NT - 23.05.1984, Side 2
Miðvikudagur 23. maí 1984
Stefnubreyting í undirbúningi hjá EFTA:
EFTA og EBE
í eina sæng
Evrópa eitt stórt markaðssvæði
9
■ Á fundi forsætisráðherra
EFTA ríkjanna, sem hófst í
morgun, verða rædd drög að
samkomulagi við Efnahags-
bandalag Evrópu um myndun
eins stórs markaðssvæðis.
Utanríkisviðskiptaráðherra
Svía, Mats Hellström sem
jafnframt er formaður EFTA
ráðsins, sagði á fundi við-
skiptaráðherra EFTA ríkj-
anna í gær að slíkt markaðs-
svæði væri mikilvægt skilyrði
fyrir lausn atvinnuleysisvanda-
mála sem gætt hefur í Evrópu
síðustu ár.
Fundur forsætisráðherranna
er sá fyrsti síðan 1977. Að
sögn fréttaskýrenda má búast
við stefnubreytingu eftir slíkan
„toppfund". Samkvæmt heim-
ildum verður rætt á fundinum
hvernig efnahagsviðreisninni
verði best fylgt eftir.
Á fundi viðskiptaráðherra
EFTA ríkjanna í gær sagði
Matthías Á. Mathiesen við-
skiptaráðherra, að EFTA rík-
in þyrftu að beita sér fyrir að
dregið yrði úr ríkisstyrkjum til
atvinnuvega. Sagði Matthías
að slíkir styrkir hömluðu eðli-
legum alþjóðaviðskiptum, auk
þess sem þeir stönguðust á við
grundvallarreglur EFTA.
I síðustu viku, á ráðherra-
fundi Efnahagssamvinnu- og
framfarastofnunarinnar, flutti
Matthías ræðu þar sem hann
sagði ríkisstyrki og viðskipt-
ahömlur jafngilda verndar-
stefnu.
Á þeim fundi hvatti Matthí-
as til að jafnframt því sem
dregið væri úr tollvernd og
viðskiptahömlum væri unnið
gegn ríkisstyrkjum þar sem
þeir væru þung byrði á ríkis-
sjóðum og drægju úr eðlilegri
samkeppni í alþjóðavið-
skiptum.
Síðan að tollalækkanir byrj-
uðu, við stofnun hinna ýmsu
viðskiptabandalaga, hefur
borið æ meir á ýmsum inn-
flutningshömlum sem ekki eru
tolltengd. Eru slíkar hömlur
gjarnan í formi tækni-skilyrða.
Matthías lagði einnig
áherslu á fundinum í gær, að
EFFA á samkvæmt stofn-
samningi að vinna að auknum
viðskiptum með sjávarafurðir.
Hann lagði áherslu á að þessu
hlutverki hefði ekki verið sinnt
sem skyldi.
Líklegt er að á fundi forsætis
ráðherranna verði'fjallað um
drögin að samkomulaginu við
Efnahagsbandalagið og hvern-
ig viðreisn efnahagslífs í Evr-
ópu verði best fylgt eftir.
Efnahagsviðreisn þessi er
seinni á ferðinni í Evrópu en í
Bandaríkjunum. Hagvöxtur í
Bandaríkjunum hefur verið
það sem af er þessu ári, á
ársgrundvelli, 8.8 prósent. Á
sama tíma hefur verðbólga
verið 5.1 prósent.
■ Ráðherrar okkar funda stíft þessa dagana með ráðamönnum
EFTA. Steingrímur Hermannsson fór í gær utan til að sitja
forsætisráðherrafund ríkjanna, en Matthías Á. Mathiesen ráðherra
viðskiptamála hefur setið þar á fundum undanfarið.
