Heimilistíminn - 17.04.1975, Blaðsíða 6

Heimilistíminn - 17.04.1975, Blaðsíða 6
Danakilkonurnar eru stoltar og hnarreistar. Ættflokkurinn er talinn sá fegursti i Afriku. ogrennisléttur flugvöllur, en þær eru hins vegar hættulegar. Yfirborðið getur verið gegnblautt eða reynzt aðeins þunn skán yfir botnlausri leðju. Flugmaöur, sem ekki veit þetta, er illa staddur um leið og hjólin snerta jörð. Si'ð- an er ekki að vita, hvað verður um þá, sem lifa af flugslys i Danakil. Þegar einkaflugvél Daniels Abebes prins hrap- aöi hér árið 1967 með Italska arkitektinn Salvarani um borð, hurfu ekki aðeins lik- in, heldur einnig mest öll flugvélin. Þar hafa llklega verið að verki hýenur, sjakal- ar og Ibúar Danakil. Ýmislegt annað get- ur llka komið fyrir flugvélar. Eitt sinn, þegar við vorum rétt komin á loft f grennd við Giuliettivatnið, brast á mikið óveður en slikt er dæmigert þarna I fjalllendinu. Þarna hlöðst upp margra kflómetra breiður skýjabakki, sem náði frá jörðu og upp I 2500 metra hæð. Hann var allóvenjulegur að lit og þéttleika. — Þetta er Hamsin, sagði flugmaður- inn. Það var sandstormurinn illræmdi ák. leið frá Arabiuskaga yfir Rauðahafið. Það var ekki vatnsgufa I þssu skýi, heldur ein- göngu sandur. Ekki þyrfti meira en snertingu við þetta ferliki til að hreyflar flugvélarinnar stöðvuðust. Eins lengi og við þorðum, héldum við áfram milli tveggja ógnandi storma, en loks urðum við að velja. Flugmaðurinn valdi regnið og þarna uppi höfnuðum við I hagléli. Ég hef oft verið i Danakil, og hitinn á daginn hefur þá aldrei farið niður fyrir 39 stig. t brennisteinsgufunum og heitu endurskininu frá kristöllunum i Dallól, var kona min nær dauða en lífi á stundum. Sjálfur fékk ég magaverk og háan hita og þýzkur læknir gaf mér sprautu til að ég gæti haldið áfram feröinpi. Arið 1881 kom fyrsti landkönnuðurinn til Danakil. Það var Italinn Giuseppe Maria Giuletti. Ibúar Danakil myrtu hann og alla aðra I leiðangrinum. Fjörutíu og sjö árum siðar spreytti Bretinn Nesbitt sig á ferð hingað. Það var hættulegt, en 6

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.