Heimilistíminn - 24.10.1974, Page 11

Heimilistíminn - 24.10.1974, Page 11
hlekkina. Þakklátastur allra var fyrrver- andi hermaður, risavaxinn maður vexti, sem allir voru hræddir við vegna stærðar- innar. Hann tók skjótum framförum, þar til hann loks átnefndi sjálfan sig lifvörð elskaðs húsbónda sins, Pinel. Hann átti eitt sinn eftir að bjarga lifi Pinels, er ráð- izt var á hann. Meðhöndlun sjúklinganna var einföld. Gefið þeim friskt loft og frelsi, sagði Pinel og það, ásamt sterkum persónuleika hans sjálfs, gerði honum kleift að koma ótrú- legustu hlutum til leiðar. Ef til vill var þetta tvennt það sem hann mat mest, þvi hann hafði ekki alizt upp við það, en það er önnur saga. Hann skildi þjáningar sjúklinganna, og þvi var það ekki fyrr en á þessari öld, að farið var að framleiða róandi lyf, að jafn stórt skref hefur verið stigið fram á við i meðferð geðsjúkra eins og Pinel steig þá. I Englandi var fordæmi Pinels fylgt, þegar kvekari einn og tekaupmaður, William Tukeke, varð fyrir miklu áfalli er hann sá aðstæður á geðveikrahælinu i York. Hann ákvað að gera eitthvað betra og 1795 opnaði hann eigið hæli á gömlum bóndabæ, þar sem rúm var fyrir 30 sjúkl- inga. Þeir sem voru svo heppnir að kom- ast þangað, héldu að það væri Paradis. Þarna voru blóm og dýr, friskt loft og frelsi og allir tóku framförum. En það var lika þörf á framförum á venjulegum sjúkrahúsum. A fimmtiu ár- um, milli 1690 og 1740 voru flest stóru sjúkrahúsin i London byggð ásamt mörg- um úti um landið. En þessar stórfenglegu byggingar voru ekki jafn fagrar að innan. Þar var allt vaðandi i óhreinindum og litið vatn var þar notað. Sjúklingarnir voru fjórir til sex á hvert rúm og þvi var ekki undarlegt, þó sóttir breiddust fljótt út. Þótt vitneskjan um nauðsyn hreinlætis og eðli smits væri að aukast, var eitt enn nauðsynlegt: Góð hjúkrun. Það var litið á hjúkrunarkonurnar eins og þræla. Meira að segja yfirhjúkrunar- kona fékk aðeins sjö pund i laun á ári og næturhjúkrunarkonur voru sagðar ó- hreinar, drykkfelldar og latar. Það þurfti styrjöld, þjóðarvesöld og konu eins og Florence Nightingale til að breyta þessu. Það var i Krimstriðinu, að blaðamaður nokkur skrifaði um það 1854, hvernig búið væri að særðum og sjúkum hermönnum á vigstöðvunum og að nú væri timi til kom- inn fyrir einhvern að gera eitthvað. Þrátt fyrir áköf andmæli fjölskyldu sinnar, tók Florence sig til og fór til Skútari með 38 hjúkrunarkonur með sér. Astandið á hersjúkrahúsinu var svo hræðilegt, aðfyrsta hugsun hennar var að yfir dyrunum ætti að standa: Gefið upp alla von við komuna hingað. En Florence var kjörkuð kona og bráðlega stóðu hend- ur kvennanna fram úr ermunum og hreinsuðu til. Daginn eftir komu þeirra var Inkermanorrustan háð og yfirfullar deildirnar urðu að taka við nýjum fjölda særðra manna. Engin lyf voru til, engin sápa, engar umbúðir, litið af fatnaði og mat. Veðrið var slæmt og aðstæður allar eins hörmulegar og hugsazt gat. — Þetta er ekki sjúkrahús, sagði ein hjúkrunarkonan i örvæntingu, — Þetta er borg. — Já, sagði Florence rólega. — Ég held, að rúmin séu samtals fjórar milur. En til að byrja með var erfiðasta orrustan sú við læknana, sem kærðu sig ekkert um kven- Framhald á bls. 38 Teikningin sýnir lienri Dunant ganga um vigvöllinn eftir orrustuna um Sol- ferino. Sú sjón varð til þess aö hann stofnaði Alþjóða Rauða krossinn. n

x

Heimilistíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.