Enn sitja sím-
virkjar heima
■ Tugir símvirkja á höfuð-
borgarsværðinu og víðs vegar
um land mættu ekki til vinnu í
gær og er það fyrsti dagur af
þremur í ólöglegu verkfalli
símvirkjanna. Ekki lágu fyrir
endanlegar tölur um fjölda
þeirra símvirkja sem ekki mættu
til vinnu en í Reykjavík er
reiknað með að þeir hafi ekki
verið færri en 60. Ekki er kunn-
ugt um að vinnustöðvunin hafi
haft nein teljandi áhrif enn sem
komið er. Að sögn Þorgeirs
Þorgeirssonar framkvæmda-
stjóra umsýsludeildar Pósts og
síma má reikna með að sím-
virkjarnir verði krafðir um
læknisvottorð en ennþá er ekki
ákveðið hverjar aðgerðir Pósts
og síma verða í málinu.
Vitað er að margir þeir sem
ekki mættu til vinnu í dag höfðu
til þess leyfi frá vinnu og höfðu
sumir notað tækifærið og tekið
út hluta af sumarleyfi sem þeir
áttu ennþá inni. Margir sím-
virkjar utan af landi fengu um-
beðin leyfi frá vinnu í fyrradag
áður en yfirmönnum var kunn-
ugt um að um var að ræða hluta
af verkfallsaðgerðum.
Erro
kemur
á Lista-
hátíð
■ Tíu íslenskirmyndlist-
armenn, sem búsettir hafa
verið erlendis undanfarna
áratugi, munu sýna verk
sín á Kjarvalsstöðum í
sumar í boði fram-
kvæmdastjórnar Listahát-
íðar í Reykjavík 1984 og
stjórnar Kjarvalsstaða.
Listamennirnir verða
Erro sem kemur frá París,
Louisa Matthíasdóttir frá
New York, Kristín og Jó-
hann Eyfells frá Florida,
Steinunn Bjarnadóttir frá
New Mexico, Tryggvi
Ólafsson frá Kaupmanna-
höfn, Hreinn Friðfinns-
son, Sigurður Guðmunds-
son og Kristján Guð-
mundsson frá Ámsterdam
og Þórður Ben. Sveinsson
frá Dússeldorf.
Sýningin verður opnuð
laugardaginn 2. júní n.k.
og eru listamennirnir allir
væntanlegir til landsins vel
fyrir opnun sýningarinnar
og er gert ráð fyrir að þeir
verði allir viðstaddir opn-
á staönum.
m
Steypuhrærivélar
á traktora.
Eigum fyrirliggjandi 2 stæröir af þessum
handhægu steypuhrærivélum 250 og 350 lítra.
Leytið nénari upplýsinga.
■
UMBOÐS- OG HEILDVERSLUN
LAGMULI5, 105 REYKJA VÍK
SÍMI: 91 - 8 5222
Morgunblaðsvél-
in með SÍS-skipi
■ Dropar hafa áður
minnst á forláta prentvél
af stærstu gerð sem Morg-
unblaðið er að koma sér
upp í nýjum húsakynnum
sínum í nýjum Miðbæ sem
kostar litlar eitt hundrað
milljónir. Eins og kunnugt
er rfkir venjulega enginn
sérstakur vinskapur á milli
„blaðs allra landsmanna“
og Sambands íslenskra
samvinnufélaga, en
merkilegt nokk, prentvél-
in nýja var flutt með
Hvassafelli einu af skipum
Skipadeildar SfS til lands-
ins eins og meðfylgjandi
mynd af einum kassanum
utanum • vélasamstæðuna
ber með sér.
Sagan segir að flutning-
arnir hafi ekki alveg farið
eftir höfði þeirra Aðal-
strætismanna. Þannig er
mál með vexti að prentvél-
in góða er þýsk að gerð og
sjá Þjóðverjar um upp-
setningu hennar og flutn-
ing til landsins. Þegar farið
var að kanna skipaferðir
komu tvö íslensk fyrirtæki
til greina: Nefnilega Eim-
skip og Skipadeild SÍS.
