miðað við það, sem nú gerist. Iðkuðu þeir iþróttir að nokkru og þá i sambandi við stofnun ungmennafélags i hreppunum. Til hins siðasta hafði þessi löngu glæddi neisti eflt áhuga Magnúsar á iðkunum og afrekum þessara æskuleikja og átti islenzka glimanekki hvað sizt aðdáun hans. Jarðskjálftavorið 1912 fluttust þau Bjarnrún og Guðmundur frá Vatna- garði, þar sem þau hófu búskap, vestur fyrir f jall að Láta-læti, nú Múli, og vann Magnús áfram við búið hjá þeim, eins og áður getur, unz hann kvæntist um þritugt. Ekki var langt seilzt eftir konuefninu, þvi eins og kunnugir vita, liggja túnin saman á Hellum og Múla. Hélzt þannig náinn samgangur við Magnús og heimili hans eftir að hann tók við búsforráðum á Hellum af tengdafólki sinu. Vilhjálmina Ingibjörg kona Magnúsar er vel gefin myndarkona, og stundaði hún ljósmo'ðurstörf um árabil, eins og móðir hennar hafði gert. En foreldrar Vilhjálminu voru hjónin Ingibjörg Jónsdóttir og Filippus Guðiaugsson, sem bjuggu allan sinn búskap á Hellum. Magnús og Vilhjálmina hafa búið á Hellum rúmlega 50 ár. Ég hygg, að vel hefði átt við Magnús umfangsmikill búrekstur, en það leyfðu Hellarnir ekki. Þeir eru notalegt býli, en fremur landþröngt, en jörðin hefur verið stór- bætt með aukningu ræktaðs lands. Til þess að gerast stórbóndi hafði Magnús marga kosti. Hann var karl- menni. hörkuduglegur og ekki skorti hann kapp né metnað, eljumaður, búhagur i margri grein og snarráður. Ekki sóttist Magnús eftir afskiptum af sveitarmálum, en hlynntur var hann kirkju sinni og þau hjón bæði. Fastur var hann fyrir og ekki ljúft að láta hlut sinn, greiðamaður mikill og trygg- lyndur. Hann var prúður i umgengni þó skaprikur væri. Sivinnandi, hvort sem hann vann sjálfum sér eða öðrum og vist er um það, að hann var frið- samur nágranni. Framan af ævi var hann allvel hraustur, þó er óvist, að hann hafi að öllu borið sitt barr eftir Spönsku veikina 1918. Hin siðari ár var hann orðinn heilsu- veill, enda slitinn maður. Hann stóð á meðan stætt var, eins og ósérhlifið fólk ætið gerir. Siðasta árið leið hann meira og minna erfið veikindi, unz yfir lauk á Sólvangi i Hafnarfirði, þar sem hann dvaldist siðustu mánuðina. Hellahjónin áttu miklu barnaláni að fagna. Sonurinn, sem alla tið studdi þau við búreksturinn, sýndi þeim fágæta nærgætni og umönnun i einu og öllu. Hin börnin, sem að heiman voru flutt, réttu foreídrum sinum hjálpar- hönd, eftir þvi sem mögulega varð við komið. Systkinin eru: Guðrún gift Friðþjófi Strandberg sjómanni, þau búa i Kópavogi, Hlöðver Fillippus heima á Hellum, Áskell bifvélavirki, kvæntur Guðmundinu Magnúsdóttur, búa i Kópavogi og yngst er Ingibjörg búsett i Reykjavik, gift Þorsteini Þorsteinssyni vélstjóra. Að auki ólu þau upp Lilju Eiriksdóttur og býr hún i Vestur- Húnavatnssýslu. Móðir hennar, Ingibjörg Vigfúsdóttir andaðist frá tveim ungum börnum og var hún uppeldissystir Vilhjálminu á Hellum. Niðjahópur Hellahjónanna er mjög mannvænlegur. A seinni árum eftir að þeirra eigin börn voru komin upp, dvöldust á Hellum börn og unglingar vandalaus- ir. Hefur þetta unga fólk haldið tryggð og kunningsskap við Hellaheimilið og segir það sina sögu um heimilisbrag- inn. Það er margs að minnast frá þvi ég sem barn og unglingur var samtiða Magnúsi Jónssyni. Þær minningar eru mér einkar kærar. Tryggð hans og gestrisni við okkur hjónin, eftir að leiðir skildu, var óbrigðul. Við minnumst hans með sökniiði. Eiginkona hans og aðrir ástvinir hafa mikið misst. Fámenn sveit einn- ig. Hann var einn af þessum hljóðlátu, sem eftirsjá er að. Blessuð sé minning Magnúsar á Hellum Agústa Einarsdóttir. islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.