NT


NT - 23.05.1984, Síða 10

NT - 23.05.1984, Síða 10
 Miðvikudagur 23. maí 1984 1 0 iiL Haukur Sigurbjarnarson Fæddur 8. apríl 1965 Dáinn 16. desember 1983 Fólk var farið að hlakka til jólanna. Jólaljósin voru að senda fyrstu geisla sína yfir land og lýð þegar harmafregn um andlát Hauks Sigurbjarnarson- ar bægði skyndilega burtu bæði tilhlökkun og yl ljósanna. Ung- ur drengur er allur. Erfitt er að trúa slíku og ótal spurningar leita á hugann, sem á engin svör. Jólin eru hátíð gleðinnar og ljóssins. En sjaldan er ljós án skugga og angar hans byrgðu bæði birtu og gleði síðustu jóla í hugum þeirra er þekktu Hauk og unnu honum. Yfir hvíldi skuggi í stað Ijóss, sorg í stað gleði, söknuður og tregi í stað vona og drauma. Fundum okkar Hauks bar fyrst saman á haustdögum 1981. Vorum við þá báðir að hefja nám við Bændaskólann á Hólum, hvor í sinni deild. Kynni okkar urðu aldrei náin en þó þykist ég hafa þekkt hann allvel og fann að hann var góðum kostum búinn. Einn þáttur í fari hans var hreinskilni. Minnist ég þess að eitt sinn, sem oftar, var haldinn nemendafundur sem varð stormasamur vegna þess að mis- skilningur hafði komið upp um ákveðið málefni. Erfitt reyndist að leiðrétta hann á fundinum en mér er það minnisstætt að Haukur var einn fárra fundar- manna sem fjallaði málefnalega um efnið, sem og af hreinskilni og víðsýni. Sýndi hann ró og stillingu en þó festu og reyndi að sætta fundarmenn. Honum var mikilvægt að fá að vita forsendur málsins áður en hann drægi af því ályktanir eða felldi dóma. Einhverra hluta vegna tókst honum ekki að heyra alla málavexti á fundinum og sýndi hann þá enn betur hreinskilni sína og dómgreind með því að koma inn á herbergi mitt og ræða málin betur í ró og næði að loknum fundi. Mat ég það ævin- lega við hann síðan. Slíkan þroska vantar margan ungling- inn og sýnir þetta vel hvað í Hauki bjó. Viljaþrek hafði Haukur og kom það vel fram í ástundun hans og dugnaði í íþrótt hans, sem hann stundaði einn, lengi vel, við erfiðar aðstæður. Við Haukur áttum það til, þegar við hittumst á göngum Hólaskóla, að gera hlé á ferðum okkar og hefja þess í stað sam- ræður um heima og geima. Við áttum einhvern veginn einkar auðvelt með að spjalla saman en gerðum því miður allt of lítið af því. Þessar samræður voru e.t.v. ekki merkilegar í sjálfu sér en eru mér mjög minnisstæð- ar vegna þess, að Haukur var vingjarnlegur og viðmótsþýður drengur sem mér fannst vert að kynnast. Hann vildi gera gott úr þeim ólgusjó sem sambúð ungs fólks á fámennri heimavist getur verið. Hann kom vel fyrir sig orði, orð hans festust í minni mínu og ég hugleiddi þau oft. Hugur Hauks hneig til bú- skapar og honum vildi hann helga krafta sína. Nú njóta æðri heimar krafta þessa unga og efnilega drengs, krafta sem hann átti í ríkum mæli. Það vita þeir sem hann þekktu þótt hann bæri það ekki á torg, það var ekki hans eðli. Síðustu misseri hafa skilið okkur bæði haf og lönd en þó fannst mér Haukur alltaf ná- lægur í huganum því það var sem lægi þráður væntumþykju milli okkar, þráður sem ég lagði ekki nógu mikla rækt við. Eftir að leiðir skildu tognaði á honum en hann slitnaði aldrei og ævin- lega skulu einhverjir þættir hans tengja okkur, lífs eða liðna. Haukur kvaddi þennan heim í desember