Heimilistíminn - 17.04.1975, Blaðsíða 13

Heimilistíminn - 17.04.1975, Blaðsíða 13
— gráðugi hlébarðinn LANGT suður i Afriku er eyði- mörk sem heitirKalahari-eyði- mörkin. Þar átti einu sinni heima gráðugur hlébarði, sem hét Fidi. Engum i eyðimörk- inni var vel við hann, þvi hann var svo slægur og tillitslaus og var alltaf að gera eitthvað af sér. Hann tók alltaf það mesta og besta handa sjálfum sér og við vatnsbólið ýtti hann hinum dýrunum burt. Þegar hann át kvöldmatinn sinn, gleypti hann sjálfur besta kjötbitann, en konan hans og börnin tvö urðu að sitja svöng og horfa á. Eitt sumarið var afar mikill þurrkur. Grasið var visið og vatnsbólið alveg þornað upp. Moldin var sprungin og þurr og enginn gróður þreifst. Fólkið sem bjó i litla þorpinu úti i eyðimörkinni, leitaði i ör- væntingu að rótum og villtum ávöxtum i runnunum. Ástandið varð svo slæmt, að mörg dýr færðu sig norður á bóginn til að leita að vatni, en önnur voru of máttfarin og litil til að ferðast. Kona Fidis, Chili hin fagra, vildi lika fara á stúfana til að leita matar og vatns, þvi börnin voru svöng og þyrst. En þau urðu að vera tvö um að veiða og gæta af- kvæmanna og Fidi hafði aðrar áætlanir á prjónunum. — Biðið bara, hreytti hann út úr sér. — Þegar Kalulu héri og Kamba skjaldbaka verða þróttlaus af sulti, skal ég drapa þau og éta. Það getur vel verið að þið fáið eitthvað lika. J' Meðan Fidi fór einn á veiðar, sátu kona hans og börn eftir heima og horuðust af sulti. 13

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.