Heimilistíminn - 20.11.1975, Blaðsíða 9
kjarnana og skerið þau i bita. Mallið eplin
og laukinn á pönnu eða þeim potti, sem
rétturinn er borinn fram i, bætið karrýinu
i. Takið húðina af pylsunum og skerið i
smábita og setjið i pottinn. Bætið tómat-
maukinu vatni og rjóma i og bragðbætið
eftir þörfum með salti og sykri. Látið
malla i öminútur. Þegar rétturinn er bor-
inn fram, er stráð rikulega yfir hann
saxaðri setinselju. Hafið spaghetti, hris-
grjón eða makkarónur með.
Vinarvals
10-12 Vinarpylsur. 1 stórt blómkálshöfuð,
sósa úr: 3 msk smjör, 4 msk 1 hveiti, 1/2
1 mjólk, 1/2 tesk salti og 150 gr. rifinn ost-
ur.
Sjóðið blómkálið þar til það er rétt
meyrt, eða 10 til 15 minútur. Búið til hvita
sósu og bætið rifnum ostinum i hana
siðast. Látið pylsurnar hitna i soði af
súputeningi i 10 minútur eða svo, en gætið
þess að vatnið sjóði ekki. Leggið heitt
blómkálshöfuðið á stórt fat, hellið sósunni
yfir og raðið pylsunum i kring. Loks má
strá saxaðri steinselju yfir allt saman.
Með þessu er ágætt að hafa bara brauð og
smjör.
Reykt pylsa með spaghetti
800 gr reyktar pylsur eða Dalapylsa, 1
tesk. rosmarin, 2 msk sinnep, 1 msk
smjörliki, 150 gr spaghetti. Sósa úr 2 msk
smjörliki, 1-2 laukum, 3-4 msk tómat-
mauki, 2 msk hveiti, 3 dl. kjötsoði af
teningi og 1 dl rifnum osti.
Hitið pylsurnar i vatni og takið siðan af
þeim húðina. Skerið þær i bita á ská,
dálitið þykkt. Blandið saman rosmarini
og sinnepiog smyrjið þvi á endana á
sneiðunum. Steikið bitana siðan við
hægan hita og undir loki i 10 minútur,
snúið þeim viö og steikið aðrar 10
minútur. Sjóðið spaghetti eins og venju-
lega i miklu saltvatni og búið til sósuna,
þannig: Bræðið smjörlikið, i þykkbotna
potti, saxið laukinn og látið h§nn malla i
smjörlikinu þar til hann er meyr og glær
en ekki brúnn. Bætið þá tómatmaukinu i
og stráið hveitinu yfir. Hrærið vel og
bætið soðinu jafnframt smátt og smátt i.
Sjóðið sósuna i 5 minútur og bragðbætið
hana með salti. Rifni osturinn er settur i
siðast og látinn bráðna meðan hrært er i.
Bera má allan réttinn fram á sama fatinu
ogskreyta það með grænum salatblöðum.
Pylsukássa
4 púrrur, 3/4 kg kartöflur, 6-8 heil pipar-
korn, 1 Dalapylsa, 2 msk smjörliki, söxuð
steinselja.
Skerið púrrurnar og kartöflurnar i bita,
leggið það i lög i pott með salti og pipar-
kornum milli laga. Hellið það miklu vatni
með að það nái upp að miðju
innihaldsins. Sjóðið undir loki, þar til
kartöflurnar eru meyrar.
Hitið pylsuna i léttsöltuðu vatni eða þunnu
teningssoði i 10 minútur. Takið af henni
húðina og skerið hana i bita. Brúnið
bitana i smjörliki og látið kássuna malla i
5 minútur i viðbót. Berið réttinn fram i
pottinum og stráið rikulega af saxaðri
steinselju yfir. Berið brauð og smjör með.
Medisterpylsa Þuru
1/2 kg medisterpylsa, 1 egg, 50 gr
brauðmylsna, 10 gr. hveiti, salt, pipar,
smjörliki 1/4 1 rjómi, 2 púrrur.
Hitið pylsuna i léttsöltuðu vatni i 10
minútur, en hún má ekki sjóða. Takið af
henni húðina og skerið hana i stykki. Látið
stykkin kólna en veltið þeim siðan upp úr
þeyttu eggi og blöndu af brauðmylsnu og
hveiti, pipar og salti. Steikið siðan i
smjörliki, þar til þau eru fallega brún.
Setjið þau siðan á fat og haldið þeim heit-
um i ofninum. Bætið smjörliki á pönnuna
og setjið þar rjómann og púrrurnar
skornar i hringi. Látið þetta malla undir
loki, þar til púrrurnar eru meyrar og
hrærið stöku sinnum i. Hellið sósunni yfir
pylsuna. Berið fram með kartöflustöppu
og stráið saxaðri steinselju yfir hana.
9