Heimilistíminn - 23.10.1975, Blaðsíða 4

Heimilistíminn - 23.10.1975, Blaðsíða 4
AAarmeskjcin ab baki nafninu — 7 Wernher vonBraun Stjórnmál og styrjaldir vöktu ekki áhuga hans. Geimferðir voru draumar hans. En þrátt fyrir það, varo hann einn aðalmaður Hitlers í baráttunni um heimsyfirráð. Líf Wernhers von Braun, allt frá eldflaugakassabílnum í Berlín til tunglflaugarinnar á Kennedyhöfða er eins og ævintýri oq því ævintýri er enn ekki lokið ÞAÐ var einn friðsælan sumardag árið 1924, að fólk, sem var á gangi á Dýra- garðsstræti i Berlin varð skelfingu lostið, þegar eldspúandi hlutur kom þjótandi eft- ir breiðri gangstéttinni og hafnaði á ljósa- staur með ógnar hávaða. Lögreglan handtók þegar upphafs- mann ólátanna, ljóshærðan tólf ára dreng og lagði hald á leifar hlutarins, sem reyndist vera eldflaugakmíinn kassabill. En varðstjórinn á lögreglustöðinni hikaði svolitið við að kalla til föður drengsins. Magnús von Braun barón var ekki aðeins auðugur prússneskur óðalsbóndi, heldur einnig einn af þekktustu stjórnmála- mönnum Weimar-lýðveldisins. Baróninn kom á stundinni og stjórnaði yfirheyrslum yfir syninum. Skýrzla lög- A franska skólanum I Berlin. Wernher von Braun er fremst fyrir miðju. 4 reglunnar stutt og laggóð: sex stórir flug- eldar höfðu verið bundnir aftan á kassa- bflinn og siðan hafði drengur kveikt i þeim á miðri götunni. Billinn hafði ekki Iátið að neinni stjórn og valdið fótgangendum stórhættu, auk þess að trufla friðinn. Skýring drengsins var álika stutt og lag- góð: hann hafði verið að gera visindalega tilraun með eldflaugadrifinn bil á sama hátt og bilakóngurinn Fritz von Opel. Hvað var athugavert við það? Dómur var kveðinn upp á staðnum. Wernher fékk stofufangelsi heima i höll- inni. Hann notaði timann til að lesa bækur úr miklu bókasafni föður sins m.a. „Ferð ina til tunglsins" eftir Jules Verne, þar sem tunglfari er skotið frá strönd Flórfda. Frá þvl andartaki setti Wernher hinn ungi sér það takmark að sigrast á óravlddum geimsins. Leikurinn verður alvara Þegar hann var laus úr stofufangelsinu, hóf hann að gera ótal tilraunir. Eitt sinn lenti eldflaugin i ávaxtakerru úti á götu og annað sinn flaug hUn gegn um brauðgerð og sprakk með miklum hávaða. Baröninn greiddi tjónið og sendi son sinn út á sum- arheimilið I Prússlandi. En Wernher hafði ekki áhuga á landbúnaði. Draumur hans var að verða verkfræðingur og smiða eld- flaugar, sem rutt gætu mönnum veginn út 1 geiminn. Eftir dvölina I sveitinni var hann i skól- um I mörg ár, ýmisl á franska skólanum I Berlln eða heimavistarskólum viða um Þýzkaland. Ahuginn á geimnum óx með degi hverjum og heitasta tísk hans var að fá inngöngu I félag geimáhugamanna, sem litill hópur eldflaugaáhugamanna hafði stofnað i Berlin. Þetta var á bernskuárum flugsins og menn hristu höf- uðin yfir þessum vitleysingjum. Þegar Wernher von Braun hafði lokið skyldunámi slnu, 17 ára gamall og var kominn aftur til Berlínar til að nema loft- ferðatækni við tækniháskdlann, gekk hann þegar I áðurnefnt félag og hóf að gera draum sinn um að sigra geiminn að veruleika. 1 september 1930 fékk félagið til umráða eigin eldflaugastöð, 120 hektara mýrlendi I Reinickendorf, Utborg Berlinar. Staður- inn var fyrrverandi birgðastöð þýzka hersins. Aðstæður voru hinar frumstæð- ustu, en ágætar þó. Svæöið var fáfarið og var vel girt. Svo forvitnir áhorfendur trufluðu ekki. Þar voru hrörlegar bygg- ingar, sem nota mátti sem verkstæði. Með þeim birgðum, sem herinn hafði skiliö eftir, var þegar hafist handa um að teikna og smiða fyrstu eldflaugina. Sá á- hugasamasti við það verkemi var Wernh- er von Braun, sem þá var 18 ára. Hann skipti tima sinum jafnt milli eldflauga- stöðvarinnar og skólans, en svaf iðulega i stöðinni. Þaö tók eitt ár, ótal vonbrigði, vasapen-

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.