síðastliðnum, þá á 19. aldursári. Höndin hans gjörva og hugur hafa heilsað nýjum heimkynnum en eftir lifir minningin um dreng sem mikið var í spunnið. Ég vil enda þessi síðbúnu og fátæklegu orð á því að votta foreldrum hans og öllum að- standendum mína dýpstu samúð. Blessuð sé minning Hauks Sigurbjarnarsonar. Bjarni Stefán Konráðsson. Sérstök áskrift ad íslendingaþáttum - minningar- og afmælisgreinar birtar daglega. ■ Framvegis verða afmælis- og minningargreinar birtar í blaðinu daglega, en hætt verður vikulegri útgáfu Islend- ingaþátta eins og venð hefur. í stað þess hefur verið ákveðið að gefa út íslendingaþætti sjaldnar en efnismeiri, og bjóða þá í sérstakri áskrift til þeirra sem áhuga hafa. Áhugafólk um íslendingaþættina er beðið um að láta skrá sig niður á afgreiðslu blaðsins, Síðumúla 15, Reykjavík, eða í síma 86300. ritstj. Auglýsinga- símar Áskrifta- 18-300 sími 86-300 86300 Gullbrúðkaup ■ Síðastliðinn laugardag 19. maí áttu fimmtíu ára hjúskaparafmæli hjónin Pálína Þorsteinsdóttir og Guðmundur Björnsson, kennari, Akranesi. Þessir fengu styrki Þjóðhátíðarsjóðs ■ Lokið er úthlutun styrkja úr Þjóðhátíðarsjóði fyrir árið 1984 og þar með sjöundu úthlutun úr sjóðnum. Samkvæmt skipulagsskrá sjóðsins, nr. 361 frá 30. september 1977, er tilgangur sjóðsins að veita styrki til stofnana og annarra aðila, er hafa það verkefni að vinna að varðveizlu og vernd þeirra verðmæta lands og menningar, sem núverandi kynslóð hefur tekið í arf. Fjórðungur af árlegu ráðstófunarfé sjóðsins skal renna til Friðlýsingarsjóðs til náttúruverndar á vegum Nátt- úruverndarráðs, annar fjórðungur skal renna til varð- veizlu fornminja, gamalla bygginga og annarra menn- ingarverðmæta á vegum Þjóðminjasafns. arverðmæta á vegum Þjóð- minjasafns, skv. ákvæðum skipulagsskrár. Allt að helmingi úthlutun- arfjár á hverju ári er varið til styrkja skv. umsóknum og voru því allt að kr. 2.500.000,00 til ráðstöfunar í þennan þátt að þessu sinni. Alls bárust 80 umsóknir um styrki aðfjárhæð um 10,5 millj. kr. Hér á eftir fer skrá yfir þá aðila og verkefni, sem hlutu styrki að þessu sinni, en fyrst er getið verkefna á vegum Friðlýsingarsjóðs og Þjóð- minjasafns. Friðlýsingarsjóður: Samkvæmt skipulagsskrá Þjóðhátíðarsjóðs skal Friðlýs- ingarsjóður verja árlegum styrk til náttúruverndar á veg- um Náttúruverndarráðs. Nátt- úruverndarráð hefur ákveðið að verja styrknum, eftir því sem hann hrekkur tií, í eftirtal- in verkefni: 1. Snyrtihús í þjónustumið- stöðinni í Ásbyrgi 2. Lagfæring á prestseturshús- inu á Skútustöðum. 3. Rotþrær við Hæðir og Bölta í Skaftafelli. Þjóðminjasafn: Samkvæmt skipulagsskrá Þjóðhátíðarsjóðs skal Þjóð- minjasafnið verja árlegum styrk til varðveizlu fornminja, gamalla bygginga og annarra menningarverðmæta á vegum safnsins. Þjóðminjavörður hefur gert grein fyrir ráðstöfun styrksins í ár og eru þessi verkefni helzt: 1. Framhald fornleifarann- sókna að Stóruborg undir Eyjafjöllum. 2. Kopiering ljósmyndaplatna og önnur vinna við ljósmynda- söfnin. 3. Viðgerð vörugeymsluhúss frá Vopnafirði í Árbæjarsafni. 4. Viðgerð Grundarkirkju í Eyjafirði. 