Heimilistíminn - 17.04.1975, Blaðsíða 23

Heimilistíminn - 17.04.1975, Blaðsíða 23
Heimsmeistari í sápukúlublæstri Philip vildi verða bestur í einhverju og varð það í sápukúlum. PHILIP Lubelski blæs sápukúlur af mikilli alvóru og lætur ekki tilviljunina um neitt i þvi „starfi” sinu. — Það þarf að taka tillit til margra hluta, til að blása fullkomna sápukúlu, segir hann. — Til dæmis hita, loftraka, loft- þrýstings og loftmengunar.... En það sem hann hefur mestan áhuga á, er hvað sápukúlan getur gert fyrir mannssálina. — Sápukúlur veita sálarró, þykist hann viss um og það getur vel verið, að minnsta kosti er þetta ákaflega friðsamt tómstundastarf. En Philip á sér háleitar hugsjónir. — Ég ætla að hafa áhrif á tilfinningarnar með kúlunum minum. Ég ætla að koma heljarmennum til að gráta yfir fegurðinni I sápukúlu, láta vélrænt skrifstofufólk falla kjökrandi fram á ritvélarnar, vegna þess að sápukúla springur. Ég ætla að nota sápukúlur til að koma fólki i skilning um að það að skapa fegúrð er meira virði en allt annað i heiminum. Ég ætla lika að bæta heilsu manna. Sápukúlublástur þenur út lungun. Philip er raunverulega meistari i listinni. Hann getur blásir sápukúlur, sem fúma 20'. litra af lofti. Hann getur blásið kúlur inni I kúlum. Þessa dagana er hann að reyna að blása kúlu innan i kúlu innan i kúlu... Poreldrarnir eru ekki ýkja hrifnir af þessu dundi sonarins. Þeim finnst þetta ekki starf fyrir fullorðinn, hraustan mann i Englandi nútimans. — Þú ættir að blása sápukúlur sjálfur, segir sonurinn við föður sinn. — Það er ekki hægt að komast hjá þvi að hrifast af þeirri dásamlegu en skammvinnu fegurð, sem felst i bolla af sápuvatni. Tvisvar sinnum hefur Philip sýnt listir sinar i brezka sjónvarpinu. Þættirnir ollu geysilegri aukningu á sölu sápukúlu- vökva.sem fæstþar tilbúinn i dósum. Það yoru ekki aðeins börn, sem tóku að blása. Ef til vill hefur Philip rétt fyrir sér. — Þjóðhöfðingi, sem blæs sápukúlur, getur ekki hafið styrjöld. En ef til vill eru allir draumar hans um betri sápukúluheim jafn loftkenndir og forgengilegir og — sápukúla. 23

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.