Heimilistíminn - 17.04.1975, Blaðsíða 16

Heimilistíminn - 17.04.1975, Blaðsíða 16
— Æ, nei. Ó! veinaði Fidi. Nú var hann ekki lengur stór og gráðugur hlébarði, heldur öllu likari litlum, hjálparlaus- um kettlingi og Kamba og Kalulu vorkenndu honum næstum þvi. — Ef þú hefðir ekki verið svona gráðugur, hefðirðu get- að imyndað þér að þú yrðir of feitur til að komast gegn um gatið, sagði skjaldbakan. — Þetta hefði gengið vel, ef þú værir ekki alltaf að hugsa um að éta mest sjálfur. Stórt tár rann niður á trýnið á Fidi. — Nú skil ég það, kjökraði hann. — Verið svo góð að hjálpa mér, þá skal ég vera góður við ykkur og Chili og börnin min og öll hin dýrin. Ilér eftir skal ég deila öllum matnum minum með öðrum og ekki éta meira en ég þarf til að lifa. Kamba og Kalulu litu á hvort annað. Jú, það var vist ekki vafi á að Fidi meinti þetta alvarlega. Liklega hafði hann lært eitthvað á þessu. Svo stökk hérinn upp á bak skjald- bökunnar og þá náði hann greinarbútnum úr lásnum og gat opnað dyrnar. Fidi skreið út og gætti þess vel að gera engan hávaða, sem vakið gæti fólkið aftur. — Kærar þakkir, hvislaði hann. — Nú verðum við að flýta okk- ur héðan! Varlega greip hann skjald- bökuna i munninn og svo stukku hann og hérinn yfir sandhæðina. Sólin var einmitt að gægjast upp fyrir sjón- deildarhringinn, þegar þau komu að hellinum. Þar setti Fidi skjaldbökuna varlega niður. Chili og börnin komu út til að athuga, hver væri á ferli og vinirnir þrir kepptust um að segja þeim frá hænsnaveið- inni. En Fidi hafði ekki gleymt loforði sinu. — Nú skuluð þið tvö sitja hérna og tala við Chili, sagði hann. — Þá stekk ég af stað og leita að verulega safarikum rótum og berjum. Þá skulum við öll borða morg- unverð saman! Upp frá þessum degi bjuggu Chili og Fidi hamingjusöm saman. Þegar börnin komu til pabba sins og bitu i trýnið á honum og langaði að sitja á baki hans, varð Fidi svo hrærður, að hann skildi ekki hvernig hann hafði farið að þvi að vera svona vondur og gráð- ugur áður. Það er nefnilega þannig, að ef þeir stóru og smáu hjálpast að og deila öllu, verður meiri matur og meira rúm fyrir alla. 1. Hvað fær maður, ef maður pantar „.canard” á frönskum matseðli? 2. Hvað eru mörg eldfjöll á megin- iandi Gvröpu? 3. t hvaða Iandi heitir myntin Rial? 4. Hvað er grynnst á Doggerbank f Norðursjó? 5. Er Dóná lengsta á Evrópu? 6. Hvar er borgin Famagusta? 7. t hvaða borg er hið fræga „Latinuhverfi?” 8. Hvort er stærra, Astralfa, eða Suðurskautsiandið? 9. Hvað heitir greifinn f „Kátu ekkjunni”? 10. Af hverju sofa fiskar með opin augu? . ★ Hugsaöu þig vandlega um — en svörin er að finna á bis. 39. HI^GIÐ — Það er ekki þetta sem ég átti við, þegar ég bað þig að hætta að borða I rdminu. Matti var á leið heim af barnum, þeg- ar iögreglumaður kom auga á hann. — Heyrðu þarna þú, kallaði hann. — Reyndu að haida þig á gangstéttinni. Þú getur orðið fyrir bU þarna á miðri götunni. Matti:—A gangstéttinni? Segið mér, góði maður, haidið þér að ég sé iinu- dansari? — Þessi ungdómur kærir sig kollóttan um allar siðvenjur. 16

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.