Heimilistíminn - 24.10.1974, Síða 28
iklÐINNI
Fullmótuð kona
— allt tal um jafnrétti drengja og telpna leiðir AAaría hjó sér.
MARÍA er aðeins sex ára, en þrátt fyrir
það er hún kona. Hún hefur alizt upp
hjá nútima foreldum, sem eru þeirrar
skoðunar, að drengir og stúlkur eigi að
hafa nákvæmlega sömu aðstæður á öllum
sviðum, en það hefur ekkert stoðað.
Þegar er Maria var tveggja ára, gerði
hún foreldrunum skiljanlegt, að hún hefði
ekki áhuga á öðrum leikföngum en brúð-
um. Þau gátu sjálf haft alla Indiánana,
hermennina og bilana, það kærði
hún sig ekkert um.
Frá sama tima og næstu tvö árin, gekk
hún nær alltaf með hárkollu möður
sinnar. Maria hafði þunnt ljóst hár, sem
ox hægt og hún vildi ekki láta sjá sig með
drengjakoll. Það var ekki fyrr en hár
hennar tók að vaxa og þykkna, að hún
fleygði hárkollunni. Hún hugsaði vel um
hárið á sér, þvoði það, setti i það rúllur og
sat i hárþurrku, greiddi sér og burstaði.
Sjaldan gekk hún i sinum eigin fötum,
þegar hún lék sér, en hins vegar vildi hún
vera i balletkjólum, siöum sigaunapils-
um, og blúndukjólum og helzt gylltum
skóm. Hún var iðin við að útvega sér þessi
föt sjálf. Eins hefur það verið siðustu
árin: Brúður, kvenleg föt, prinsessu-
kjólar, gull- eða lakkskór, veski og snyrti-
vörur. Hún hefur lært að mála sig og gerir
það vel og vandlega. Meira að segja augn-
skugga og augnlinu setur hún á sig eins og
fullorðin kona. Þegar vinir koma i heim-
sókn bregður hún sér inn i herbergi sitt og
málar sig, en aðeins ef karlmenn eru
meðal gestanna. Hún er ekkert hrifin af
konum og nennir ekki að mála sig fyrir
þær.
Þótt allir félagar Mariu klæðist galla-
buxum, vill hún vera i kjól og smekkur
hennar er hinn ótrúlegasti. Það eina sem
getur fengið hana til að fara i siðbuxur á
veturna, er að hún þolir ekki sokkabuxur.
Þær stinga hana.
Hún daðrar ófeimin við karlmenn og er
alltaf skotin i einhverjum strák, en þeir
eru svo likir, að foreldrarnir rugia þeim
saman. Allir eru þeir grannir, ljóshærðir
og tandurhreinir. Hún lætur þann sem
hún er skotin i þá stundina bjóða sér sitt af
hverju. Hann má auðmýkja hana, slá til
hennar, kalla ljótt á eftir henni, en alltaf
finnur hún afsökun fyrir hann.
Móðir Mariu vinnur úti hálfan daginn
og fær konu til að hjálpa sér með
hreingerningar einu sinni í viku. En
Maria litur það hornauga. Hennar skoðun
er að konur eigi að vinna heima hjá sér
við að hugsa um börn, þvo og elda mat.
Nenni þær þvi ekki, eru þær latar, Hún
segir öllum, sem vilja hlusta, að manna
hennar nenni ekki að gera hreint.
Maria elskar smábörn og er goð við
yngri systkini sin og einstök móðir
brúðanna sinna sem eru einar 30 talsins,-
Flestar þeirra hefur hún keypt fyrir vasa-
peningana sina og engin þeirra gleymist.
Foreldrar Mariu hafa áhyggjur af
henni. Þau hafa alltaf verið þeirra
skoðunar, að umhverfið hefði mest áhrif á
persónuleika barna, en þau trúa þvi ekki
lengur. Liklega er ekki svo auðvelt að
breyta meðfæddum eiginleikum barna.
28
V