Heimilistíminn - 20.10.1977, Blaðsíða 3
Kæri Alvitur!
Þetta er i fyrsta sinn, sem við
skrifum þér, og vonum við að bréfið
iendi ekki i þinni „víðfrægu rusia-
körfu.”
1. Hvernig eiga tveir einstaklingar
lir voginni saman?
2. Hvernig eiga vatnsberinn og hrút-
urinn saman? Hvaða merki eiga bezt
við þessi merki?
3. Þarf stúdentspróf til að verða
flugfreyja?
4. Hvað tekur snyrtinám mörg ár?
5. Heldur þú, að strákur sé hrifinn af
stelpu, ef hann biður hana að sofa hjá
sér, og hættir ekki fyrr en hún hefur
sofið hjá honum?
6. Þarf sérstaka þyngd og hæð til að
verða flugfreyja?
Tvær spurular vinkonur
1-2. Ekki er rétt fyrir tvo einstak-
linga úr vogarmerkinu, að hugsa til
hjúskapar, samkvæmt stjörnufræði-
legum útreikningum. Vatnsberar og
tviburar hæfa vogarmerkinu bezt.
Vatnsberi ætti að velja sér tvibura eða
vogarmerki, og hrútur ætti að velja
sér ljón eða tvibura.
3. Flugfreyjur þurfa að hafa góða
þekkingu i tungumálum, og að
minnsta kosti hér áður fyrr, þóttu
stúlkur með stúdentspróf yfirleitt
nokkuð hæfar til sliks starfs. Þetta
getur annars verið mjög einstaklings-
bundið, og margt þarf að taka með i
reikninginn.
4. Ekki held ég að strákur, sem vill
sofa hjá stelpu þurfi nauðsynlega að
vera sérlega hrifinn af henni, eða ást-
fanginn, ef ég mætti frekar nota það
orð.
6. Flugfreyjur eru yfirleitt nokkuð
spengilegar, svo þyngdin skiptir
eflaust nokkru um ráðningu, þó
nokkur kiló til eða frá geti ekki ráðið
úrslitum, ef allt annað er á þann veg,
sem talið er bezt, hæfileikar og
þekking t.d.
Kæri Alvitur
Geturðu sagt mér, hvað litill og góð-
ur gitar kostar, og hvar hann fæst?
Tónlistarunnandi
Hjá Hljöðfæraverzlun Pauls Bern-
burg fengum við þær upplýsingar, að
börn og unglingar, sem væru.að byrja
að læra á gitar keyptu gjarnan gitar
sem kostar 22.200 krónur. Reyndar eru
þar til ódýrari gitarar, en þeir eru ekki
taldir jafngóðir.
Sæll og blessaður Alvitur
Mig langar mjög mikið til þess að fá
svör við nokkrum spurningum.
1. Hvar i veröldinni er Brunei?
2. Er það eyja, borg eða land?
3. Hvers vegna eruö þið hættir að hafa
prjónauppskriftir i blaðinu?
4. Kemst maöur I Kennaraháskólann
ef maður er með stúdentspróf úr Sam-
vinnuskólanum?
5. Kemst maður beint upp i Kennara-
háskólann, ef maður fer á uppeldis-
braut I Fjölbrautaskóla?
Jæja, Alvitur, þakka fyrirfram birt-
inguna, og svo ykkar frábæra blað.
Mér firnist þið æætuð hafa krossgátur
fyrir yngri börnin. óska ykkur góðs
gengis og vona að blaðið haldi áfram
að batna, eins og mér finnst það alltaf
gera.
Sigrún
1.-2. Bruneier riki, sem nýtur verndar
Breta á Norðurströnd eyjarinnar
Borneó, og liggurSarawak, aðildarriki
eða Malasiu, að þvi á allar hliðarnema
strandhliðina. Landið er um 5.800 fer-
ki'lómetrar að stærð og ibúar eru á
annað hundrað þúsund.
3. Ekki er það nú rétt, að við séum
hætt að hafa prjónauppskriftir i blað-
inu, þótt þær séu ekki I hverju blaði.
Okkur hefur fundizt rétt, aö hafa einn-
ig einhverja aðra grein handavinnu en
prjónaskap á siöum Heimilis-Timans,
þvi til er þeir sem ekki nenna alltaf
að vera að prjóna. Vertu.óhrædd', það
eiga eftir að sjást prjónauppskriftir I
framtiðinni, eins og verið hefur.
4. Stúdentspróf úr Samvinnuskólan-
um á að gilda til inngöngu i Kennara-
háskölann, rétteins og önnur stúdents-
próf.
5. Ekki hefur enn verið gengið frá
þvi, hvort próf Ur fjölbrautaskóla veiti
inngöngu i Kennaraháskólann. Alþingi
mun eiga eftir að fjalla um þau mál, og
marka stefnuna þar um.
Meðal efnis í þessu blaði:
Sophia Loren og Carlo Ponti Verkfall — íslenzk smásaga Af rísk áhrif í tizkuheiminum . ... Sögur og sagnir Supertramps .... bls. 4 .... bls. 6 .... bls. 8 ... bls. 10 .... bls. 13 Gardenían hæf ir íslenzkum stof um . Baráttan við svef nleysið Vaxlitirnir enn vinsælir Leyndarmál Helenu —nýja f ramhaldssagan . bls. 15 . bls. 20 . bls. 26 . bls. 32