Heimilistíminn - 17.04.1975, Blaðsíða 33

Heimilistíminn - 17.04.1975, Blaðsíða 33
Mamma þakkaði fyrir sig, en pabbi borgaði fyrir sig. Það var reginmunurinn. Svo fóru þau heim og buðu öllum upp á súkkulaðitertur, rjómatertur og randakökur. Brauðtertur og smákökur. Lúsinda ljómaði, amma skein eins og sól i heiði og allir voru nær utan við sig af hrifningu. En Dabbi beið inni i maganum á mömmu, sem vissi ekki að hann væri að verða til. Það var ekki fyrr en hún hætti að hafa Lúsindu á brjósti sem hún sagði við pabba: ,,Ég skil ekkert i þvi, hvað maginn á mér er alltaf að stækka og stækka.” ,,Ertu alveg viss um að það sé ekkert i hon- um nema þessi matur, sem þú ert alltaf að háma í þig?” spurði pabbi gáskafullur. ,,Það held ég nú,” svaraði mamma, en svo fór hún að hugsa. Gat það verið, að Guð væri svo góður, að...? Nei, það var alveg óhugsandi. Og þó... Það var raunar hann Dabbi, sem gerði það að verkum, að maginn á mömmu stækkaði og stækkaði, en ekki maturinn. Skelfing varð mamma feit. Lúsinda var farin að standa upp á litlu feitu fótunum sinum, þegar mamma vissi fyrir vist, að það væri aftur að koma litið barn. ,,Nú verðum við að nota barnaherbergið,” sagði pabbi við mömmu. ,,Æi, nei,” sagði mamma. ,,Hún er svo litil og það (með það átti hún við Dabba, þvi að hún hugsaði bara um hann eins og barnið) verður ennþá minna.” ,,Hvað viltu þá að við gerum?” spurði pabbi. ,,Nú við höfum rúmið hérna megin við mitt rúm,” sagði mamma og með rúminu átti hún við rúmið hennar Lúsindu og svo höfum við vögguna við hliðina á mér.” ,,Ætlarðu þá að hafa bæði börnin hjá þér?” spurði pabbi og var eilitið hneykslaður. Þótti honum kannski ekki vænst um Lúsindu af öll- um? Vænna en mömmu og ömmu og afa og öll- um hinum. Var það ekki hann, sem var alltaf of seinn i vinnuna, af þvi að Lúsindu leiddist svo mikið, þegar hann fór? ,,Nei,” svaraði mamma hugsi, þvi að henni datt skyndilega i hug, að hún væri nú of eigin- gjörn. ,,Þú getur haft Lúsindu hjá þér, en ég hef það (og með ,,það” átti hún við Dabba, þvi að hún vissi ekki ennþá, að það var Dabbi, sem var i maganum á henni) hjá mér.” Pabbi andaði léttara. Skelfing var hann feg- hvildu. inn að fá að hafa Lúsindu hjá sér. Hann var taugaóstyrkur. Það er nú svona að láta skira frumburðinn. Þetta varð óvenjuhátiðleg athöfn, og bæði pabbi og mamma voru hrifin. Presturinn skirði, presturinn söng og konan hans lék undir á orgel. Orgelið var illa stemmt og þau sungu bæði falskt, en hátiðlegt var það samt. Lúsin litla var orðin Lúsinda og pabbi og mamma fóru heim með hana sem slíka. Ekki sem Sigriði Lúsindu eða Guðrúnu Lúsindu heldur aðeins Lúsindu, þvi að pabbi hélt henni undir skirn og hann sagði hátt og skirt, þegar prest- urinn spurði, hvað barnið ætti að heita: „Lúsinda og ekkert nema Lúsinda.”. Presturinn skirði þvi barnið Lúsindu, og mamma þakkaði guði fyrir, að presturinn skirði hana ekki „Lúsindu og ekkert nema.” Þetta var góður prestur og pabbi var lika góður pabbi, en hann vildi eignast stelpu, sem héti Lúsinda. Mamma huggaði sig við, að þau gætu alltaf kallað hana Lindu siðar meir. Mömmu langaði til að bjóða prestshjónunum heim, en pabbi taldi það af og frá. Hann sagði að það væri nóg að bjóða allri ættinni heim. Pabbi var orðinn eitthvað svo skritinn frá þvi að hann eignaðist eigin ibúð og var búinn að borea unn meiri hluta lánanna, sem á ibúðinni 33

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.