Heimilistíminn - 17.04.1975, Blaðsíða 12

Heimilistíminn - 17.04.1975, Blaðsíða 12
The Guess Who Kanadiska hljómsveitin The Guess Who hefur verið til i 10 ár og gefið út 13 LP-plötur á siðustu 7 árurh. Alls hefur hljómsveitin fengið 25 gullplötur, þar af 11 frá Kanada og 7 frá Bandarikjun- um, en i Evrópu hafa þeir félagar aldrei vakið sérstaka athygli. Úr þvi hyggjast þeir bæta núna og eru að leggja upp i mikla Evrópuferð. Hljómsveitin kemur upphaflega frá Winnipeg og hét i fyrstu „Chad Allen and the Expressions”. Eftir nokkur mannaskipti breyttist nafnið i The Guess Who. Fyrsta lag þeirra fjór- menninga á vinsældalista vestan hafs var „Shakin ’all over”. Árið 1969 fengu þeir fyrstu gullplötuna fyrir „These eyes” og fljótlega þrjár i viðbót fyrir „Laughing”, „NoTime” og American Woman”. Það siðastnefnda er það lag, sem frægasthefur orðið þeirra félaga. Fjórmenningarnir eru: Burton Cummings, pianó og söngur, Garry Peterson, trommur, Don Troiano, git- ar og Bill Wallace, bassi. Hljómsveitin hefur leikið allar tegundir tónlistar nema sigilda, og tókst vel upp á jazz- timabili sinu 1970-1971, en fór svo aftur yfir i roek 1972. Don Troiano er yngstur i hljómsveit- inni og hefur ekki verið þar nema tæpt ár, en hann á að baki sér tiu ára feril með þekktum nöfnum eins og Ronnie Hawkins og The Hawks, Mandala, Bush, og The James Gang. Burton Cummings hefur hins vegar verið leið- togi The Guess Who frá upphafi, en saman hafa þeir Don samið lög og texta á nýjustu LP-plötuna „Flavours” sem Jack Richardsson framleiöir, en hann framleiðir lika fyrir t.d. Alice Cooper. Ef til vill heyr- um við eitthvað frá The Guess Who þegar liða fer á sumarið og evrópskir pop-unnendur hafa fengið að sjá þá og heyra. A myndinni eru frá vinstri: Burton, Garry, Don og Bill. 12

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.