Heimilistíminn - 24.10.1974, Page 14
þeir vissu að gamli urriðinn
var mjög vitur.
Uggi hugsaði i þrjá daga og
þrjár nætur um allar að-
varanirnar. En þegar hann
leit upp og sá hvað allt var
dökkt og drungalegt þar og
hann fann, hvað honum leið
illa i tálknunum, sagði hann
við sjálfan sig. — Uss, það er
áreiðanlega ekkert hættulegt.
Á morgun legg ég af stað.
Uggi kvaddi engan. Hægt og
rólega synti hann upp ána.
Hann vissi, að fyrsti hlutinn
var ekkert hættulegur, þvi þar
hafði hann átt heima, þegar
hann var litið seiði, ásamt
mörgum hundruðum annarra
urriðabarna. Þá hafði hann
tekið margan sprettinn milli
steinanna á botninum og leikið
sér af hjartans lyst, en nú sá
hann bara þrjú urriðabörn
sem lágu kyrr og opnuðu og
lokuðu munnunum til skiptis
móti straumnum.
— ó, Uggi hvert ætlarðu?
spurði eitt þeirra.
— Ég ætla það langt, að ég
get séð sólarljósið glampa á
steinum i botninum, sagði
Uggi. — Viljið þið koma með?
— Ó, andvörpuðu urriða-
börnin. — Okkur langar til
þess, en við treystum okkur
ekki til þess. Auk þess erum
við of litil til að stökkva upp
fossinn.
— Já, það er líklega rétt,
sagði Uggi og veifaði með
sporðinum i kveðjuskyni.
— Bless, Uggi! Góða ferð!
kölluðu urriðabörnin á eftir
honum.
Það drundi i höfðinu á Ugga,
þegar hann nálgaðist fossinn.
Vatnið freyddi yfir klöppina
og Uggi herti á sér og stökk
Hann komst framhjá foss-
inum, en varð að spenna hvern
einasta vöðva til að berast
ekki niður aftur með vatninu.
Andartak var hann kyrr, en
svo tókst honum að skjótast á
öruggan stað undir steini. Þar
hvildi hann sig þar til næsta
morgun. Þegar tók að birta,
hélt hann áfram. Nú var áin
slétt og róleg og það var sef
meðfram bökkunum. Uggi var
svo svangur, að garnirnar
gauluðu og hann var alltaf að
svipast um að einhverju æti-
legu. Þá sá hann stóran ál,
sem hamaðist og sneri upp á
sig i allar áttir.
— Hvað er að þér, áll? Ertu
veikur?
— Nei, það er verra en það,
svaraði állinn. —p Það er búið
að veiða mig. í nótt át ég ána-
maðk, en inni i honum var
öngull og nú er ég fastur. Svo
fór hann að vinda sig og
hamast á nýjan leik. Sér til
skelfingar sá Uggi, að állinn
var dreginn upp úr vatninu á
finum þræði.
— Bless, Uggi! kallaöi
állinn, um leið og hann hvarf
— Borðaðu aldrei ánamaðk!
Uggi synti áfram, en hann
var ekki kominn langt, þegar
hann sá stóran og feitan ána-
maðk koma fljótandi með
straumnum. Ó, hann var svo
voðalega svangur, en varð
hugsað til ráðsins, sem állinn
hafði gefið honum, svo hann
snerti ekki maðkinn. Og þegar
hann flaut framhjá, sást vel,
að hann var i finum þræði. úff,
hugsaði Uggi, það var eins
gott að gæta sin á þessum
slóðum.
En eitthvað varð hann að
borða og þegar hann kom
auga á flugu i vatnsborðinu,
stökk hann upp og gleypti
hana.
Þetta var sú alversta fluga,
sem hann hafði nokkurntima
bragðað. Hún stakk hann i
munninn og svo fór hún allt i
einu að draga hann að landi.
— Þarna! hrópaði maður,
sem stóð á bakkanum með
veiðistöng. — Þarna fékk ég
loksins fisk.
Uggi streittist á móti, en það
stoðaði ekkert. Hann var
dreginn nær og siðan slengt í
boga gegn um loftið og loks
datt hann spriklandi niður á
jörðina.
Maðurinn beygði sig niður
til að gripa hann, en i sama
bili og stór hnefinn lokaðist
um hann, tók hann kipp og
skrapp úr hnefa mannsins
þegar hann ætlaði að fara að
stinga honum í pokann sinn.
Uggi datt aftur i grasið, en
þegar hann sá, að hann var
nálægt ánni fór hann að
hamast eins og állinn hafði
gert, til að reyna að ná vatn-
inu.
Maðurinn varpaði sér á
hann, en Uggi tók enn mikinn
kipp og lenti á ánni. Hann leit
ekki við, en synti eins hratt og
hann gat upp ána.
Gamli urriðinn i tjörninni
hafði sannarlega haft rétt
fyrir sér þarna. Áin var hættu-
leg. í tvo daga hvíldi Uggi sig i
sefinu, en nú var hann orðinn
svo hræddur við að borða, að
hann snerti hvorki ánamaðka
né flugur og meira að segja
litlu krabbana lét hann i friði,
þó þeir væru það bezta sem
hann fékk.
Nú miðaði honum verr er
hann hélt áfram ferðinni.
Hann varð horaðri með hverj-
um deginum og kraftarnir
minnkuðu.
Einn daginn kom hann að
tjörn. Kannske ég geti sezt að
hér, hugsaði hann, þvi nú get
ég varla komizt lengra.
En þar sem hann var og
kastaði mæðinni, sá hann að
stór skuggi féll á botninn.
Hann leit við og sá þá risa-
stóra geddu horfa á sig.
14