Heimilistíminn - 20.11.1975, Síða 6
og menn voru önnum kafnir viö aö setja
þessi nýju undratæki i skip.
Marconi-stöövar þutu upp um allan heim
og Marconi, sem var 28 ára, var þegar
heimsfrægur og vellauðugur maður.
Frækileg björgunarafrek
Það var skipsradióið sem mestrar hylli
naut næstu árin. Þúsundum mannslifa
var bjargað fyrir tilvist þess. Fyrstu árin
notuðu loftskeytamenn bókstafina CQ
sem almennt kallmerki ef hætta var á
ferðum, var D bætt við. Neyðarkalið var
þá CQD og þýddi fólk það þegar „Come
Quick, Danger” (Komið fljótt, hætta). En
þessir 3 stafir voru langir og leiðinlegir
á morsi svo samþykkt var að skipta um
og nota i staðin SOS ( ...--...) sem
var þýtt „Save Our Souls” (Bjargið sálum
okkar).
Fyrsta stórkostl. björgunarafrekiö,
sem beinlinis mátti þakka loftskeytum
Marconis, var 29. janúar 1909, þegar far-
þegaskipin Republic og Forida rákust á
á Atlantshafi með 1650 manns innanborðs.
Areksturinn varð úti fyrir strönd Banda-
ríkjanna og loftskeytamanni Republica
tókst að ná sambandi við sterka strand-
gæslustöð, sem gerði öllum nærstöddum
skipum viðvart. 1 myrkri og svartaþoku
að auki, tókst með stöðugu loftskeyta-
Fyrri kona Marconis, Beatrice O’Brien,
sem hann skildi við árið 1924.
sambandi að bjarga öllum úr sökkvandi
skipunum.
Þann 10. april 1912 fór stærsta og full-
komnasta farþegaskip heims, Titanic i
jómfrúrferð sina. A leiðinni yfir Atlants-
hafið átti það að setja hraðamet og vinna
hið eftirsótta bláa band. Um borð voru
1316 farþegar og 892 manna áhöfn. Þann
14. april að næturlagi rakst Titanic á
borgarisjaka og sökk, skömmu eftir að
loftskeytamaðurinn hafði sent út SOS-kall
og gefið upp staðarákvörðun skipsins.
Þegar björgunarskipin komu, var
Titanic sokkið, en það tókst að bjarga 710
manns úr björgunarbátum og braki. An
loftskeytanna hefði flest þetta fólk látið
lifið og það sýndi Marconi þakklæti sitt
með því að gefa honum gullskjöld.
í fyrsta sinn, sem lögreglan notaði loft-
skeyti, var árið 1910, þegar Kendall skip-
stjóri á Montrose grunaði Robinson,
nokkurn, þegar hann sá hann láta meira
en venjulega vel að syni sinum. Robinson
þessi var sláandi likur stroknum
morðingja, doktor Crippen og sonurinn
gat sem best verið dulbúin vinkona Cripp-
ens, Ungfrú Le Neve.
Scotland Yard var gert viðvart með
loftskeyti, og siðan voru bresku blöðunum
daglega sendar fréttir frá skipinu um
doktor Crippen og athafnir hans um borð,
Árið 1927 kvæntist Marconi siðari konu sinni, Christinu, dóttur eina af embættismönnum Vatikansins. Hann var þá 53 ára, hún 27.
6