Heimilistíminn - 20.11.1975, Page 3

Heimilistíminn - 20.11.1975, Page 3
Elsku Alvitur minn. Ég hef heyrt að svitaspray geti verið hættulegt og jafnvel valdið krabbameini undir höndunum. En með hverju á maður þá að fjarlægja svitalykt? Sveitt. svaf: Þetta er áreiðanlega della og vitleysa. Þú skalt bara halda áfram að nota svitasprayið þitt. Annars er það misskilningur, að þetta fjarlægi svitalyktina, það er aðeins hægt að fyrirbyggja hana með þvi að nota sprayið eftir rækilegan þvott. Sé svita- lykt komin, dugar ekkert nema vatn og sápa, og siðan svitaspray. Annars eru lika til rúllur og svitameðul i öðru formi. Alvitur. Kæri Alvitur. Mig langar að spyrja þig nokkurra spurninga, sem ég vonast til að fá svar við. 1. Hvers vegna eru kýr sóignar i plast? 2. Er hægt aö taka bflpróf áður en inaður er 17 ára? 3. Hvar er hægt að læra vélritun? 4. Hvað kosta einfaldir trúlofunar- hringar nú til dags? 5. Hvernig eiga steingeitarstelpa og tviburastrákur saman? 6. En steingeitarstelpa og ljónsstrák- 7. Hvernig er skriftin og hvaö heldur þú að ég sé gömul? Svo þakka ég fyrir gott blað og sér- staklega góðar smásögur. b B B svar: 1. Eg hafði ekki hugmynd um að þær væru það, enda var ekki til plast i minni sveit i gamla daga. Það hlýtur að vera eitthvert bragð að þvi, sem er aðlaðandi fyrir kúabragðlauka. 2. Nei. 3. Til dæmis heima hjá sér, eftir kennslubókum fyrir sjálfsnám, en þá má ekki svikjast um að æfa sig, þó það sé drepleiðinlegt. Svo þarf auðvitað að eiga ritvél til þess. 4. Þeir allra ódýrustu munu kosta um 24 þúsund krónur, en það er svolitið breytilegt eftir stærðinni, þvi gullið er selt eftir vigt. 5. Þau geta átt vel saman, ef hún gætir þess að segja honum ekki fyrir verk- um, heldur lofar honum að ráða flestu. 6. Ljónsstrák hættir til að bera heldur litla virðingu fyrir finustu tilfinningum steingeitarstelpu. 7. Skriftin er ágætis skólaskrift, laus við persónuleika, en það lagast von- andi með timanum. Þú ert svona 13 til 14 ára. Alvitur. Konulu sæli, Alvitur! Mig langar til að biðja þig aö svara eftirfarandi spurningum: 1. Er til eitthvað við miklum hárum á handleggjunum? 2. Geta göt I eyrum gróið aftur ef mað- ur tekur eyrnalokkana úr þeim i nokkra daga, ef þau hafa gróið áður? 3. Hvað á ég að vera þung, ef ég er 146 cm há? 4. Er fiskur fitandi? 5. Finnst þér fallegt að vera með göt i eyrunum? 6. Ertu karl eða kona? Hvernig er stafsetningin og skriftin og hvað lestu úr henni? Hvað heldurðu að ég sé gömul? Ein spurul. svar: 1. Háreyðingarkrem er bezt, ef þú nennir ekki að plokka hárin. 2. Þau gera það vist á sumum, en öðr- um ekki. Ef þau hafa gróið saman áð- ur á þér, þá máttu búast við að þau geri það aftur. 3. Það fer eftir aldri og beinabyggingu, en ætli 40—45 kiló sé ekki nálægt þvi mátulega. 4. Nei, ekki eintómur, en kartöflur og annað dót, sem haft er með honum, er það hins vegar oftast. 5. Nei, en ef I þeim eru eyrnalokkar, sem fara manneskjunni vel, eða hárið hylur götin, hef ég ekki yfir neinu að kvarta. 6. Það skiptir ekki nokkru máli og alls ekki á þessu ári. Stafsetningin gæti verið talsvert betri og skriftin er við- vaningsleg, en það getur lagazt. Úr skriftinni les ég helzt, að þú sért dálitið uppátækjasöm og jafnvel biræfin á stundum. Þú ert svona 12—13 ára. Alvitur. Meðal efnis í þessu blaði: GuglielmoMarconi.......................Bls 4 Eldhúskrókurinn, Pylsur................— 8 Gamli frakinn er verndargripur Colúmbos................................ — 10 Pop— Roger Daltrey.......................— 12 Hún sá 40 þúsund manns deyja.............— 13 Einhver til aðtala við, smásaga..........— 15 Spé-speki ...............................— 17 Einkastjörnuspáin .......................— 18 Börnin teikna............................— 20 Borðrenningur og klukkustrengur..........— 22 Byltingintekuraldrei enda................— 24 Myndin, smásaga..........................— 25 Hvað veistu?.............................— 25 Fallegasti fugl íheimi, barnsaga.........— 26 Sjónarhornið, Ijóð...................... — 28 Föndurhornið, skíðasleði.................— 29 Gægst i heimspressuna....................— 30 Eru þær eins?.......................... .— 31 Vaktavinna veldur f jölskylduvandamálum.— 32 Magnús i hættu (13) .................... — 33 Aðeinseinn kostur (sögulok)..............— 35 í ævintýraleit (1).......................— 36 Pennavinir.............................. — 38 Ennfremur krossgáta, Alvitur svarar og skrýtl- ur. Forsiðumyndina tók Gunnar V. Andrésson í haustblíðunni á Seltjarnarnesi.

x

Heimilistíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.