Heimilistíminn - 17.04.1975, Blaðsíða 9

Heimilistíminn - 17.04.1975, Blaðsíða 9
— Nei, svaraði hún og nú var röddin stööug aftur. Hún héldi á sér hita, ef hún færi beint i rúmið með nokkrar hitaflöks- ur og dúnsængur. En ef pipulagningamaðurinn kæmi nú ekki? Ég sá hana fyrir mér, sitjandi i hnipri framan við gasofninn daginn eftir og vissi að ég gat ekki látið hana sjá um þetta sjálfa. — Heyrðu hvers vegna kemurðu ekki yfir til min á morgun? Ég hef ekki mið- stöð, en ég skal lofa, þér vænum arineldi. Hún hikaði. — Það er freistandi, en ég ætti liklega að halda mig heima, ef pipu- lagningamaðurinn..... — Settu miða á dyrnar með skilaboðum tilhans, um hvar þú ert. Það er ekki langt til mfn. En ég er hræddur um að þú verðir að hafa ofan af fyrir þér upp á eigin spýt- ur, bætti ég við, — Ég neyðist þvi miður til að vinna. — Það er allt i lagi. Ég get setið og prjónað. — Það er þá ákveðið. Komdu, þegar þú vilt. Daginn eftir, þegar ég vaknaði, virtist allur heimurinn hvitur. Það hlaut að hafa snjóað alla nóttina, þvi alls staðar var djúpur snjór. Venjulega hlýnar aðeins, þegar snjóar, en nú var hvasst og það var napurt og dapurlegt úti. Eftir morgunverðinn kveikti ég upp i aminum, áður en ég fór með ritvélina fram i eldhús. Þar var hlýtt og gott út frá gömlum viðarkolaofni. En ég átti bágt með að einbeita mér að vinnunnni. Hug- urinn flaug sifellt yfir til Judy Parker. Skyldi hún koma? Klukkan var að verða ellefu, þegar hún kom með snjó á húfunni og poka i hönd. Hún var hálf döpur á svip. — Ég ætlaði ekki að koma, sagði hún. — Ég vildi ekki tefja þig, en það var svo kalt. — Komdu inn, ég skal taka frakkann.... Hún smeygði sér úr griðarlegum frakkanum, tók af sér trefilinn og húfuna og steig upp úr allt of stórum stigvélun- um. Ég stóð og starði. Hvilik breyting. Hún var grönn og vel vaxin, með stór brún augu og sitt, ljóst hár, sem vatt upp á sig i endana. Ég starði, þangað til hún spurði, hvort eitthvað væri að. — Nei, svaraði ég. — Þú ert bara svo allt öðruvisi innan undir öllum þessum fötum. — Jón frændi, maðurinn hennar Dóru, á frakkann og stlgvélin. Hann er i útlöndum núna. Ég veit að ég lit út eins og fugla- hræða I þessu, en ég varð að finna eitt- hvaösem gat haldið á mér hita. Mér verð- ur svo fljótt kalt eftir flensuna. — Farðu og seztu viö arininn, svo skal ég koma með kaffi. Þegar ég kom með það, leit hún bros- andi á mig. — En hvaö þetta er fallegt hús. Og indælis hiti. Ég er svo þakklát. — Ekkert að þakka. Nú vona ég aö þú hafir mig afsakaðan, ég þarf að ljúka verki sem liggur á. En hér er nóg af bók- um, sem þig langar kannske til að lita i. — Ég tók með mér prjónana mína. Ég ætla að prjóna þykka, hlýja peysu, en ég er bara byrjandi og er alltaf að missa nið- ur lykkjur. En það hlýtur að koma. Ég hélt að mér tækist að einbeita mér, nú þegar hún var loksins komin, en ég átti i erfiðleikum. Stöðugt sá ég fyrir mér stóru, brúnu augun. Auk þess er ég vana- fastur og vanur að vinna við borðið i borð- SD 9

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.