Heimilistíminn - 17.04.1975, Blaðsíða 26

Heimilistíminn - 17.04.1975, Blaðsíða 26
„Slakið á....” Til að sýna fram á mátt hugsunarinnar, bæði jákvæðan og neikvæðan, sagði dr. Watson frá tilraun, sem gerð var i Tékkó- slóvakiu, milli tveggja miðla. — Annar þeirra, sendirinn, var beiðinn að imynda sér að hann dytti niður i jarð- göng, sem siðan hryndu saman og hann væri að kafna. A sömu stundu fékk hinn miðillinn, sem staddur var 3 milur i burtu, mikið astmakast, þrátt fyrir að hann hafði aldrei fengið það áður. En á meðan hinn „þjáðist” átti þessi ákaflega erfitt um andardrátt. Dr Watson segir litil eða engin takmörk fyrir þvi sem við getum gert við okkur sjálf. — Litið á mýs, segir hann. — Ef þær tapa skottinu, geta þær látið sér vaxa nýtt. Það virðist svo sem þær framleiði hormóna og bæti rafeindastraumi við. Sameining þessara tveggja hluta, getur lagt grundvöllinn að nýjum vexti. — Við erum lika með þessa hormóna i llkamanum og við höfum nægan orku- forða til að framleiða rafeindastrauminn, en við þurfum að læra að beina henni á réttar brautir og stjórna henni. Þá verður okkur ef til vill kleift að láta vaxa á okkur nýja limi og ekki væri útilokað að verða sér þannig úti um nýjar tennur. Við getum miklu meira en'við höldum. Dragið djúpt að ykkur andann og með- an þið andið frá ykkur, skuluð þið slaka á, innan i ykkur. Beinið athyglinni að vöðvunum umhverfis augun. Losið um þá. Hugsið um kjálkana: opnið munninn upp á gátt og látið neðri kjálkann falla I þá stöðu, sem hann er slakastur i. Andið djúpt að ykkur og meðan þið andið frá ykkur aftur, skuluð þið hugsa: Slaka á.... Þessar æfingar eru ekki teknar úr neinni bók meö fegrunarráðum, heldur eru hluti af æfingakerfi, sem dr. Carl Simonton, bandariskur geislalækninga- sérfræðingur, hefur látið lesa inn á segul- band. Hann telur tilfinningaástand sjúklingsins mjög mikilvægt við krabba- meinsmeðhöndlun. í starfi sinu hefur hann notað meðvit- undareinbeitingu, sem hann kennir sjúklingunum. Það er hrein sálfræðileg meðhöndlún. — Allir, sem starfa við krabbameinslækningar gera sér fljótt grein fyrir þeim mikla mun, sem er á per- sónuleika sjúklinganna og streitu þeirri, sem setja má i' samband við sjúkdóminn. — Ég held, að það sem hafi neíkvæð- ustu áhrifin, þegar sjúkdómurinn kemst á hærra stig, sé missir einhvers, sem manni þykir væntum, atvinnumissir ef til vill. Það getur verið i'myndaður missir, en það sem skiptir máli , er hvernig sjúklingur- inn litur á það. Hann fær oft yfirþyrmandi vonleysistilfinningu. Hjá mörgum karl- mönnum kemur sjúkdómurinn i ljós u.þ.b. ári eftir að þeir fara á eftirlaun og hætta að vinna. 26 Afstaðan er mikilvæg. Hvað sjúklingurinn heldur um með- höndlunina skiptir miklu máli. Dr. Simonton telur að „trúarkerfi” hans skipti öllu máli fyrir sjúklingana. Afstaða hans hefur einnig áhrif. Á Bretlandi hjálpar Krabbameinsráð Bretlands til við að auka bjartsýni lækna og læknanema. Þrátt fyrir allt, segir Simonton, voru 30 þúsund manns læknað- ir i fyrra og hann telur, að sú tala hefði getað verið helmingi hærri, ef búið væri að útrýma óttanum við krabbameinið og að sjúklingarnir gætu alltaf fengið meðhöndlun i tæka tið. Fjölskylda og vinir geta hjálpað sjúlingum, vegna þess að afstaða þeirra gagnvart sjúkdómnum hefur sin áhrif. Aðferðir þær, sem Simonton og kona hans,sem er