Heimilistíminn - 23.10.1975, Blaðsíða 3

Heimilistíminn - 23.10.1975, Blaðsíða 3
Heill og sæll, lukkulegi Alvitur! Mig langar til að biðja þig að leysa úr dálitlu vandamáli fyrir mig, en það kemur ckki bara mér við, heldur okk- ur öllum. Þannig er, að 26. október i fyrra var islenzki fáninn dreginn að húni á vissum staö hér á landi, en þvi miður gleymdist að taka hann niður. Þess þurfti reyndar ekki, þvi fána- stöngin hafði brotnað og tákn þjóðar vorrar lá í vanhiröu á jörðinni. Klukk- an 23 að kvöldi uppgötvaðist þetta og þá var fáninn hirtur upp. Segðu mér nú, hvort þessi fáni er ennþá i fullu gildi, scm tákn þjóðar vorrar, eftir þessa meðferð? 1 reglunum um isl. fánann stendur að fáninn megi aldrei snerta jörðina. Ég skil reglurnar þannig, að það eigi að brenna hann, komi það fyrir. A að brcnna fánann eða ekki? Bið i ofvæni. Fávis fánaunnandi. svar: Þú ert liklega búinn að biða anzi lengur, þvi bréfið þitt er búið að vera rúma þrjá mánuði á leiðinni til mi'n, hvernig sem á þvi stendur. Fyrst regl- urnar um fánann eru svona skýrar, þá hlýtur að eiga að brenna hann, þvi ekki má sauma upp úr honum eitthvað annað, það er lika vanhelgun. Alvitur. Kæri Alvitur! Ég ætla að spyrja þig nokkurra spurninga urn leið og ég þakka gott blað. 1. Hvað merkja nöfnin Arnhildur og Sigriður? 2. Fylgja sýklar með tyggigúmmi og er óhollt að tyggja það? 3. Hvort er hollara að sofa með eða án kodda? 4. Hvað er að inniblómum, ef það klofna á þeim blöðin og hvað er hægt að gera við þvi? 5. Hvaða skólaföt verða I tizku I vetur fyrir 9-11 ára? 6. Er óhollt að ganga I klossum? 7. Hvað er hægt að gera til að losna við freknur? Fnjóska. svar: 1. Ég er enginn snillingur i mannanöfnum og hef ekki fundið nein- ar bókmenntir sem geta hjálpað mér. 2. Já, tyggigúmmi er gróörarstia fyrir sýkla, en það er vist ekki óhollt að tyggja það. Hitt er svo annað mál, hvað það er smekklegt. 3. Liklega án kodda, eða að minnsta kosti ekki með stóra kodda. 4. Þau gæti skort eitthvert mikilvægt efni, en verið getur lika, að loftið sé þurrt. Þá má setja ilát með vatni á ofnana i herberginu. 5. Þetta venjulega, að likindum, buxur og peysur. En þykkir prjónajakkar eru vinsælir núna og treflarnir halda sennilega velli i vetur. 6. Sérfræðingar telja, að það sé óhollt fyrir börn að ganga að staðaldri á tré- skóm, tærnar vilja kreppast af áreynslunni við að halda skónum á fætinum og bein geta skekkst. En varla ætti það að gera fullorðnum til að bregða sér i þá við og við. 7. Það er vist ekki hægt að losna við þær, en það má lýsa þær með sitrónu- og agúrkusafa. Alvitur. Hæ, elsku Alvitur minn. Ég þakka allt gamalt og gott. Mér er alveg ofsa vel við þetta blað. Hér koma nokkrar spurningar og ég vona, að þú svarir þeim, þvi siðasta bréf fór i ruslakörfuna. 1. Hvaöa litur á bezt viö vatnsberann? 2. Kærni ekki til greina að hafa meira rúm fyrir þennan ágæta póst þinn? 4. Hvað má ég vera þung ef ég er 163 cm á hæð? 5. Hvaö heldurðu að ég sé gömul, hvernig er skriftin og hvaö lestu úr henni? Guli pardusinn. svar: Litur vatnsberans á að sjálf- sögðu bezt við hann, en hann er dökk- blár. 2. Ég held, að þetta sé alveg nóg, að minnsta kosti eins og er. 3. Þú mátt vera um 55 kfló. 4. Þú ert liklega 15-16 ára. Skriftin er ágæt og persónuleg, og úr henni má lesa bjartsýni og lifsgleði. Alvitur. Meðal efnis í þessu blaði: Wernhervon Braun.......................Bls 4 Áður óþekki spendýr f innst............— 9 Dragtatízkan þráðbein..................— 10 i leiðinni.............................— 11 Pop-John Denver .......................— 12 Á sama tima á þriðjudögum, smásaga.....— 13 Spé-speki....,.........................— 15 Gef ið brúðunum líka ný vetrarföt......— 16 Börnin geta líka eldað.................— 18 Börnin teikna..........................— 20 Hvað veiztu?...........................— 21 Eruþæreins?............................ —21 Kóngurinn í Hamingjulandi ...............—22 Getum við skilið dýrin?................—24 Einkastjörnuspáin......................— 28 Hugsið vel um hárið....................— 31 Magnús í hættu (9).....................— 33 Aðeinseinn kostur (15) ..................—35 Pennavinir............................. —39 Ennfremur krossgáta, Alvitur svarar og skrýtl- ur. Forsíðumyndina tók Gunnar V. Andrésson á Neskaupstað í sumar, er þar var verið að skera hákarl.

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.