Heimilistíminn - 20.11.1975, Qupperneq 30
Gægst
í heims
pressuna
Ómanneskjulegt
I Bretlandi deyja daglega tvö börn
vegna misþyrminga foreldranna. Þetta
kemur fram i ársskýrslu samtaka sem
berjast gegn grimmd foreldra viö börn
sin. Sambandið hefur haft afskipti af 65
þúsund tilfellum og harmar hina miklu
aukningu á þeim tilfellum, þegar börn eru
skilin eftir ein og skaða sig eða for-
eldrarnir berja til óbóta. Sum barnanna
eru brennd með sigarettum eða barin með
rafmagnssnúrum og i mörgum tilfellum
eru þau hálfdauð úr hungri.
(Economist, England).
Skuldadagar
Francesca Chessa, kona á Sardiniu sem
slapp við fangelsisvist árum saman með
þvi að eignast stöðugt börn, fæddi nýlega
það átjánda. Hún var á sinum tima dæmd
fyrir svik og falsanir, en samkvæmt
itölskum lögum má ekki setja konu i fang-
elsi ef hún er ófrisk eða hefur barn á
brjósti. En nú er komið að skuldadögum,
þvi eiginmaðurinn er orðinn þreyttur á
þessu og neitar að eignast fleiri börn.
(Saunday Times, England).
Aftur til dagblaðsins
Burt frá sjónvarpinu, aftur að dagblað-
inu — það er nýja stefnan i Bandarfkjun-
um. Skoðanakönnun hefur leitt i jós, að
54% lesa dagblað reglulega til að fylgjast
með og það er 5% meira en fyrir einu ári.
Sjónvarpiðer að mestu talið dægrastytt-
ing, 42% horfa á það sem slikt.'en aðeins
8% nota það til að fylgjast með gangi
heimsmálanna. Fyrir ári voru hliðstæðar
tölur 34% og 9%.
(New York Times, USA).
Úr öskunni i eldinn
Sá sem heldur, að hann minnki hættuna
af reykingum með þvi að vera alltaf að
kveikja ogslökkva i sömu slgarettunni, er
á villigötum. Hannsókn, sem gerð hefur
verið á 5500 manns við Thomas-sjúkra-
húsið i brezka bænum Stockport, sýndi, að
þessi aðferð eykur hættuna á stöðugri
berkjubólgu um 15%. Tóbakið nýtist mun
betur við þessa skömmtun og enn meiri
30
tjara og nikótin safnast i stubbinn. (Der
Kurier, Austurriki).
Afram upp !
Evrópumaðurinn árið 2000 getur ósköp
vel orðið tveir metrar á hæð, svona
meðalmaður, að þvi er rannsóknir i
A-Þýzkalandi segja okkur. Samanburður
á likamlegum eiginleikum 14 ára drengja
frá árinu 1955 og sömu eiginleikum
drengja fæddra 30 árum fyrr, leiðir i ljós,
að 1955-drengirnireru 10 cm hærri en hin-
ir og tiu kílóum þyngri hver. Ef svona
heldur áfram, verða risar ekkert sérstakt
fyrirbæri árið 2000. Astæðan! Við borðum
of mikið og umframmagnið fer til að
byggja upp likamann. (Der Morgen,'
A-Þýzkalandi).
Heimur tækninnar
Parisarbúar fá sektir, ef þeir fóðra dúf-
ur borgarinnar næsta hálfan mánuð.
Þessa daga munu yfirvöldin sjá um að
fóðra þær á ornitol, efni sem gerir að
verkum, að dúfurnar verpa ófrjóum eggj-
um i hálft ár. Nú óhreinka um 70 þúsund
dúfur borgina og takmarkið er að fækka
þeim niöur i 20 þúsund. Tilraun til að
handsama þær og senda út i sveit, var
gerð fyrir nokkrum árum, en mistókst
gjörsamlega. Nú eru vonirnar bundnar
við ornitol, sem komið hefur að góöu
gagni i Bandarikjunum. (Paris Soir,
Frakklandi).
Framsýni
Fyrsti kanslari Sambandslýöveldisins
Þýzkalands Konrad Adenauer var lika
snjall uppfinningamaður. 1 rykugum
skúffum með eigum hans hafa fundizt
teikningar, sem minna á hinar frægu
skissur da Vincis, svo og ýmiss konar
tilraunabúnaður. Þegar árið ’904 var
þessi frægi stjórnmálamaður að reyna að
leysa vandann með að hreinsa útblástur
frá bifreiðum og meira en þrjátiu árum
siðar sotti hann um einkaleyfi á uppfinn
ingu til þess. Adenauer leitaði lika að að-
ferðum til að auka geymsluþol pylsna og
einnig til að framleiða pylsur úr soja-
baunum. Hann lét einnig smiða likan af
kaffikönnu með rafhituðum botni. (Sud-
deutsche Zeitung, V-Þýzkalandi).
Eitthvað að hlakka til
Stórkostlegt eldgos, ef til vill fyrir
næstu aldamót, vekur hjá visindamönn-
um áhyggjur vegna ibúanna i Washington
— og Oregonfyljum i Bandarikjunum.
ógnunin er 3000 metra hátt eldfjall,
Mount St. Heléns, sem er 80 km norðan
við Portland, en það er talið virkasta eld-
fjall i Ameriku utan Alaska og Hawaii-
Hvildartimabil fjalls þessa eru sjaldan
lengri en 100 til 150 ár og siðasta gos var
1857. Hraunrannsóknir vitna um tvö stór-
gos, árin 1500 f. Kr. og fyrir 4000 árum,
þegar meiri aska lagðist yfir N-Ameriku
en Vesúvius gaus, þegar Pompei hvarf.
(Der Spiegel, V-Þýzkalandi).
Öfugþróun i Bretiandi
Á fyrstu tveimur mánuðum þessa árs,
hefur það komiö i ljós, að i fyrsta sinn
siðan manntal hófst i Bretlandi og ef til
vill allar götur siðan Svarti dauði herjaði,
eru fleiri skráðir látnir en fæddir. Fjölgun
hefur ekki orðið að neinu marki siðustu
árin og nú fæðast ekki fleiri börn en svo,
að rétt dugir til að halda Ibúatölunni i
horfinu. Miklaröldur barnsfæðinga gengú
yfir landið eftir heimsstyrjaidirnar, svo
og á velmegunarárunum um 1960, en ann-
ars hefur fjölgunin verið litil i heila öld.
Sérfræðingar eru ekki á eitt sáttir um,
hvernig þróunin muni verða i þessum
málum og yfirvöld vita ekki sitt rjúkandi
ráð, hvað verðar áætlanagerð um skóla,
sjúkrahús, ibúðabyggingar og matvæla-
framleiðslu. (Sunday Times, Englandi)-
Mislitt yfirlit
Siðustu töur I yfirliti um innflutning
Breta, hafa komið sem áfall yfir brezka
dýravini. Þær sýna sem sé að eftir undir-
ritun alþjóöasamnings um verndun villtra
dýra, hafa Bretar flutt inn helmingi fleiri
hlébarðaskinn en áður. Árið 1973 fluttu
þeir inn 900 skinn, en i fyrra 2121. Á lista
dýraverndunarráðsins er hlébarðinn eitt
þeirra dýra sem er i mikilli útrýmingar-
hættu, en það virðist ekki geta breytt
þeirri skoðun Breta, að skinn hans fari
þeim betur en dýrinu sjálfu. (Daily Mirr-
or, Englandi).