Heimilistíminn - 20.11.1975, Síða 10
Gamli frakkinn
er verndargripur
Columbos
I gærkvöldi sáum við Columbo í fyrsta
sinn í sjónvarpinu.
Hér er svolítill fróðleikur um hann
og ínæstu viku kynnist
kynnumst við McCloud hér í blaðinu
Peter Falk lét loks telja sig á aÖ leika
Columbo, eftir að hafa neitað, eins og
Bing Crosby og fleiri þekktir leikarar.
Sjálfur var Peter óþekktur, en sem
Columbo er hann orðinn heimsfrægur og
fær hundruð bréfa á viku. Auk þess er
hann orðinn vellauðugur af þessu.
Peter Falk fæddist fyrir 46 árum i
Ossining i New Yorkriki, þar sem foreldr-
ar hans eiga enn vöruhús. Þegar hann var
þriggja ára, missti hann annað augað
vegna sjúkdóms og hefur siðan notað
gerviauga, en það kom ekki i veg fyrir að
hann iðkaði iþróttir og væri i flotanum —
sem kokkur. Siðan hlaut hann verzlunar-
menntun og vildi verða njósnari og sótti
um hjá öryggislögreglunni, en þar var
hlegið að honum, af þvi hann hafði eitt
sinn starfað hjá fyrirtæki, þar sem
„bleikur” litur var á hlutunum og svo
hafði hann farið i sumarleyfi til Júgó-
slaviu.
1 staðinn fór hann i leiklistarskóla.
Næstu árin lék hann smáhlutverk á sviði, i
sjónvarpi og kvikmyndum, en. svo kom
Columbo til sögunnar.
Peter Falk eyðir löngum tima i að um-
semja handrit höfundarins, þvi hann vill
hafa allt fullkomið. Hann munar ekkert
um að taka sama atriðið upp 200 sinnum,
áður en hann er ánægður með það. Konan
hans segir að hann hugsi sig svo lengi um,
10