Heimilistíminn - 17.04.1975, Blaðsíða 35

Heimilistíminn - 17.04.1975, Blaðsíða 35
 MARION NAISMITII: ENDURfundir Hann nam staðar og leit framan í hana. — Þetta var ekki bara útslitinn frasi, sem ég notaði vegna áhrifanna. — Áttu við að þú meintir þetta? Það var tor- tryggni í rödd hennar. — Gerir þú það ekki? — Það er erfitt, að fara fram á slikt. — Ég veit það. Hún undraðist alvöruna að baki þessum þremur orðum og ætlaði að svara einhverju, en hann greip f ram í: — Gætirðu hugsað þér að laga te? — Það var komið að suðu, þegar ég hljóp á eftir Melissu. Skömmu síðar kom hún inn I stofuna til hans og tók eftir djúpum þreytuhrukkunum i andliti hans. Undarleg, óskýranleg meðaumkvunartilf inning bærðist I henni, þegar hún rétti honum tebollann. Örið eftir sárið var eins og rautt band á sólbrúnu enninu. — Takk. Hann setti bollann á borðið, án þess að bragða á innihaldinu. — Ég hef hugsað heilmikið undanfarnar vikur, byrjaði hann. — Og ef þú meintir það alvarlega að kaupa þetta hús, er ég f ús til að selja. Hefurðu áhuga. Undrum og jafnvel vonbrigði voru fyrstu við- brögð Gay og hún svaraði lágt: — Mér datt aldrei í hug, að þú vildir láta þetta hús f rá þér. — Ég hef aldrei getað fest rætur. Flökkueðlið, skilurðu. Það er komið yf ir mig aftur og það er ekki hyggilegt af mér að bindast dauðum hlutum. — Ekki skildist mér þetta á þér í fyrsta sinn, sem við komum hingað. Af hverju þessi skyndiiega breyting? — Þarf endilega að vera ástæða svaraði hann næstum harðneskjulega. — Þig langar í húsið og ég er f ús til að selja það. Látum þar við sitja. Ef þú vilt ekki búa hér, finn ég áreiðanlega annan kaupanda. Svo einfalt er það. — Er það það, Nick? Hún var ringluð og hissa. Hún gekk að sófanum og settist á gólfpúðann og minnti hann hlægilega mikið á Melissu, þegar hún reyndi að skilja það sem hann sagði og starði á hann, stórum dökkum augum. — Hvers vegna reyn- irðu að láta mig vantreysta þér? spurði hún þung- lega. Hann hló. — Undarleg spurning. Ég hélt að þú gerðir það alltaf hvort sem væri. — Það held ég ekki. En ég viðurkenni að mér finnst þetta eirðarleysi í þér ruglandi. Ég er ekki fyrr búin að gera mér grein fyrir, hvað þú ert að hugsa, en þú skiptir um skoðun, snýst heilan hring eins og vindhani. Hún leit fast á hann. — Ég held að þú gerir þetta af ásettu ráði og ég vildi gefa mikið fyrir að vita hvers vegna. — Ég er líklega bara svona. Hann starði inn í eldinn og setti stút á munninn. — Annars er það at- hyglisvert, ég hef aldrei hugsað um sjálfan mig sem tvískiptan persónuleika. Það er að minnsta kosti ekki hægt að kvarta yfir einhæfni hjá fólki eins og mér. — Svoiítið beinni stef na gæti gert hlutina einfald- arí. — Þú ert svei mér skáldleg, sagði hann í hæðnis- tón, en sló svo yf ir i aðra sálma: — Er það það, sem þú vilt? Leiðinlegar einspora manngerðir? Hann stóð upp og litaðist um eftir eldspýtum. — Þær liggja á borðinu við arnininn, sagði hún. Hann leit á næsta borð. — Ekki þessu, hinu hinum megin. Hún horfði á hann snúa sér eftir bendingu hennar, reka sig í borðlampann og sópa eldspýtustokknum af borð- inu, um leið og hann greip um lampann. Hann blót- aði lágt og lagðist á hnén í leit að stokknum. — Ég kemst af án þeirra, hreytti hann út úr sér, þegar hann hafði leitað árangurslaust um stund. Hann reif ræmu af dagblaðinu, stakk i arininn og kveikti sér í. Gaybrielle teygði sig undir hægindastólinn og tók upp stokkinn. — Ef þú vilt raunverulega selja Pedlar's Fair, sagði hún loks, — skal éq skilja eftir nafn og heimilisfang hjá lögfræðingi mínum. Kannske þú látir hann vita, ef þú skiptir um skoðun innan viku. — Rétt, sagði hann, — Hamra járnið meðan það er heitt. Hann rétti úr sér og stóð með bakið að arninum. — Ég held, að þetta eigi betur við ykkur en mig. Þér líkar vel við Maitlands, Melissa er eins og ein af fjölskyIdunni þar og þau eru beztu nágrannar sem hægt er að hugsa sér. Hann horfði fast á hana. — Þetta er heldur ekki of langt frá bænum. — Ég hætti að vinna, þegar ég gifti mig. — Er það Glennister, sem hefur ákveðið það? Hún gerði ekki tilraun til að svara. — Þarna er hon- um lifandi lýst. Ég skil ekki hvað það er við mann- inn, sem höfðar til þín. — Nei, það er ekki von. Hann kinkaði kolli, eins og til samþykkis. — Það er ekki útlit fyrir að við uppgötvun nokkurn tíma beztu eiginleika hvors annars. — Nei, mjög ólíklegt. Hún lauk úr tebollanum. — 35

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.