Heimilistíminn - 20.10.1977, Page 22

Heimilistíminn - 20.10.1977, Page 22
Berit Brænne: Þýðing 6 Sigurður Gunnarsson: l og systkin hans og Tóti þreyttust aldrei að horfa á þá og fylgjast með leik þeirra. Og svo kom röðin að ánum. í aprilmánuði, sem var fremur umhleypingasamur að þessu sinni, fæddust litlu lömbin smám saman eitt af ööru. Það var alltaf mikill viðburður í huga bræðranna, nýtt lamb bættist i hópinn, og þeir voru alltaf tilbúnir að hjálpa pabba og afa við kindurnar eftir beztu getu. Og nú var kumrað og jarmað og baulað i Bárðarbæ frá þvi snemma á morgnana og langt fram á nótt. Góa litla hans Tóta, sem nú var orðin stór ær, hafði eignazt tvær gimbrar, svarta og hvita. Hann kallaði þær Sóley og Surtlu. Og Tóti var svo vænn, að hann gaf Bárði bróður sinum Surtlu litlu. Á Surtla min að fara með kindunum á fjall i sumar?” spurði hann. ,,Já, að sjálfsögðu Bárður minn,” sagði amma. „Heldurðu, að mamma þeirra vilji fara frá lömbunun sínum?” ,,En hún er svo litil,” sagði Bárður. Það fór alveg eins fyrir honum og Tóta, þegar Góa litla átti að fara á fjall i fyrsta sinn.

x

Heimilistíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.