Heimilistíminn - 23.10.1975, Blaðsíða 28

Heimilistíminn - 23.10.1975, Blaðsíða 28
Einkastjörnuspáin 12. október Stjörnurnar hafa gefið þér lifandi per- sónuleika,'og þú hefur heilmikla starfs- orku til að bera og lifandi áhuga á öllu, sem þú tekur þér fyrir hendur. Þú ert mikill aðdáandi leiklistar, og ef þú leitar sjálfur ekki eftir starfi i' þVi sambandi, reynirðu áreiðanlega oft i daglega lifinu að haga þér eins og þú stæðir é leiksviði og lékir aðalhlutverk. Þú hefur hæfileika til að gera jafnvel minnsta viöburð að áhrifamiklum atburði og virðast merki- legan. Þannig tekst þér að hafa áhrif á annað fólk og láta það leggja hugmyndum þinum lið. Þess vegna ertu kjörinn for- maður nefndar eða félaga. Þú ert bjartsýnn, leitar þess ævintýra- lega og vonar alltaf það bezta. Þú hefur mikið af þeim hæfileikum, sem nauðsyn- legir eru til að vera leiðtogi, og einnig gott vit á viðskiptum. Þú ættir að geta grætt talsvert fé á lifsleiðinni, en þér hættir til óhófs i lifnaðarháttum. Þú verðurað læra að spara. Hvað tilfinningalif þitt snertir, er það reikult, en þótt þú eigir mörg ástarævintýri, áðuren þú giftir þig, verð- urðu tryggur maki, þegar þú loks hefur ákveðið þig og fundið réttan maka. Konur fæddar þennan dag hugsa mikið um heimili sitt og njóta þess aö innrétta það þannig, að listrænir hæfileikar þeirra komi sem bezt fram. Þú ert talsvert trúaður og gætir Iiklega hugsað þér að helga þig kirkjunni. 28 13. október Þú ert rólegur og þolinmóður að eðlis- fari og hefur auk þess kfmnigáfu.,Þetta tvennt mun hjálpa þér til að öðlast leið- togastöðu, þar sem þú nærð takmörkum þfnum í lifinu. Þú getur orðið góður kenn- ari, prédikari eða fyrirlesari, og þú nytir þín ekki hvað sízt sem starfsmannastjóri í fyrirtæki. Þú hefur yndi af fólki og veizt hvernig þú átt að koma fram við það og fá þaö tíl að starfa með þér i hverju máli. Stjömurnar hafa gefið þér allgóða að- lögunarhæfileika, og þú getur án erfið- leika lagað þig að breyttum aðstæðum og nýju fólki. Þú ert með afbrigðum hand- laginn. Karlmenn fæddir þennan dag geta orðið fyrirtaks tæknimenn, úrsmiðir og framleiðendur hvers konar ffnlegra gripa. Konur sauma af snilld, og með þjálfun geta þær náð langt í tiskuiðnaðin- . um. Þú hefur frábært minni og átt aö nota það við starf þitt. Þú ert lika alltaf með á nótunum hvað varðar nýjar uppfinningar hvers konar, og einhver hugmynd þin kann að geta fært þér milljónir í aðra hönd. Vertu bara viss um, að það verðir þú, sem færð milljónirnar, en ekki ein- hver annar vegna vanrækslu þinnar. Þótt þú hafir góða dómgreind og farir venju- lega eftir þinum eigin hugmyndum, getur farið svo, að þú verðir fyrir of miklum áhrifum frá þeim, sem þér þykir vænt um. Láttu fólk ekki skjalla þig, þegar það ermálstað þinum ekki til framdráttar. Þú skalt velja þér maka, sem hefur sömu áhugamál og þú, ef þú vilt að sambandið endist. 14. október Þú ert hagsýnn að eðlisfari og hefur hæfileika til að sjá, hvernig hlutirnir ættu aö vera og láta þá verða þannig. Þú ert lttiö hrifinn af draumórum og illa meltum hugmyndum. Frumlegar áætlanir, sem eru ekki reyndar, eru ekkert fyrir þig. Þú vilt vita nákvæmlega að hverju þú geng- ur, hvaða leið þú átt að fara og hversu hratt. Þú ert einn þeirra, sem getur hafiö verkefni og lokið þvi á undan öðrum. Þú ert einn af framkvæmdamönnum þessa heims, og sem slikur geturðu litað tilver- una fyrir öðrum. Þótt tilfinningar þfnar séu hreinar og djúpar, ertu ekki beinlinis einn þeirra, sem sýna, hvað undir býr, og manneskjan, sem þú elskar, getur lifað i spennu langan tima án þess að vita með vissu, hvort þú kærir þig nokkuð um hana. Ef til vill fyndist þér lífið skemmtilegra, ef þú gætir þroskað á þér rómantfsku hlið- ina og veriö opnari i tilfinningalifinu. Karlmenn fæddir þennan dag munu komast vel áfram I opinberu lifi, og starf aö stjórnmálum mun freista þeirra. Temdu þér að tala stutt og laggott, svo að allir geti skilið nákvæmlega, hvað þú ert að fara. Að likindum muntu hefja ævistarf þitt snemma. Ef til vill erfirðu fjármuni á þrí- tugsaldri, og það mun gera þér kleift að komast áfram. Þú ert heillaður af fortiðinni og ert þeirrar skoðunar, að reynslan sé bezti skólinn.

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.