Heimilistíminn - 20.11.1975, Síða 27

Heimilistíminn - 20.11.1975, Síða 27
grafkyrr allan tímann og horfði á Nola með þakklæti i augunum, þegar hann var búinn. — Nú geturðu flogið aftur, sagði Nola. Fallegasti fugl i heimi lét ekki segja sér það tvisvar heldur hvarf upp i heiðan himininn, eftir að hafa flogið þrja hringi fyrir ofan Nola, eins og i þakklætisskyni. —- Það trúir vist enginn, að fallegasti fugl i heimi hafi heimsótt mig, sagði Nola við sjálfan sig. — En það skiptir ekki öllu máli. Þá sá hann fjöður, stóra fallega fjöður i öllum regnbog- ans litum, sem lá á akrinum. ~~ Ég ætla að sýna Nila hana, Þegar hann kemur heim, sagði Nola. — Ég vona bara að hvorki honum eða öðrum takist að ná fuglinum. Ég vil að hann verði alltaf frjáls. Svo fór hann og sótti nautið aftur, en stakk fjöðrinni inn á sig. Þegar kvöldaði kom Nila aftur. Hann hafði ekki séð svo mikið sem eina fjöður af fallegasta fugli i heimi og var bæði þeyttur og svangur. Án þess að segja orð, tók Nola fram fjöðrina og sýndi Nila hana, en hann starði bara bergnuminn á hana. Þá sagði Nola, að fulginn hefði heimsótt sig og verið ,með veikan fót. — Ileimskinginn þinn, að taka hann ekki og færa keisaran- um, sagði Nila. — Þá værum við rikir. — Ég vil að fallegasti fugl i heimi verði frjáls, sagði Nola, — frjáls eins og þú og ég. — En hann er þó bara fugl, hrópaði Nilla. — Það er ekkert rangt við það að hafa fugla i búri. Við áttum bara að særa hann svolitið með ör og færa siðan keisaranum hann. — Já, það er kannski hægt að hafa fugla i búri, sagði Nola, — en ekki fallegasta fugl i heimi. Þeir fóru inn að borða, en Nola og Nila héldu áfram að tala um fallegasta fugl i heimil. Nila þreyttist aldrei á að heyra, hvað hann var fallegur. Þeir daðdáðust að fjöðrinni, sem var enn fallegri i bjarmanum frá eldinum. Þegar þeir loksins sofnuðu, dreymdi þá báða fuglinn fagra. Um morguninn fóru þeir að tala um hann aftur, áður en Nola gekk út á pallinn. Ilann leit út yfir akurinn og upp til sólarinnar, en þegar hann leit aftur niður, sá hann úttroðinn sekk, sem lá þar. — Er þetta sekkurinn þinn, sem liggur hérna úti? kallaði 27

x

Heimilistíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.