Heimilistíminn - 20.11.1975, Page 11

Heimilistíminn - 20.11.1975, Page 11
StlllSfSfl að þaö geti gert hverja meðalmanneskju geggjaöa. — Ég ana ekki að neinu, segir Peter. — 6g leggst á fjóra fætur og skrið áfram. bað tók mig niu ár að kvænast og tiu að verða leikari. 1 myndunum er hann á ferðinni i glans- sölum milljón'amæringa og við sundlaug- ar hjá þokkadisum, i glæstum höllum og söfnum, þar sem hann stingur gjörsam- lega i stúf við umhverfið, litill, samanrek- inn, úfinn og i óhreinum, kuðluðum regn- frakka. Þessi merkisfrakki er hans persónu- lega eign og eigin hugmynd. Hann keypti hann eitt sinn i Evrópu og tróð honum siðan niður i tösku og fann hann þar, þeg- ar hann vantaði eitthvað utan yfir ópress- uðu, brúnu fötin i stúdióinu. En þegar hann fór i hann, sáu allir viðstaddir, að einmitt svona átti Columbo að lita út og siðan hefur hann ekki skilið frakkann við sig. Kona Peters heitir Alyce og þau eiga tvær dætur, sjö og þriggja ára. Aðaltóm- stundaiðjan er að horfa á iþróttir og fylla út getraunaseðla, auk þess sem hann teiknar og málar svolitið. bau hjón um- gangast litið fræga og fina fólkið i Holly- wood, en eiga fáa, góða vini. Peter Falk segir, að einn góðan veður- dag vilji fólk eitthvað annað en leynilög- reglumyndir til að horfa á og þá taki þetta enda. En hann þarf engu að kviða, þvi hann gæti lifað iðjulaus árum saman af peningum þeim, sem Columbo hefur dregið i búið. 11

x

Heimilistíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.