Heimilistíminn - 17.04.1975, Blaðsíða 7

Heimilistíminn - 17.04.1975, Blaðsíða 7
minnisvert fyrirtæki, sem fékk þó góðan endi. En Nesbitt fórst i flugslysi yfir ölpunum ári siðar. Árið eftir að Nesbitt kom frá Danakil, fór Italinn Raimondo Franchetti þangað. Hann var að leita að jarðneskum leifum Giuliettis. Hann lenti í hitabylgju og varð að þola 60 stig i skugganum, kvalafullan sjúkdóm i þvagfærunum og minnstu mun- aði loks, að hann yrði skotinn til bana. Franchetti fann búðir Giuliettis og félaga og i steindys fann hann beinahrúgu. Voru þetta raunverulega leifar leiðangurs Giu- liettis? Viðgerð tönn veitti svar við þeirri spurningu? I þessu umhverfi gat enginn haft viðgerðar tennur nema Giulietti og félagar. Franchetti veitti fyrstu könnuð- um Danakil veglega útför. Sjálfur fórst hann mánuði siðar i flugslysi við Kairó. Tunglið úti i geimnum hefur enn ekki krafizt mannslifa, en tunglið á jörðinni hefur krafist margra lífa. Mongólskt svipmót Sá Danakilbúi, sem á sinum tima sýndi Franchetti, hvar leifar leiðangurs Giuli- etti voru grafnar, galt þess, þvi ættmenn hans myrtu hann þegar i stað. Danakilar hugsa sem svo: — Ef hviti maðurinn finn ur bein kynbræðra sinna, er það sönnun þess að forfeður okkar hafa drepið þá. Hefnd hvita mannsins mun koma niður á okkur öllum. Danakilar eru svartir, en þeir eru ekki negrar. Ef til vill komu þeir til Afriku frá sléttum Asiu, vöggu indóevrópumanna, yfir Arabiuskagann og dökknuðu samám saman á hörund eins og aðrir Afrikubúar. En andlitsdrættirnir urðu ekki afriskir, allra sizt kvennanna. Augu þeirra eru enn mongólsk að miklu leyti. Ef einstaklingur litur svolitið öðruvisi út, stafar það af kynblöndun. Danakilar eru með öðrum orðum skyldari Evrópubúum en Afriku- mönnum. Við höfum kallað landslagið i Danakil tungllandslag. Það er mest áberandi á saltsléttunum, eldfjöllunum og þar býr ekki fólk. En á útjöðrunum, þar sem land- ið liggur eilitið hærra, gefur regnið gróðurmold og lif og þar eru lfka dýr, m .a. strútar og villiasnar. Það er ástæðan til þess að þessi svæði eru byggð. Að frátöld- um minnihluta dugmikilla sjómanna, eru Danakilar hirðingjar að mestu eða öllu leyti. Þeir rækta geitur, sauðfé, asna, zebudýr og úlfalda. Hestar eru fáir og eru yfirleitt tákn um auö og völd eigendanna. Herskáir ættflokkar Við myndum ekki skilja Danakilbúa, án þess að kynna okkur andstæðinga þeirra, Gallana, sem búa undantekningarlaust uppi á hásléttunni. Gallarnir eru negra- kynflokkur, sem kom til Eþiópiu fyrir mörg hundruð árum. Eins og allir hirð- ingjar reyndu þeir að lifa lifinu bæði á há- og láglendinu. A hálendinu mættu þeir harðri mótspyrnu Emhara og annarra stórra kynþátta, en neðar varð þeim auð- veldara um vik, þvi Danakilar voru fáir. Rakt loftslagið þarna niðri og gott beiti- land freistaði Gallanna og þeir réðust inn á svæði Danakila, sem vörðust af hreysti, en biðu þó ósigur vegna fæðar sinnar. 