Heimilistíminn - 20.11.1975, Side 35

Heimilistíminn - 20.11.1975, Side 35
vegna skyidi hún gera þaö? Það er nóg til að mönn- um, sem eru f úsir að koma í hans stað. Ég held, að mér skjátlist ekki þegar ég segi, að hún verður gift eftir nokkra mánuði. Blanche gat varla trúað þessu, en samt sem áður....var þaðekki líklegt? Það væri afskaplega likt Dorothy. Dorothy átti svo auðvelt með að gleyma og eina manneskjan, sem hún tók tillit til, var hún sjálf. Hún var ein af þeim fáu, sem skorti gjörsamlega samvizku. Hún myndi gifta sig aftur og þangaðtil nýi maðurinn uppgötvaði, hvernig hún væri, myndi hann teija sig heppnasta mann í heimi. Ef til vill hafði Dorothy lært eitthvað af reynslu sinni í Kína og temdi sér aðdylja sinn sinnri mann betur. En ég vona, að hún vilji láta mig hafa börnin, hugsaði Blanche. Ég get útvegað mér vinnu og skapað þeim heimili. Ef ég hef komizt gegnum þetta, án þess aðþað setji á mig varanleg spor,getur varla verið að ég só lengur eins veikbyggð og ég var, þá get ég unnið og haft fé til að veita þeim góða menntun....Líf ið hef ur ekki annað að bjóða mér en að vera móðir tveggja barna, þegar móðir þeirra vill þau ekki. — Mig langar að vita, hvernig málunum er eigin- leg háttað, sagði Blanche róleg. — Þú mátt ekki halda að ég lái þér, Nicholas. Ég er þér af skaplega þakklát fyrir allt, sem þú hefur gert fyrir mig. Þú hættir líf inu til að hjálpa mér út úr Kína. Ég veit, að þú hefðir ekki þurft að vera eftir, þú hefðir getað komið með, þegar Ferskjublóm fór. Trúðu því, að ég er þér afar þakklát. — Talaðu ekki eins og hver annar kjáni, sagði Nicholas Throckmorton. — Gætirðu raunverulega trúað því, að ég hefði f arið að skilið þig eftir í hönd- um eftirmanns Mwa Chou.......? — Nei, en.... ég hef aðeins þvælzt fyrir þér allan tímann. Það hlýt ég að hafa gert. Þú varðst meira að segja að þykjast kvænast mér til.... Nicholas Throckmorton leit á ungu konuna i sól- stólnum og reyndi að brosa i laumi. Veslingurinn, þar var ekki að undra þótt hún væri svolítið ringluð eftir allt, sem gerzt hafði. Hana dauðlangaði til að spyrja hann um eitthvað, en þorði það ekki. — Þú ert ekki opinberlega konan mín samkvæmt brezkum lögum, sagði hann hægt. — En rússneska vígslan er í fullu gildi. En ég sting upp á þvi að við kippum þvi i lag eins fljótt og hægt er. Ég ætla að taka þig með til Englands, og ég kæri mig ekki um að neinn segi, að ég sé að ferðast með ástmey rninni. — Þú átt þó ekki við, að þú viljir kvænast mér í alvöru? Blanche brá hönd fyrir augu, svo hann sæi ekki framan íhana, —Æ. ekki.....ekki haida, að þú verðir að gera það...eftir allt sem gerðist í Kína. Ég veit, að...að þessi athöfn var bara til að bjarga mér. Ég er þakklát, þú veizt ekki hversu þakklát...en þú mátt ekki halda, að þú haf ir nein- ar skyldur.... — Hvers vegna ætti það að vera einhver fórn frá minni hálfu, að kvænast þér? spurði hann. — En það hlýtur að vera það. Maður eins og þú! Þú hefur allt... hreint allt, en ég..ég get ekki komið neinum að gagni, sagði hún ráðvillt,— Nema kannski börnunum. Ég held að þau muni þarfnast min, ef Dorothy giftir sig aftur. — En hvað ætlar þú að gera? spurði Nicholas. — Ég......fara heim til Englands og fá mér eitt- hvað að gera.... og skapa heimili. Kannski nýi maðurinn hennar Dorothy vilji borga eitthvað svolítið með börnunum þangað til ég get séð alveg fyrir þeim.... — Ég geri ráð fyrir að hjónaband sé ekki inni- falið í þessum áætlunum? — Nei. Ég... Mig langar ekki til að giftast, sagði hún hálfkæfðri röddu. — Og það er vitleysa, sagði hann. Hann iaut niður, greip um báðar hendur hennar og tók þær f rá augum hennar.— Blanche, hlustaðu á mig. Þú átt að giftast mér, skilurðu það.... — Nei, ég.... get það ekki. — Af (dví þú elskar mig ekki? — Ekki spyrja mig að því. Gerðu það, spurðu mig ekki. — En ég verð að gera það, því það er ákaflega mikilvægt fyrir mig að vita það. Skilurðu ekki, að ég get ekki neytt þig til að giftast mér, ef þú elskar mig ekki, en ég held, að þú gerir það.er það ekki rétt? Hún svaraði ekki, en leit upp til hans, tárvotum augum. — Jú, þú elskar mig, sagði hann með ánægju i rómnum. — Og ég elska þig. Ég vil, að þú verðir konan mín, Blanche. Ég get ekki hugsað mér lífið án þín....Er þaðstarf mitt, sem gerir þig hikandi? Ég skal taka mér f ri, langt f ri og ég lofa þér að taka ekki að mér verkefni á borð við þetta framar, án þíns leyfis. Hann laut niður að henni og tók hana i faðm sér. Munnur hans lokaðist yfir hennar í löng- um kossi. Þegar hann sleppti henni, skalf hún eins og hrísla. 35

x

Heimilistíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.