Heimilistíminn - 20.11.1975, Qupperneq 26
Fallegasti
fugl íheimi
Hefurðu heyrt um fallegasta
fugl i heimi? Kannski ekki en
þá bætum við úr þvi.
Fallegasti fugl i heimi átti
heima i trjátoppi, langt Iangt i
burtu frá okkur. Hann hafði
fallega vængi og stórt stél,
sem var eins og blævængur i
laginu og regnbogi á litinn.
Annars var fuglinn þakinn
logagylltum fjöðrum. Það
væri gaman fyrir ykkur að
teikna þennan fugl, en þá
þurfið þið lika að nota alla
litina ykkar.
Jæja, en fallegasti fugl i
heimi flaug um allan daginn
ogsafnaði fæðu. Hann borðaði
ávexti og drakk lindarvatn og
flaug síðan aftur upp i trjá-
toppinn. Þar sat hann hátt
uppi og horfði út yfir heiminn.
Svo var það að keisari einn
frétti um þennan fugl og vildi
endilega eignast hann. Hann
ætlaði að setja hann í búr og
horfa á hann á hverjum degi.
— Ég er keisari i voldugu riki
og þá á ég að eiga þennan fugl,
sagði hann. Siðan lét hann
tilkynna, að sá, sem gæti náð
fuglinum fyrir sig, skyldi fá
fullan sekk af gullpeningum.
Allt fólkið i rikinu talaði um
fuglinn og gullið. Auðvitað
26
langaði alla að reyna að ná
fuglinum.
í útjaðri stóra skógarins
áttu heima tveir bræður. Þeir
hétu Nila og Nola og ræktuðu
landið og áttu tvær kýr og eitt
naut. Dag einn, þegar Nila
kom úr borginni, sagði hann
Nola frá boðskap keisarans
um fuglinn.
— Sekk af gullpeningum!
sagði hann. — Það var þó eitt-
hvað! Þetta hlýtur að vera
fallegasti fugl i heimi.
Þeir bræður töluðu lengi um
fuglinn og gullið og kom loks
saman um að reyna að ná
fuglinum.
— Hann á heima úti i Stóra-
skógi, i hæsta trjátoppnum,
þvi það hafi Nila heyrt I
borginni.
í riki keisarans átti enginn
önnur vopn en boga og spjót.
Margir höfðu farið inn i Stora-
skóg og að hæsta trénu, en i
hvert sinn, sem einhver lædd-
ist til að beina ör að fallegasta
fugli i heimi, flaug hann burt.
Hann flaug langt burt og skildi
alla eftir vonsvikna. En þó
reyndi einhver á hverjum
degi. En alltaf flaug fuglinn
burt. Hvert? Nei, það vissi
enginn.
Nila og Nola kom saman um,
að Nila, sem var eldri, skyldi
halda af stað, en Nola vera
heima og gæta búsins. Nila
setti brauð og vatnskrukku i
nestispokann sinn, tók
bogann og örvarnar og lagði
af stað. Nola ofundaði hann
svolitið. Hann gaf dýrunum,
spennti nautið fyrir plóginn og
fór að plægja. Hann var að
hugsa um að það væri gaman
bara að fá að sjá þennan
fallegasta fugl i heimi. Ég
mundi ekki skjóta hann og
ekki gefa keisaranum hann,
bara klappa honum og tala við
hann.
Nola gekk á eftir plógnum
og hugsaði um fuglinn, en þá
heyrði hann einhvern þyt yfir
höfði sér og það dimmti i lofti.
En birtan kom aftur og stór
fallegur fugl settist á akurinn
beint fyrir framan hann. Nola
neri augun. Hvers konar fugl
var nú þetta?
— Þú hlýtur að vera fallegasti
fugl i heimi, sagði hann. —
Ertu svo kominn til min af öll-
um mönnum? Þá sá hann, að
það var eitthvað að fuglinum i
öðrum fætinum. Hann gekk
varlega og athugaði fótinn.
Litirnir i fuglinum voru svo
sterkir, að hann fékk næstum
ofbirtu i augun.
— Á ég að hjálpa þér með
fótinn? spurði hann og
fallegasti fugi í heimi horfði á
hann eins og hann skildi og
kinkaði kolli. Nola spennti
nautið frá plógnum og fór inn
i húsið. Þar fann hann tuskur,
sem hægt var að nota sem
bindi. Hann fann lika tvo mjóa
pinna fyrir spelkur. Siðan
vafði hann fót fuglsins sem sat