Heimilistíminn - 23.10.1975, Blaðsíða 14

Heimilistíminn - 23.10.1975, Blaðsíða 14
mynd um hvernig ástandið var uppi i honum. — Hefurðu mikla tannpinu? — Enga. Finn ekki fyrir neinu. Hann brosti breitt. — Ég er bara að fara i áriegt eftirlit. — Satt að segja! sagði ég fyrirlitlega. — Allt þetta vesen út af engu. Kannske er engin einasta skemmd. Karlmenn! — Ójá, við erum dálitið skritnir. Hann ljómaði allur. — Heyrðu. Ef engin skemmd finnst, verðurðu að koma með mér út og halda upp á það. Við getum borðað hádegismat saman. Andlit hans varð dapurlegt aftur. — Nei. Ef hann þarf að bora, ætlast ég ekki til að þú sitjir hér og biðir til einskis, meðan ég lið kvala- fullan dauðdaga i stólnum. — Hann litur bara á þetta i fyrsta sinn, og borar svo ekki fyrr en næst, sagði ég huggandi. — En hvað sem þvi litur, verð ég að fara aftur á skrifstofuna bráðlega. Mæðusvipurinn færðist yfir andlit hans aftur. — Vertu nú svo væn að biða eftir mér. Ég get þurft á huggun að halda. Jæja, það lá ekki svo óskaplega á að komast aftur á skrifstofuna. Forstjórinn er lipur með svoleiðis. — Ég skal biða, sagði ég við herra Redsel-Redzél. Stúlkan kom fram með siðasta sjúk- lingi, roskinni konu með skorpnaðar varir. Hún leit út fyrir að hafa orðið að þola sitt af hverju þarna inni, veslingurinn. — Hvað heitir þú að skirnarnafni? spurði ég rauðhærða veslinginn minn. — Sveinn. — Gangi þér vel, Sveinn. — Takk, sagði hann og gekk hikandi inn. Ég sat niðursokkin i dagdrauma, það er að segja, mig dreymdi um næsta skipti hjá tannlækninum. Eftir að hann hefði lokið við tönnina, mundi hann rétta úr sér og rannsaka andlitið á mér vandlega. Hann mundi lita i ljómandi, dökkgræn augu min, horfa á freknótt, uppbrett nefið og flauelsmjúkar kinnarnar. Hann kæmi auga á mig eins og ég raunverulega var, fegurð mina og þokka og skyndilega rynni upp fyrir honum, að við sæjumst ekki i heila sex mánuði. Ég sat i þungum og fremur dapurlegum þönkum, þegar Sveinn Redzél kom fram. Ég hafði nefni- lega gert mér ljóst, að ég var ekki beinlinis ofhlaðin fegurð og þokka. — Engin skemmd! sagði hann og ljómaði allur. — Heppinn ertu, sagði ég mæðulega. — Hvað er að þér? — Ekkert. Nú þegar ég hafði gert mér ljóst, hvað allt var grátt og leiðinlegt, missti ég ailan áhuga á að fara út með honum. Auk þess var hann ekki kviðinn veslingur lengur. Hann þarfnaðist min ekki. — Ég held, að ég fari beint á skrif- stofuna, sagði ég. Hann virtist særður. — En hvers vegna? — Þú þarft ekki á huggun að halda, er það? 14 — Við ætlum að haida upp á, að ég er með heilar tennur. Er það ekki notalegra en að hugga mig? Ég hristi höfuðið og langaði mest til að skellihlægja. — Þaö skyldi þó aldrei vera þú, sem þarft á huggun að halda, sagði Sveinn. — Komdu nú! Hann tók handlegg minn og við gengum áleiðis að litlu, hávaðasömu, itölsku mat- sölunni. Eftir að við höfðum boröað og drukkið sitthvort glasið af rauðvini, leið mér mun betur. Ég veit ekki hvort það var af vininu eöa þvi aö ég hafði sagt Sveini frá óendur- goldinni ást minni. Hann var óskköp elskuiegur. Striddi mér ekki. Hann sagði einfaldlega að hann skildi þetta og vonaði, að þetta færi allt á besta veg. Siðan spurði hann, hvort hann mætti ekki hitta mig aftur. Ég gaf honum simanúmerið mitt og hann sagðist ætla að hringja eftir tvo daga. Ég hlakkaði satt að segja til að hitta hann aftur. Þegar hann hringdi ekki varð ég fyrst hissa og svo vonsvikin—og loks reið. Hann hafði notfært sér mig, þegar hann þarfnaðist hjálpar og nú sveik hann mig. Það skipti i sjálfu sér engu máli. Það sem skipti máli , var að ég mundi hitta elskuna mina á þriðjudaginn. Þegar ég kom inn i biðstofuna, sat Sveinn Redzél og beið eftir mér. — Mikið er ég glaður að þú skyldir koma, sagði hann. Það var ég lika. Við tilhugsunina um að liggja aftur á bak i stólnum og láta sterkar hendur Strands tannlæknis hand- fjatla mig. — Gaman að sjá þig aftur, hélt Sveinn áfram. — Einmitt? sagði ég kuldalega. — Ég týndi simanúmerinu þinu. Þennan hafði ég heyrt áður.

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.