Íslendingaþættir Tímans

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Íslendingaþættir Tímans - 21.02.1974, Qupperneq 12

Íslendingaþættir Tímans - 21.02.1974, Qupperneq 12
Sveinn Viðar Guðmundsson Fæddur 6. jan. 1958. Dáinn 22. jan. 1974. Vinarkveðja. Minningaleiftur leika um augu min ljúfasti vinur, ó hve ég sakna þin. Gengum við saman glaðir um bernskuslóð. Gef ég þér nú min heilögu kveðjuljóð. Saman við áttum sumur við Olfusá. Saman við áttum leiki og framaþrá. Saman við krupum siðar við kirkjuskör. Saman i snjónum lágu tvenn drengjaför. Litum við saman ljósin um heilög jól. Litum við saman geislandi nýárssól. Svo geng ég aleinn siðar við fljótsins nið, Signi þitt leiði blómum i kvöldsins frið. Æskan mig kallar út yfir lönd og höf I anda ég dvel við fljótið- og þina gröf. Aleinn ég finn við æskunnar elfarstraum aftur þin bros-min tár- okkar benskudraum á. Geng ég nú einn þá götu, sem áttum tveir. Geng ég nú einn. Ég sé þig vist aldrei meir. Pabbi og mamma biðja og blessa þig Biðja að sál þin frá himninum leiði mig. Ekkert er betra en eiga sinn himinvin indælan, prúðan dreng, slikan bernskuhlyn. Hvert sem ég fer og hvar sem min liggja spor. hugsa ég um okkar sólbjarta æsku vor. Siggi Þór. Vigfús Einarsson rafvirki Vigfús Einarsson, rafvirki, lézt 23. nóvember s.l. Hann var jarðsunginn frá Fossvogskirkju hinn 30. sama mánaðar. Vigfús var fæddur á Kálfa'rvöllum i Staðarsveit á Snæfelisnesi 27. marz 1911, en ólst upp i ólafsvik. Foreldrar hans voru Efimia Vigfúsdóttir, ættuð frá Kálfárvöllum og úr Eyrarsveit, og Einar Jónsson, skaftfellskrar ættar. Leiðir okkar Vigfúsar lágu fyrst saman upp úr þjóðhátiðarárinu 1930. bá var hann nýfluttur tii Reykjavikur, ungur og gunnreifur með þá brennandi þrá i brjósti að verða nýtur sonur þjóðar sinnar, dreymandi stóra drauma um framtið hennar. Vinnandi fólk til sjávar og sveita var þá að vakna til meðvitundar um rétt til mannsæmandi lifs og sá hilla undir bjartari framtið, þrátt fyrir það að dimm ský heimskreppunnar miklu grúfðu yfir landinu. Hugblæ þess tima lýsir séra Sigurður Einarsson snilldar- lega i Alþingishátiðarkvæði sinu: ,,Ylur i lofti og ilmur af vori andar nú fjær og nær. Það er festa i augum og fjör i spori. þvi fólkið varð nýtt i gær. ()g þessi nýja náttgamla sveit fær nýjan hreim i sitt mál, nýjan himin og nýja jörö nýja hugsun og sál. Og vélin syngur og arðurinn erjar en öllu jafnskiptir þú, sem vinnandi hendur af verðmætum skapa og vitið dregur i bú”. Vigfús skipaði sér ótrauður i raðir þeirra, er báru sömu hugsjón i brjósti og séra Sigurður lýsir i kvæðinu hér á undan. Og^það var eins og uppljómun frá jöklinum fræga fyrir vestan, sem Vigfús var ættaður frá, brygði birtu yfirsvip hans i þeirri einlægu baráttu, sem hann háði alla tið fyrir hugsjónum sinum. 12 i islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.