NT - 23.05.1984, Blaðsíða 5

NT - 23.05.1984, Blaðsíða 5
Saksóknari áfrýjar Skaftamálinu til Hæstaréttar: Furðulegt, segir verjandinn Eðlilegt, segir Skafti Jónsson ■ „Pað er furðulegt að ríkissaksóknari skuli áfrýja málinu eftir að vera búinn að bakka að miklu leyti út úr ákærunni í Sakadómi Reykjavíkur," sagði Jón Oddsson hrl. ogverjandieins hinna þriggja lögreglumanna í svokölluðu Skaftamáli, en í gær ákvað ríkissaksóknári að áfrýja dómi Sakadóms Reykjavíkur til Hæstaréttar. Þá sagði Jón ennfremur að sér þætti það annarlegt sjón- armið hjá ríkissaksóknara að tilkynna fjölmiðlum um ákæruáfrýjun áður en ákærðu sjálfum er tilkynnt um hana. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum voru lögreglu- mennirnir þrír, sem ríkissak- sóknari ákærði fyrir að gæta ekki réttra aðferða við hand- töku og fyrir líkamsmeiðingar á Skafta Jónssyni, sýknaðir í dómi Sakadóms þann 11. apríl síðastliðinn. 1 áfrýjun- arstefnu ríkissaksóknara eru gerðar þær kröfur að ákærðu verði sakfelldir samkvæmt ákæru og dæmdir til refsing- ar, fébóta og að greiða allan kostnað sakarinnar. Jón Oddsson sagði í sam- tali við blaðið að það hlyti að orka tvímælis hvort ákæra saksóknara nú hljóðaði upp’ á þær kröfur sem upphaflega voru gerðar á hendur ákærðu eða kröfur Braga Steinars- sonar eins og þær hefðu hljóðað í dómi eftir að hann hafði stórlega dregið úr upp- haflegum ákærukröfum. Þá hafði blaðið samband við Skafta Jónsson sem kvaðst fagna skjótri afgreiðslu ríkissaksóknara en sam- kvæmt gildandi reglum hafði saksóknari frest til 4. ágúst til ákvarðanatöku um áfr- ýjun. „Annars hef ég lítið um málið að segja", sagði Skafti. ITT Ideal Color 3304, -íjárfesting í gæöum á stórlækkuöu veröi. Vegna sérsamninga viö ITT verksmiðjurnar I Vestur Þýskalandi, hefur okkur tekist að fá takmarkaö magn af 20" litasjónvörpum á stórlaekkuðu veröi. Mezzoforte aftur á lista í Bretlandi ■ Hljómsveitin Mezzo- forte er nú komin inn á breska vinsældalistann, í 100. sæti. Þctta er í fyrstu viku eftir útgáfu, og er það besti árangur sem hljómsveitin hefur náð í fyrstu viku. Það er lagið Spring Fever sem náð hef- ur þessum árangri. Aður hafði hljómsveitin reynt að fylgja Garden Party eftir með lögunum Rock- all og Midnight Sun, en hvorugt þeirra náði inn á topp 100. Árarigurinn núna bygg- ist á spilun í svokölluðum svæðastöðvum, litlum út- varpsstöðvum um allt Bretland. En hvort hljóm- sveitin nær hátt á vinsælda- lista er komið undir því hvort BBC1 tekur plötuna til spilunar. Eins og Stein- ar Berg sagði í viðtali við Rás, 2, „plötur verða ekki vinsælar nema BBC spili þær, og.BBC 1 spilar ekki plötur nema af vinsælda- listanum. Það verður því að brjóta þennan víta- hring.“ Pétur Kristjánsson sagði í viðtali við NT að ef lagið yrði ekki vinsælt, væri spurning hvort hljóm- sveitin yrði ekki að koma heim. Það væri dýrt að halda svona fyrirtæki úti, og lag á vinsældalista skipti sköpum um plötu- sölu á stórum plötum. Munurinn gæti verið að selja LP-plötu í 100.000 eintökum án vinsæls lags, eða í 400.000-500.000 ein- tökum með vinsælu lagi. Máli pólska tannlækn- isins drepið á dreif ■ Eins og fram hefur komið í frétta- flutningi NT þá á pólskur tannlæknir undir högg aö sækja gagnvart tannlækna- deiid Háskóla íslands. í tvö ár hefur flóttakonan pólska beðið eftir fullnægjandi upplýsingum um vænt- anlega námsframvindu og væntanleg námslok, og allt útlit er fyrir að hún megi bíða enn um sinn. Á háskólaráðsfundi sem haldinn var nú í vikunni, var samþykkt breytingartil- laga við tillögu tannlæknadeildar um hertar fjöldatakmarkanir, þar sem segir: „Ákvörðun um hvort pólskur tann- læknir verði einn þessara nemenda er frestað þar til nánari upplýsingar liggja fyrir. Ákvörðun þessi skal tekin eigi síðar en í lok þessa árs.“ Fulltrúar stúdenta í ráðinu greiddu þessari tillögu mótatkvæði og því var mótmælt að mál pólsku konunnar skyldi ekki ganga fljótar fyrir sig. Þess skal loks getið að tillaga þessi felur í sér að beiðni tannlæknadeildar um hertar fjöldatakmarkanir nær ekki fram að ganga. Breytingartillagan gerir ráð fyrir að átta nemendur fái inngöngu á annað misseri háskólaárið 1984/85 með fyrirvara um samþykki menntamálaráðu- neytisins á reglugerðarbreytingu um til- högun fjöldatakmarkana í tannlækna- deild. SÖLUBUÐ - ^ Jarðaber 822 gr [•jv rVTiT Tekex 200 gr 0 Holtabót 6tegundirkex EPI ,| Rauð # RYVIl ra Hrökkbrauð 200 gr ~ITd Sykur 2 kg Hii'i0'" $a Bonner rúsínur 425 gr ...vöruverð í lágmarkí

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.