Heimilistíminn - 17.04.1975, Blaðsíða 25

Heimilistíminn - 17.04.1975, Blaðsíða 25
vi&urkenningu, að likaminn hafi áður óþekkta möguleika til að halda sjálfum sér heilbrigðum. Lokið augunum og i'myndið ykkur, að ekki séu til lyf, sjúkrahús, hjúkrunarfólk eða læknar. Hvernig færuð þið þá að þvi ab halda ykkur heilbrigðum? Að likindum getið þið ekki svarað þvi og það þýðir, að nú á timum erum við algjör- lega komin upp á læknishjálp. Auðvitað eru nútimalyf mikilvæg aðstoð i barátt- únni við slys og sjúkdóma, en til eru hlið- stæðir möguleikar, sem enn hafa ekki veriö teknir i notkun. Sársauki er aðvörun Sjálfsstjórn, sem liður i meðhöndlun, er nýtt fyrirbrigði, sem nú er rannsakað af lasknum i Topeka i Kansas i Bandarikjun- um. Elmer Green og kona hans Alice, sem bæði eru sálfræðingar, hófu fyrir 11 árum tilraunir sem sýna áttu hvað sjúklingarn- irsjálfir gætu gert til að breyta likamlegu ástandi sinu. Aðferðin, sem þau notuðu er þannig, að sjúklingurinn er með fullri meðvitund, meðan hlutirnir gerast. Sálfræðingarnir skipulögðu tveggja vikna æfingadagskrá fyrir 33 húsmæður, °g fyrsta atriðið var að þær áttu að hlýja á sér hendurnar með viljastyrknum einum. Eftir nokkra æfingu tókst þeim að auka hitann á höndunum um allt að 6 stig C. Ekki einungis hitans vegna, heldur til að breyta mynstrinu i heilanum. Nú skiptir þessi æfing migrenusjúk- linga einkum máli, þar sem með henni taka þeir skref í áttina til að deyfa sárs- aukann i höfðinu með viljastyrk einum. Flogaveikisjúklingar læra svipaðar að- ferðir til að hafa stjórn á heila sinum og koma i veg fyrir köst. Elmer Green skýrir þetta þannig, að sjúklingurinn geti breytt flogaveikimynstri heilans, sem hann nefnir „storm”. Sálfræðingarnir skilgreina venjulegan hitamæli sem tæki til upplýsingar um lik- amlegt ástand. Þannig verður meðvit- undinni ljóst, hvað er að gerast hjá undir- meðvitundinni. Sama er að segja um mælingar á hjartaslögum og andardrætti. Þegar sá timi kemur, mun ekki verða þörf fyrir hitamæla eða önnur rann- sóknartæki. Sjúklingurinn mun þá þekkja svo vel taktinn i heilabylgjunum, að hann getur breytt honum að eigin vild. Flest fólk getur lært aðferðina á nokkrum dög- um með hálfrar klukkustundar þjálfun á dag. Kona ein fór á slysavarðstofu i London til að láta fjarlægja flis undir nögl, sem olli henni miklum sársauka. Hún spurði lækninn hvort hún fengi verki i fingurinn um kvöldið. — Þér fáið eins mikla verki og þér imyndið yður að þér fáið, svaraði læknir- inn. Um þetta segir doktor Lyall Watson: — Yogar, sem hafa aðdáanlegt vald yfir Hkama sinum, geta stungið nálum gegn um kinnarnar á sér, án þess að finna fyrir þvi og án þess að blæði og aldrei fer illt I sárin. — Sársauki er liður i viðvörunarkerfi, sem segir okkur hvað er að. Þegar maður veit hvað er að, er hægt að losa sig við sársaukann. Hver sem vill getur lært að tileinka sér stjómina, án tæknilegra hjálpartækja. Við getum lært að kæla á okkur einn fingur eða hita alla höndina og við getum stjórnað hita húðarinnar með þvi að tak- marka blóðstreymið til yfirborðslagsins. Snerting sem meðhöndlun Vfsindamenn eru nú að rannsaka handayfirleggjendur og kraftaverka- lækna til að komast að þvi hvað gerist, þegar sjúklingur felur sig slikum manni. Þetta er efni, sem verið hefur til umræðu i mörg þúsund ár, en dr. Watson er sann- færður um eitt: — Hvort sem maður er til meðhöndlunar hjá lækni eða handayfir- leggjanda, hjálpar sjúklingurinn viðkom- andi. Likaminn veit hvað er að og getur lagfært gallann. Þegar einkennin eru upp- götvuð, er sjúkdómurinn þegar kominn eitthvað á leið. Likaminn veit um sjúk- dóminn, áður en svo langt er komið sögu. Annar aðili, sem heldur þvi fram, að likaminn sjálfur hafi frumkvæðið, er fransiskusarnunna, sem einnig hefur numið visindi. Það er systir Jusa