Heimilistíminn - 17.04.1975, Blaðsíða 27

Heimilistíminn - 17.04.1975, Blaðsíða 27
Sergeant Pepper orðið söngleikur Lucy in the sky — leikin af Alaina Reed — ■neð höfuöskraut úr kóngulóarvef. Sergeant Peppers Lonely Hearts Club Band er komið fram á sjónarsviðið á ný — nú sem söngleikur. Albúm The Beatles kom á markaðinn 1967 og nú, tæpum átta árum siðar, eru öll lögin af þvi, auk fleiri Bitlalaga, sungin af 19 leikurum i Beacon- leikhúsinu i New York. Maðurinn að baki söngleiknum er Ro- bert Stigwood, sá sem skapaði Jesus Christ Superstar. — Við keyptum sýningarréttinn fyrir tveimur árum af fyrirtæki Bitlanna, Apple. Siðar sendum við Paul og John teikningar af skreytingum og búningum, segir Stigwood. — Það eina sem Paul svaraði var: — Þetta litur vel út, en John hafði öllu meiri áhuga og kom á frumsýn- inguna og lýsti ánægju sinni með allt sam- an. Hafi Superstar vakið athygli, er Ser- geant Pepper ekki óliklegra til þess. Svið- ið er byggt upp á mjög likan hátt og teikningarnar á albúminu voru á sinum tima, en áhrifin eru mun meiri, þar sem ljóstæknin og skuggamyndir af ýmsu tagi bætast við. Þarna má sjá stafandi heila, logandi eld og augu, sem skjóta gneistum. t forgrunni er frelsisstyttan með hálfaf- hýddan banana i stað kyndilsins og hjartalaga konfektkassa i hinni höndinni i stað bókarinnar. Búningarnir eiga vel við umhverfið og forsöngvari er Billy Shears og lögin þekkja allir, sem hlustuðu á Bitlana á árunum 1960-1970. Lög og textar er ná- kvæmlega eins og þá. **-¥■-¥■** Stórkostleg sviðsinynd úr söngleiknum mikla. 27

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.