Heimilistíminn - 20.11.1975, Side 31

Heimilistíminn - 20.11.1975, Side 31
Eyja dauðans I mynni Long Islands-sundsins utan við New York, er stærsta fjöldagröf heims. Undir eftirliti og fyrir 25 centa laun á timann, starfa þar langtimafangar viö að grafa þá dauðu, sem eru sex til tiu þúsund fátækir, dæmdir og nafnlausir borgarar á ári. A siðustu öld hafa meira en 650 þús. manns úr skuggahverfum tilverunn ar veriö fluttir til þessarar litlu eyju og grafnir án prests, blóma og syrgjenda. Þarna er ekki að vænta eilífs friðar, þvi að 25. hvert ár er eyjan plægð upp og jarð- vegurinn undirbúinn til móttöku á ný. Margir þeirra sem starfa við likgröftinn, koma aldrei aftur frá eyjunni. (Suddeutsche Zeitung, V-Þýzkálandi). Hættulegt starf? Yfirleitt er starf tannlæknisins ekki tal- ið svo ýkja hættulegt, en ef trúa skal dr. Omar Reed I Phoenix, Arizona, þá deyja tannlæknar ungir, og i röðum þeirra eru sjálfsmorð og skilnaðir tiöari en i nokkrum öðrum starfshópi. Þetta kvað allt vera að kenna umgengni við skelfingu lostna sjúklinga. Meðalaldur bandariskra tannlækna er aðeins 52 ár. Hvað skal gera? Ja, segir dr. Reed. Það væri reyn- andi að koma á betra sambandi við sjúklinginn, bjóða honum til dæmis kaffi eða heim eina kvöldstund, — og taka ekki kaup fyrir það. (New York Herald Tribune, USA). Vilji örlaganna? Hefðu forlögin viljað haga þvi þannig, gæti Mussolini hafa hafnað i bókmennta- sögunni. Að minnsta kosti reyndi hann að lifa af skrifum sinum áriö 1910. Fundizt hefur framhaldssaga, sem hann skrifaði fyrir blaöið L ’Avenire del Lavoratore, þegar hann var 27 ára, en var aldrei Prentuö. Sagan f jallar um ástarharmleik- 'nn kunna i Mayerling veiðihöllinni við Vfnarborg, þar sem Rúdolf krónprins og Maria Vetsera barónessa létu lifið á dularfullan hátt áriö 1889. Still sögunnar er hinn safarikasti. Til dæmis lætur Mussolini Mariu segja við Rudolf sinn, að hún skuli færa honum slikan unað, að sál hans og likami geti aldrei gleymt. (II Oiomo, Italiu). Eona, sem kvað að Perle nokkur Mesta, konan, sem var kveikjan að söngleiknum „Call me Madame” lézt fyrir nokkru i Oklahoma, 85 ára gömul. Hún er sennilega almennt kunnust sem sendiherra Bandarikjanna i Luxembourg árin 1948 til 1953. Perle ^•esta erfði stórauð eftir mann sinn, sem *ézt 1925, en hún vildi ekki giftast aftur. h’ass i stað lagði hún áherzlu á aö koma ýuisum öðrum i hjónaband m.a. kunnu fúlki eins og John F. Kenhedy á sínum Unia, svo og forsetadótturinni Margaret Truman. (Washington Post, USA). Eru þær eins ? — Hérna er mappan um Jónson og félaga. Ég hef sett hana undir F i spjaldskránni. Myndirnar virðast í fljótu bragði eins, en þó hefur teiknarinn breytt sjö atriðum á þeirri neðri. Beitið nú athyglisgáfunni, en iausnina er að finna á bls 39. — Þú veröur að skilja Viggó, að ég get ekki lofað þér að fara heim Irúmið. Þá gæti ég ekki neitað hinum, begar þcir koma og segjast vera veikir. 31

x

Heimilistíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.