sálfræðingur, nota,hafa ver- ið mjög umræddar i vissum hópum, en fyrir fólk, sem umgengst krabbameins- sjúklinga, skiptir miklu máli, hvernig á að koma fram. Hvernig á að hjálpa sjúklingnum til að hjálpa sér sjálfum? Þótt hægt sé að fá einhverskonar stuðn- ing, eru ekki allir, sem vilja hann. Stephanie Simonton segir að 50% sjúklinga þeirra hjóna vilji ekki taka þátt I hópmeðhöndlun. Þeir vilji ekki að ætt- ingjarnir og fjölskyldan blandist i málið og vildu heldur ekki tala um sjúkdóminn frá tilfinningalegu sjónarmiði. Hinir ann- að hvort komu ekki i hópmeðhöndlunar- timana, eða það þurfti að minna þá á það vikulega. — Við leggjum áherzlu á, að krabba- mein er ekki neitt, sem ræðst inn. Sjúklingarnir eru ekki fórnarlömb og krabbameinsfrumurnar eru hluti af eðli- legri þróun i likafnanum, en af einhverj- um ástæðum hefur kerfið sem stjórnar þeim, bilað. Við leggjum alltaf áherzlu á nauðsyn þess að sjúklingurinn taki á sig persónulega ábyrgð i þessu sambandi. Við fræðum sjúklinginn um sjúkdóminn og hann hittir aðra, sem eru i svipaðri að- stöðu. Við meðhöndluðum tvo karlmenn sem höfðu sömu tegund af lungnakrabba, tegund, sem var i þann Veginn að breiðast út til heilans., Annar þeirra hafði gengið með sjúkdóminn i eitt ár og komst að raun um að timi væri kominn til að lifa. Hann skipti um vinnu og fékk tækifæri til að vera meira með konu sinni og börnum. Hinn hafði lagt niður vinnu sama daginn og hann fékk að vita um sjúkdóminn. Haldinn stöðugum sársauka sat hann og horfði á sjónvarp og klukku til að geta tekið kvalastillandi lyf á réttum tima. Sjúkdómurinn var sá sami, en afstaðan var mismunandi. Annar maðurinn virtist sterkari á öllum sviðum, þegarhann var i hópmeðhöndlun. En þegar hinn var spurður, hvernig honum liði, svaraði hann jafnan: Ég er sama og dauður maður. Hann hafði verið mjög hræddur við krabbamein allt frá barnsaldri og haldið i hvert sinn, sem hann fékk kvef, að nú væri það krabbi. Þegar hann svo fékk krabba- mein, hafði hann ekki andlegt þrek til að sporna gegn — Fólk er þeirrar skoðunar, að við för- um fram á of mikið af sjúklingum okkar. Við ausum ekki yfir þá samúð, en styðjum þá, veitum þeim athygli og þykir vænt um þá. Eigin styrkur sjúklingsins er miklu mikilvægari en við héldum og ef til vill er mál til komið að við litum i eigin barm til að leita þess styrks, sem við þörfnumst til að halda við góðri heilsu og geta hjálpað hvert öðru. íWzVimr ÉG ÓSKA eftir að nafn mitt verði birt f pennavinadálki Heimilis-Timans, þvf mig vantar pennavini á aldrinum 15 tif 17 ára. Áhugamái mfn eru ferðalög og pop-tónlist (uppáhaldshljómsveit Slade) og fleira. Sveinbjörg óladóttir, Sólgarði, Borgarfirði, N.-Múl. NORSK stúlka vill eignast pennavini á aldrinum 15 til 16 ára á Islandi. Hún heitir: Norhild Kirkbakk, 9 Bergansvei, 7460 Röros, Norge. MIG iangar að komast f pennavina- dálk þessa mjög svo góða blaðs. Ég vil skrifast á við stráka og stelpur á aldr- inum 13 til 15 ára. Fjóla Þorvaldsdóttir, Stekkjarholti 14, Akranesi. ÓSKUM eftir bréfaviðskiptum við stráka og stelpur á aldrinum 15 til 17 ára. Áhugamál okkar eru þessi vana- legu, til dæmis pop-lög, böll og margt fleira. Svörum öllum bréfum. Hulda Guðmundsdóttir, Fitjum, Skorradal, Borgarfirði. Laufey S. Jónsdóttir, Báreksstöðum, Andakfl, Borgarfirði. 1

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.