Íslendingaþættir Tímans - 01.06.1972, Blaðsíða 13
Helgi Jónasson
grasafrœðingur á Gvendarstöðum
Helgi Jónasson fæddist á Gvendar-
stöðum i Köldukinn 26. september 1887
og ólst þar upp há foreldrum sinum,
þeim Jónasi Jónssyni, bónda á
Gvendarstöðum, og Rannveigu Jóns-
dóttur frá Fornastöðum í Ljósavatns-
skarði, konu hans.
Helgi naut fræðslu og tilsagnar i
heimahúsum eins og önnur börn á
þeim timum, en var auk þess part úr
vetri á unglingaskóla á Ljósavatni.
Nitján ára gamall fer hann i Hólaskóla
og lýkur þaðan prófi tveim árum siðar.
britugur að aldri kvænist hann Hall-
dóru Jónsdóttur, frændkonu sinni, frá
Fornastöðum, og tekur sama ár við
búskap á Gvendarstöðum. Þau hjónin
eignuðust átta mannvænleg börn, sem
öll eru á lifi. Konu sina missti Helgi ár-
ið 1959, en hélt áfram búskap á
Gvendarstöðum með þremur barna
sinna allt til dauðadags, en hann lézt á
Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 13.
april s.l. og var jarðsettur i heima-
grafreit á Gvendarstöðum 22. ápril.
Þannig var i fáum orðum ævisaga
Helga á Gvendarstöðum. Hann barst
ekki mikið á en bjó myndarbúi og skil-
aði sini ævistarfi á þvi sviði með sóma.
siðar hafði Helgi fleir.i járn i eldinum.
siðar hafði Helgi fleiri járn i eldinn.
Villtar islenzkar plöntur áttu að
minnsta kosti hálfan hug hans á móti
túngrösunum, sem hann, eins og aðrir
bændur, ræktaði til fóðurs handa bú-
peningi sinum. Hann hafði allt frá
æsku brennandi áhuga á grasafræði og
stundaði hana, eftir þvi sem timi
vannst til, jafnframt búskapnum allt
til dauðadags. Má þvi meðsanni segja,
að hann hafi skilað tvöföldu ævistarfi,
og hans verður áreiðanlega ekki siður
minnzt fyrir fristundastörfin en aðal-
starfið, þegar fram liða stundir.
Það er einkum fyrir grasafræði-
athuganirnar, sem mig langar til að
minnast Helga Jónassonar hér,þvi það
var einkum sú hlið hans, sem ég
kynntist, en hann var kominn yfir
sjötugt og börn hans að verulegu leyti
tekin við búskap á Gvendarstöðum,
þegar fundum okkar bar fyrst saman.
Helgi var farinn að safna plöntum og
þurrka, áður en hann fór i Hólaskóla
og hefur þvi áreiðanlega verið búinn
að afla sér einhverrar fræðslu um
islenzkar plöntur þá. Má geta sér þess
til, að fróðleik sinn hafi hann fengið að
verulegu leyti úr Flóru íslands, sem
kom út, þegar hann var um fermingu.
Trúlega hefur áhuginn svo eflzt viö
veruna i Hólaskóla og eins sumarið
á eftir, en þá vann hann i Gróðrarstöð
inni á Akureyri. A þessum árum fer
Helgi nokkuð um Köldukinn og næsta
nágrenni á sumrin til að kynna sér
gróðurfar og safna plöntum, m.a. um
Mývatnssveit sumarið 1908. Ahugi
hans náði ekki bara til athugana úti I
náttúrunni, heldur tók hann einnig aö
rækta tré heima við húsið á Gvendar-
stöðum og mun hafa gróðursett fyrstu
trén þar árið 1911. Voru það birkitré,
sem hann sótti austur í Fellsskóg og
að þar væri neins vant. Siðasta árið á
Brekku urðu þau læknishjón fyrir
miklu áfalli, er læknishúsið brann.
Þau misstu þar allt sitt innbú og þar á
meðal marga muni, sem ekki var hægt
að endurnýja. Fluttust þau þá til Eiða
og höfðu aðsetur þar um tima. Skóla-
stjóri var þar þá Þórarinn Þórarinsson
frá Valþjófsstað bróðir Sigriðar.
Um svipað leyti og þetta gerðist var
breytt læknaskipan á Fljótsdalshéraði
og aðsetur læknanna flutt á Egilsstaði.
Eitt fyrsta hús, sem byggt var i Egils-
staðakauptúni var lækmsbústaður
með sjúkraskýli. bangað fluttust Ari
og Sigriður árið 1945 frá Eiðum. Eigi
leið á löngu, þar til þau höfðu búið sér
fagurt og menningarlegt heimili i
Egilsstaðakauptúni, og öll glöddumst
við yfir að fá þau i byggðina tii nánari
kynna.
Ari læknir var prúðmenni hið mesta,
gáfaður maður og skemmtilegur, Sig-
riður var húsmóðir með glæsibrag,
hvort sem á var litið heimili eða henn-
ar eigin persónuleika. Sigriður tók þátt
i félagsmálum sveitarinnar, eftir að
byggðahverfið við Egilsstaði fór að
vaxa. Hún var einn af stofnendum
kvenféiagsins, og mikinn áhuga hafði
hún á kirkjubyggingunni á Egilsstöð-
um, til siðustu stundar. Ari læknir fékk
lausn frá starfi árið 1960, haföi þá ver-
ið læknir hér á Héraði samfleytt á 4ða
tug ára, þá fluttust þau til Reykjavikur
og bjuggu þar siðan.
Þau Ari læknir og Sigriður eignuðust
fjögur börn, en urðu að mæta þeirri
sorg að missa tvö i æsku, Ragnheiði og
Jón. Tvær dætur þeirra eru búsettar i
Reykjavik, Erna hjúkrunarkona, gift
Böðvari Jónassyni húsasmiðameistara
dóttir þeirra Sigriður Soffia er elsku-
leg ung stúlka, Ragnheiður er gift Sig-
urði Guðmundssyni lækni við Land-
spitalann.
Fyrir nokkrum árum lézt Ari læknir,
en Sigriður hélt sitt heimili, þar til hún
aö lokum á siðastliðnum vetri varð að
leggjast á sjúkrahús. Hún gat ekki
látið af þeirri reisn, er hún alltaf hafði
lifað við,fyrr en á siðustu stundu.
1 vetur, þegar ég hitti hana á sjúkra-
húsinu, talaði hún um Fljótsdalshéraö
með innileik og hlýju, og minningar
hennar þaðan voru margar óumræöi-
lega skemmtilegar og ánægjurikar.
Sigriður Soffia Þórarinsdóttir. Þér sé
þökk fyrir órofa vináttu og tryggð um
langt árabil.
Blessuð sé minning ykkar læknis-
hjónanna.
Sigriður Fanney.
íslendingaþættir
13