Smith, sem er háttsett við krabbameinsstofnun- ina i Buffaló i New York-riki. Hún segir: — Það er eitthvað i likaman- um sjálfum, sem stjórnar lækningunni. Það gerist ekki fyrir meðalgöngu reynslu og þekkingar. Læknar gera mikið til að hjálpa þessari þróun, en eiginlega er það likaminn, sem læknar sjálfan sig. Hún brosir? — Við ættum ekki einungis að vera fær um að lækna okkur sjálf, held- ur einnig hvert annað. Svo lengi sem það sýnir sig, að við get- um gert hvort annað veikt. Það er þvi ekki aðeins á ábyrgð okkar að halda okkur sjálfum friskum, heldur einnig að gera okkur grein fyrir hver áhrif við höfum á okkar nánustu, samstarfsfólk og vini. Systir Justa heldur áfram: — Hæfileik- inn til að lækna, virðist nánast meðfæddur okkur mannfólkinu. Maður veitir þvi sér- staka athygli, sem gerist, þegar ungar mæður leggja höndina á fleiðrað hné barns sins eða marinn olnboga, þegar bamið grætur. Þessi snerting handar ein- hvers, sem manni þykir vænt um, virðist nægja. Þegar einhverjum liður illa, heldur hún áfram., — leggjum við gjarnan höndina á höfuð viðkomandi. Konur gera það ósjálf- rátt. Gegn um slika snertingu koma i ljós hæfileikar okkar til að lækna. Það var til að mæla áhrif þessa lækn- andi afls, að hún bauð til sin ungverskum handayfirleggjanda. t stað þess að biðja hann að lækna sjúkt fólk, notaði hún skemmda efnakljúfa i glösum. Efnakljúf- ar eru heilar frumanna. Þeir bera ábyrgð á lækningunni og sjá um að halda góðri heilsu við. Handayfirleggjandinn hélt á glösunum i hendi og snerti þau eins og um sjúkling væri að ræða. Systir Justa segist eiga töfl- ur og yfirlit sem sýna fram á, að handa- yfirleggjandinnhafði jákvæð áhrif á efna- kljúfana. Ný tilraun, sem gerð var sama haustið, sýndi hins vegar allt annan árangur: töframáttur handayfirleggjandans var gjörsamlega horfinn. Hlutverk sjúklingsins. Lyall Watson, sem segir að handayfir- lagning og þess háttar sé „andinn, sem ráði efninu”, dvaldist fyrir nokkru á Fillippseyjum, þar sem hann kynnti sér starfsemi „andlegu skurðlæknanna”. — Þeir eru frægir fyrir að gera aðgerð- ir á likamanum með berum höndunum, segir hann. — Þetta eru þorps-,,læknar”, ' sem hafa alls enga læknisfræðimenntun og framkvæma gjarnan aðgerðir sinar úti i fjósi þar sem kýr og svin eru einu vitnin. Stöku sinnum er skurðstofan þó hótelherbergi, þar sem rúm sjúklingsins er skurðarborðið. Stöðugur straumursjúklinga er til þess- ara lækna, frá Bandarikjunum og Evrópu, fólk, sem er i örvæntingarfullri aðstööu. Það greiðir mikið fé, ekki vegna þess að til þess sé ætlast, heldur af þakk- læti. — Fyrir kemur, að læknar þessir gera ekki einu sinni aðgerð, en ná samt sem áður dálitlu af blóði og vef út úr likamama sjúklingsins. Þá er venjulega um að ræða handayfirlagningu, en þeir láta hana lita út sem eitthvað meira, svona rétt til að sannfæra sjúklinginn um að verið sé að gera eitthvað. — Greinilegt er að sjúklingurinn sjálfur hefur miklu hlutverki að gegna og ég held, að til séu tvær lækningaaðferðir, sem máli skipta. 1 fyrsta lagi er það að sjúkl- ingurinn læknar sjálfan sig með aðstoð „læknisins” Handayfirleggjandinn, eða hver sem um ræðir, kemur þar til sijgunn- ar og „kveikir á rofa” sem hjálpar, sjúklingnum til að ná sambandi við þær mikilvægu stöðvar , sem sjá siðan um lækninguna. í öðru lagi starfar „læknirinn” sem tæki fyrir utan og gerir eitthvað við sjúkling- inn, eins og læknavisindin gera að mestu. Það er að minnsta kosti áreiðanlegt, að ef sjúklingurinn trúir á lækninn eða handayfirleggjandann, auðveldar hann honum verkefnið. Hins vegar getur nei- kvæð afstaða haft öfug áhrif. Ef þið eruð bókstaflega stif af hræðslu i tannlækna- stólnum áður en tannlæknirinn hefst handa, hjálpið þið hvorki honum né sjálf- um ykkur. 11

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.