5. Þjóðháttaskráning 6. Skráning fornleifa í ná- grenni Reykjavíkur 7. Tækjakaup vegna forvörzlu safngripa 8. Smíði skápa til geymslu á textílum 9. Ljúka’ viðgerð bæjarins á Galtastöðum.. Að öðru leyti úthlutar stjórn sjóðsins ráðstöfunarfé hverju sinni í samræmi við megintil- gang hans, og komi þar einnig til álita viðbótarstyrkir til þarfa, sem getið er hér að framan. Við það skal miðað, að styrkir úr sjóðnum verði við- bótarframlög til þeirra verk- efna, sem styrkt eru, en verði ekki til þess að lækka önnur opinber framlög til þeirra eða draga úr stuöningi annarra við þau. í stjórn sjóðsins eiga sæti: Björn Bjarnason, aðstoðar- ritstjóri, formaður, skipaður af forsætisráöherra. Jóhannes Nordal, seðlabankastjóri, vara- formaður, tiluefndur af Seðlabanka Islands, Eysteinn Jónsson, fyrrv. ráðherra, Gils Guðmundsson, fyrrv. forseti sameinaðs Alþingis og Gísli Jónsson, menntaskólakennari, kjörnir af sameinuðu Alþingi. Ritari sjóðsstjórnar er Svein- Björn Hafliðason, lögfræðing- ur. Stjórn sjóðsins hefur verið óbreytt frá upphafsstarfsári sjóðsins, 1978, en hún var endurskipuð hinn 9. maí 1982 til fjögurra ára. í samræmi við 5. gr. skipu- lagsskrár sjóðsins voru styrkir auglýstir til umsóknar í fjöl- miðlum í lok desember 1983 með umsóknarfresti til 24. febrúar sl. Til úthlutunar í ár koma allt að kr. 5.000.000.00: Þarafskal fjórðungur, 1.250 þús. kr., renna til Friðlýsingarsjóðs til náttúruverndar á vegum Nátt- úruverndarráðs og fjórðungur 1.250 þús. kr., skal renna til varðveislu fornminja, gamalla bygginga og annarra menning- Úthlutun styrkja skv. umsóknum: Umsækjandi Verkefni 1. Sjómannadagsráð Endurbygging Þorvald- á Hellissandi og Rifí ar búðar og varðveizla áraskipsins Blika 2. Safnastofnun Aust- Viðgerð á Löngubúð urlands, f.h. Búlands- á Djúpavogi tindsh.l., Djúpavogi 3. Slysavarnardeildin Endurbyggja fyrstu Sigurvon, Sandgerði björgunarstöð S.V.F.Í. 4. Sigurfarasjóður Framhald viðgerða á Akranesi Kútter Sigurfara 5. Húsafriðunarnefnd Viðgerð verzlunarhúsa Isafjarðar íNeðstakaupstað 6. Byggðasafn Rang- Útbyggingviðsafnahús æinga og V-Skaftfell- byggðasafnsins að inga Skógum 7. Stofnun Árna Afritun þjóðfræðaefnis Magnússonar á íslandi á geymslubönd 8. Sigríður Þ. Val- Varðveizla á gömlum geirsdóttir, Skaftahlíð dansi og leikjum í 18, Reykjavík Svarfaðardal 9. Landsbókasafn Viðgerðirog varðveizla Islands gamalla bóka 10. Háskólabókasafn Viðgerðirábókumí Styrkur 80.000,00 100.000,00 100.000,00 150.000,00 100.000,00 70.000,00 100.000,00 30.000,00 60.000,00 40.000,00 11. Kvehnasögusafn Islands, R. 12. Ljósmyndasafnið Flókagötu 35, R 13. Héraðsskjalasafn A-Húnavatnssýslu 14. Héraðsskjalasafn Svarfdæla 15. Sjóminjasafns- nefnd 16. OskarGíslasun kvikmyndagerðar- maður 17. Héraðsskjalasafn safni Benedikts S. Þórarinssonar Flokkun og skráning rita um kvennasöguleg efni Skráning og kontakt- gerð á Ijósmyndaplöt- um Magnúsar Ólafsson- ar og Ólafs Magnússon- arljósmyndara. Söfnun gamalla og nýrra mannamynda á héraði Uppbygging safnsins Hefja söfnun sjóminja fyrirSjóminjasafn Islands Að gera sýningarhæft eintak afLýðveldis- kvikmynd hans. Gerð lykilskráa við Skagfírðinga Sauðárkr. handritasafn safnsins 18. Magnús ÞorkelssonLjúka fornleifaupp- Krókahrauni 12, Hafn. greftri á Búðasandi í Kjós 40.000,00 80.000,00 40.000,00 30.000,00 60.000,00 60.000,00 60.000,00 100.000,00

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.