Heimilistíminn - 24.10.1974, Qupperneq 18
Mörg hjón þurfa að
finna sjólf sig aftur,
þegar þau eru búin að
ala upp börnin og
Ijúka störfum.
Sumum tekst það,
öðrum ekki.
Sum verða hamingju
samari en nokkru sinni,
en önnur verða að
horfast í augu við það,
að þau þola
ekki lengur aðilann,
sem þau hafa
lifað öllu lífinu með.
AÐ ELDAST
SAMAN
Iburöarmiklar yfirlýsingar um ást geta
hljómað dálltið undarlega. Til dæmis þeg-
ar kona segir: — Hann er allt mitt lif, eöa
þegar karlmaður segir: — Ég get ekki
sofið, þegar hún er ekki hjá mér. Maöur
trúir ekki svona nokkru.
En þetta hljómar ööruvisi, þegar þeir
sem segja þaö eru kannski á sextugs- eöa
sjötugsaldri og hafa verið i hjónabandi i
30 eða 40 ár. Þá er það hrifandi — og
sannfærandi. Þvi þannig er þaö, þegar
fólk hefur veriö saman I svo langan tima,
sofiö saman, vaknað saman og gert alla
hluti saman, og tilfinningin, sem varð til
þess að þetta fóik gifti sig er enn við lýði.
Hér fara á eftir úrdrættir úr viðtölum
við gamalt fólk og það er sitt af hverju,
sem þar kemur fram:
— Það er rétt, að tilfinningarnar breyt-
ast með árunum. Likamleg ást skiptir
ekki svo miklu máli lengur, en manni
þykir vænna um hinn aðilann. Ég sé aö
konan min er orðin gömul, en mér finnst
ég eiga meira i henni nú, þegar aðrir karl-
menn hafa engan áhuga á henni lengur.
Þvi miöur er^ekki mikið til af þannig
hjónum. Flest þurfa að berjast fyrir að
halda sambandi sinu nokkurn veginn á-
fallalausu um margra ára skeið. Það get-
ur gengið af sjálfu sér meðan börnin eru
að komast á legg og foreldrarnir þurfa að
einbeita sér að þeim, og á meðan fjárhag-
ur, vinir og fjölskylda halda öllu saman.
Arin liða fljótt, hlutirnir ganga ekki sér-
lega vel og ekki heldur sérlega illa, þann-
ig að engin ástæða er til skilnaðar.
Svo er maður orðinn fimmtugur. Ekki
18