Eimskip var fljótlega af-
skrifað, þar sem það hafði
verið umboðsaðili flutn-
ingaskipsins „Kampen"
sem sökk hér við land í
vetur, en mikið mál var
gert út af afdrifum þess
ytra og því þótti umboðs-
aðili þess ekki koma til
greipa. Því var Skipadeild
SÍS valin.
Þegar Morgunblaðs-
menn fréttu af þessu
reyndu þeir allt hvað þeir
gátu að koma í veg fyrir
flutningana með þessum
hætti, að sögn heimild-
armanna Dropa, en án
árangurs, jafnvel þó boðin
væri hagstæðari frakt með
öðru félagi, því Þjóðverjar
eru þekktir fyrir allt annað
en að skipta um skoðun
þegar ákvörðun hefur einu
sinni verið tekin, enda
yfirleitt hárnákvæmir í á-
kvarðanatöku sinni. Svo
Morgunblaðið varð að láta
sér nægja Hvassafellið, en
aðstandendum þess þótti
súrt í brotið.
ALBERTp
SJANIPO
Umhirða eins og
hjá fagmönnunum.
Albert og
Lucy seljast
■ Ástir þeirra Alberts
fjármálaráðherra og tíkar-
innar Lucy eru ekkert
launungarmál eins og
öllum landsmönnum ætti
að vera ljóst, eftir öflugan
fréttaflutning í gjörvallri
heimspressunni.
Viðskiptamenn hafa
uppgötvað að hægt er að
græða á öllu saman, og
nýlega var sagt frá hunda-
mat íslenskum sem-fram-
leiddur er undir nafninu
„Lucy“ og kominn er á
markaðinn.
Annar bissnesmaður
virðist hafa uppgötvað að
einnig er hægt að selja
Albert því í Morgunblað-
inu í gær var komin auglýs-
ing um nýtt sjampó auðvit-
að undir nafninu: Alberto.
Skugga-Sveinn
lenti í bílslysi
■ Á Blönduósi skipti sá
atburður sköpum fyrir
menningarlíf staðarins í
vetur þegar það óhapp
henti að Skugga-Sveinn
lenti í bílslysi.
Leikfélag staðarins
hafði ákveðið að Skugga-
Sveinn yrði verkefni þessa
árs og höfðu æfingar raun-
ar staðið yfir í einar tvær
vikur þegar aðalpersónan,
Skugga-Sveinn, varð fyrir
slysinu. Ekki þótti nema
eínn maður koma til greina
í hlutverkið og varð því að
hætta æfingum.
Leikhúslífið á staðnum
bjargaðist þó betur en á
horfðist, því leikhópurinn
hafði snör handtök og hóf
æfingar á Spanskflugunni
í staðinn. Heppnaðist
leikurinn svo vel, að áhorf-
endur urðu um 1.800 áður
en sýningum lauk. Þar af
söttu um 1.100 manns sýn-
ingarnar á Blönduósi, sem
hlýtur að teljast afar
góð aðsókn þegar haft er í
huga að íbúar Blönduóss
eru ekki nema um 1.050
talsins.
Bjargar gervi-
grasið bændum
■ Kveldúlfur heitir blað
sem sjálfstæðismenn í
Borgarnesi og nágrenni
gefa út. í nýjasta tölublaði
er vitnað í formann
flokksins, Þorstein Pálsson
á ráðstefnu ungra sjálf-
stæðismanna um landbún-
aðarmál undir fyrirsögn-
inni: „Núverandi stríðs-
ástand í samskiptum
bænda og neytenda er
óþolandi.“
Á sömu síðu er viðtal
við Jóhann Kjartansson
hreppsnefndarmann undir
fyrirsögninni: „Getur
gervigras verið lausnin?“
Hafa menn leitt að því
getum að þar sé e.t.v.
komin fram hugmynd um
lausn þess vandamáls sem
formaður flokksins minn-
ist á annars staðar á síð-
unni.