Heimilistíminn - 12.08.1976, Side 36

Heimilistíminn - 12.08.1976, Side 36
horfði svo dreymandi augum út í trjágarðinn sem haustið var farið að slá fölva sínum á. /,Þið eruð góð og yndisleg börn, og ég veit að þið neitið ekki síðustu bón minni í þessu lífi?' ,, Hvað er það, elsku mamma?" spurðu þau einum rómi. ,,Mig langar að sja ennþá einu sinni dansað." Hún hálf hvíslaði þessum orðum, því hún hafði fengið vonda þyngslahviðu. Franz fór samstundis til forstjóra Borgarleik- hússins. „ Viljið þér uppfylla síðustu ósk móður minnar og senda nú þegar 10 dansmeyjar heim til okkar. Mömmu langar til að sjá einu sinni ennþá dansað." ,,Ég skal senda þær samstundis, herra höfuðs- maður," svaraði leikhússtjórinn. Dansmeyjarnar voru komnar. Fanný heilsaði þeim alúðlega með handarbandi og talaði hlýlega til þeirra allra. Dansmeyjarnar bjuggu sig í hliðarherbergi. „Dragið fyrir gulggana og kveikið. Þá nýtur dansinn sér betur," hvislaði hún. Systkinin drógu fyrir gluggana og tendruðu Ijósin. Það var rýymt til á miðju gólf inu. Þar átti dans- inn að fara fram. Fanný horfði leiftandi augum á hina mjúklegu, þokkafullu líkami ungmeyjanna, og djúpt og sárt andvarp leið frá brjósti hennar. „Ég þakka ykkur hjartanlega, börnin mín, fyrir það, að þið uppfylltuð þessa síðustu bón mína," sagði hún meðtárin í augunum, þegar dansinn var á enda. Og við dansmeyjarnar sagði hún: „ Ég þakka ykkur líka hjartanlega fyrir! Guð gef i að hamingjan fylgi ykkur á listabrautinni!" Svo kyssti hún þær allar að skilnaði. Dansmeyjarnar komust mjög við og yfirgáfu herbergið með tárin í augunum. Daginn eftir, 27. október 1884 var Fanný Elssler, frægasta og glæsilegasta dansmey Austurríkis, horfin ú r þessum heimi. Hún fór til betra heims, þar sem englarnir dansa, þar sem feður Vínarvalsanna og Vínartónlistar- innar, Strauss, Schubert, Lanner og van Beethoven búa. 36 — Já, en elskan, þegar ég lofa aö fara I ekki i isskápinn i nótt! — Guö hjálpi yöur, herra!

x

Heimilistíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.