Heimilistíminn - 17.04.1975, Blaðsíða 30

Heimilistíminn - 17.04.1975, Blaðsíða 30
Einfaldlega eggjakaka Listin að búa til franska eggjaköku. Frönsk eggjakaka er lang- bezt, þegar hún er borðuð um leið og hún er tilbúin. Þess vegna er betra að leggja á borðið og undirbúa allt, áður en þið byrjið að steikja. Hafið eggjakökuna aldrei stærri en úr 4-5 eggjum. Séu margir i mat, er betra að steikja fleiri eggjakökur. 1. Takib til allt, sem þarf. Handa fjórum : 4 egg: 4-8 msk. vatn eða rjómi, 1/2 tsk salt og svolitill nýmalaður pipar. Þeytið þetta allt saman þar til það hefur bland- azt vel. 2. Setjið pönnuna á plötuna og látið hana hitna. Bræðið svolítið smjör eða smjörliki og hellið siðan eggjahrærunni á. 3. Hrærið öðru hverju með gaffli, þannig að iaus hræra renni niður að botninum. Látið eggjakökuna aðeins stifna, en hún á að vera blaut að ofan. Hristiið pönnuna til að losa eggjakökuna. 4. Hallið pönnunni og látiö eggjakökuna renna á heitan disk eða fat. Hafið fylling- una tilbúna og leggið hana á annan helminginn og brjótið hinn yfir. Fylling- una má lika leggja ofan á alla eggjakök- una. 5. Fylling: 1 dós túnfiskur i oliu, paprika i ræmum og söxuð steinselja. — Aðrar fyllingar: 3 dl rifinn ostur og paprika i ræmum. — 100 gr. skinka i ræmum og 1 dl söxuð steinselja. —200 gr. rækjur og 1 dl. dill. — 3 tómatar i sneiðum og 1/2 dl saxaður graslaukur. — Hvitur jafningur með t.d. sveppum, aspargus, spinati eða kræklingi. 30

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.