NT - 23.05.1984, Page 1
Atvinnuleysi
hjá skóla-
fólki í sumar?
■ „Ad þekkja mann, sem þekkir mann“ er yfirskrift NT-úttektar í
dag.
Allt útlit er fyrir að skólafólk eigi örðugara um vik nú en endranær,
með að afla sér atvinnu. Hvaða þýðingu hefur atvinnuleysi fyrir
námsframvindu þeirra er framfleyta sér sjálfir? Flosnar fólk upp frá
námi? Gefa atvinnuhorfur skólafólks vísbendingu um atvinnumál
landsins í heild?
NT leitast við að svara þessum spurningum og öðrum í NT-úttekt,
þar sem dregnar eru upp ýmsar staðreyndir varðandi atvinnuhorfur
námsmanna.
ÉT
Utför
Ólafs
á þriðjii'
daginn
■ Útför Ólafs Jóhann-
essonar, fyrrum forsætis-
ráðherra, verður gerð á
vegum ríkisstjórnarinnar
frá Dórakirkjunni þriðju-
daginn 29. maí kiukkan
13.30.
Þórir Stephensen,
dómkirkjuprestur, jarð-
syngur og dómkórinn
syngur útfararsálraa.
Einnig verður leikið á
selló við útförina.
Heroinfrétt útvarpsins kom flatt upp á íslensku löregluna
Norsk yfirvöld krafin
skýringa hið snarasta
„Við munum hafa samband við norsk lögregluyfírvöld strax á
morgun og krefja þau um skýringar,“ sagði Arngrímur Isberg,
fulltrúi lögreglustjórans í Reykjavík, í gærkvöldi, þegar NT bar
undir hann frétt útvarpsins í gærkvöldi, þar sem haft var eftir
Oddmund Dale, fíkniefnasérfræðingi norsku lögreglunnar í Islama-
bad í Pakistan, að Island væri líklegur viðkomustaður þeirra
sem vilja smygla heróíni frá Pakistan til V-Evrópu.
„Ef Dale telur sig hafa ein- þá hefði hann átt að vera búinn
hverjar vísbendingar í þá átt, að skýra íslenskum lögregluyfir-
völdum frá því, sagði Arngrím-
ur, en samkvæmt samningum
milli Norðurlandanna skiptast
þau á öllum upplýsingum varð-
andi fíkniefnamál. Þannig ber
Dale að tilkynna það til yfir-
valda viðkomandi lands ef hann
telur sig búa yfir upplýsingum
sem þau varðar.
Samkvæmt frétt útvarpsins í leið, m.a. vegna þess að transit
gærkvöldi þá telur Dale að búast farþegar séu aldrei tollskoðaðir
megi viðaðpakistanskirheróín- á Keflavíkurflugvelli, og á er-
smyglarar reyni að smygla her- lendum flughöfnum sé ekki bú-
óíni til íslands, og þaðan áfram ist við að farþegar frá íslandi
á markaði V-Evrópu með ís- hafi fíkniefni í farangrinum.
lenskum vélum, sem fljúga á
Lúxemburg, Holland eða „Það verður þegar aflað
Þýskaland. Þetta sé freistandi fyllstu upplýsinga um þetta mál
enda er það í samningum milli
Norðurlandanna, að þau skipt-
ist á öllum þeim upplýsingum
sem talið er að megi koma að
gagni þegar fíkniefnamál eru
annars vegar,“ sagði Jón Helga-
son, dómsmálaráðherra, þegar
NT bar frétt útvarpsins undir
hann í gærkvöldi.
Stórbruni í Helsinki
■ Sprengingar af völdum bruna oilu miklum
skaða í miðborg Helsinki í fyrrinótt. Eldurinn
braust út um miönætti aðfaranótt gærdagsins
og var barist við hann allt til morguns.
Rústirnar fremst á myndinni eru þar sem áður
stóð kvikmyndahúsið Capitol, bygging sem
talin var til menningarverðmæta.
Áflogaseggur á slysadeildina
- annar færður á lögreglustöð
■ Maður var fluttur á slysa-
deild með sjúkrabíl eftir áflog
við félaga sinn í heimahúsi við
Skólavörðustíg á ellefta tíman-
um í gærkvöldi. Lögreglunni
var tilkynnt um mikinn hávaða
frá húsinu og fór hún á vettvang
á tveimur bílum. Tókst henni
að skakka leikinn. Hún tók
þann sem ekki meiddist í áflog-
unum með sér til yfirheyrslu.
Var hann, og raunar báðir á-
flogaseggirnir, vel við skál.
Meiðsli munu ekki hafa verið
alvarleg.
Allt fé í Barðastranda-
hreppi fellt vegna riðu
Er byggð í hreppnum í hættu?
■ Allt fé verður skorið
niður í Barðastrandahreppi
á komandi hausti vegna riðu-
veiki og eru menn þar vestra
uggandi um atvinnumögu-
leika næstu tvö ár sem verða
að vera fjárlaus vegna
riðunnar. Þá leikur grunur á
að riðan hafí breiðst út víðar
á Vestfjörðum og cru að-
gerðirnar í Barðastranda-
hreppi aðeins fyrsta skrcfíð í
víðtækarí aðgerðum.
í Barðastrandahreppi
binda menn helst vonir við
útgerð sem þegar er til I
sveitinni en í þeim cfnum er
talið að kvótaúthlutun geti
ráðið miklu.
Sjá bls. 3
Metþátttaka
íslendinga í
Olympíuleikunum
- Handknattleikslandsliðið að
líkindum til Los Angeles
■ í gær tilkynnti Olympíu-
nefnd Islands að íslenska lands-
liðið í handknattjeik muni
keppa á Olympíuleikunum í
Los Angeles,svo fremi að Aust-
antjaldslöndin hætti ekki við að
hætta. Jafnframt tilkynnti
nefndin val á fimm íþrótta-
mönnum til viðbótar við þá átta
sem áður höfðu verið valdir.
Fari svo sem horfir að hand-
knattleikslandsliðið keppi á
leikunum munu fleiri íslenskir
íþróttamenn taka þátt í Olymp-
íuleikum nú en nokkru sinni
áður. Alls munu þá 29.íslenskir
keppendur taka þátt, en að
meðtöldum fararstjórum, þjálf-
urum og aðstoðarmönnum mun
hópurinn telja 40 til 45 manns.
Sjá nánar íþróttir bls. 26-27