1 framkvæmd þýddi það, að þeir misstu bú- fé sitt og voru ýmist drepnir eða vanaðir. Gallar höfðu margar ástæður til að vana óvini sina. I fyrsta lagi voru afskorin kynfæri tákn um velgengni i hernaði og þar með völd. Konur skreyttu sig gjarnan með þessum „sigurtáknum” og þær fengu fyrstarað taka vatn i brunnunum. Gallar máttu ekki trúlofast án þess að hafa fært þeirri tilvonandi eitthvað af þessum tákn- um. Auk þess olli þetta þvi að Danakilum gat litið fjölgað. Landkönnuðir hafa skýrt frá þvi, að eiginkonur vanaðra Danakila máttu eiga vingott við aðra menn, þegar þær ætluðu að eignast börn, syni til að sjá um foreldr- ana i ellinni, og dætur, sem siðan voru seldar eins og verzlunarvara. Múhammeðstrúar Eitt sinn var það, að her Galla æddi yfir og drap og eyðilagði allt, sem fyrir varð. Af ættflokki, sem fyrir varð, lifði aðeins ein stúlka og hún leitaði að fræjum i úr- gangi dýra sér til matar. — Lifið er til að drepa. Drepir þú ekki, er lif þitt einskis virði, er eitt af einkunnarorðum Danakila Það voru nefnilega ekki aðeins Gallar, sem drápu. Danakilar réðust gjarnan á sina eigin og þeir hæfustu lifðu af. Á leg- steinum Danakila er enn i dag skráð, hvað sá látni komst yfir að drepa marga um ævina. Þegar þetta er ljóst, skilur maður bet- ur, að Danakilar óttuðust að hviti maður- inn myndi hefna sin á þeim. En hvernig er þetta nú? Danakilar ganga enn um vel vopnaðir rifflum og hnifum eins og fyrir 50 árum. 1 fjórðu ferð minni til Danakil fór ég um fallega grænt landssvæði milli Gawane og Milé, án þess að sjá nokkurn mann. Bif- vélavirkinn minn, sem var af kynþætti Emhara, sagði: — Hér Issaættflokkur koma. Hér enginn vera. Issa ættflokkurinn er illræmdur mjög og enginn vildi verða á vegi hans. Issar (nafnið þýðir Jesús á arabisku) færa til- vonandi eiginkonum sinum ennþá manna- eistu að gjöf. Nú eru aðeins 120 þúsund Danakilar til og það á að flytja þá á verndarsvæði, þar sem reyna á að koma i veg fyrir að þeir deyi út. 1 Batié er markaðstorg i 1600 metra hæð yfir sjávarmáli og þangað koma Danakil- ar á hverjum mánudegi til að verzla við Gallana, sem áður voru fjendur þeirra. Ekki er að vita, hvað kynni að gerast, ef löggjafinn væri ekki vel á verði og hefði þarna stöðugt tilbúna tvo gálga, óróa- seggjum til viðvörunar. Það er betra að hafa nienningu i lifinu en lif I menningunni. Margir trúa ekki á hæfileika sina. En þvi miður ekki nóg. Allt verður auðveldara. Nú skoða augnlæknarnir mann, meðan maður biður. Fólk, sem gleymir sér i fortiðinni, verður gleymt í framtiðinni. 4 Karlmenn þurfa fjármagn að baki sér. Konu nægir rcnnilás. A islendingar eru skritnir. Þeir geta slegið gullhamra svo maður haldi að það sé lygi. Það er það lika. 4 Einu karlmennirnir, sem þurfa að nota kjóljakka, eru þeir, sem eru með rassinn úr buxunum. 4 Ef ég á að brosa fyrir morgunverð, verður mér illt i andlitinu. 4 Þegar lögtaksmaður hefur mikið að gera, tekur hann bil. A Loks þegar maður gctur leyft sér að taka tveggja tima matarhlé, fyrirskip- ar læknirinn matarkúr. ★ Hvcr er sinnar gæfu smiður — flestir eru klambrarar. 7

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.