NT - 23.05.1984, Page 17
■ Suniir brosa - en aðrir ekki.
Fonda
og
fjölskylda
■ Jane Fondaog fjölskylda svipur á þeim, en cifei ">.aður
sjást hér öll saman í sam- Jane Fonda - sem stundum
kvæmi, upppússuð og fín. er kallaður Mr. Fonda-hros-
Jane er með axlaskúfa eins ir brosi stjórnmálamannsins.
og hershöfðingi.endaer hún sem lætur ekkert á sig fá.
stjórnsöm kona. Flún hrosir Eiginmaðurinn er Torn Ha-
sínu blíðasta, en börnin. yden. sem er reyndar þekktur
Vanessa ogTroy, virðast ekki stjórnmálamaður í Banaríkj-
alveg eins ánægð. Satt að unum.
segja hálfgerður vandræða-
hjá „sölumanninum“ og eiginkonu hans.
T ootsie
hefur elst
■ Þeir sem sáu kvikmyndina
„Tootsie" muna eftir aðalleikar-
anum, honum Dustin Hoffman,
sem korn þar fram bæði í karl-
og kvenhlutverki. Hann þótti
þar hin álitlegasta stúlka, svo
hann fékk meira að segja
bónorð!
Nú hefur Dustin Hoffman
tekið að sér að leika í leikriti
Arthurs Miller Sölumaður deyr
(Death of a Salesman) og virðist
það hafa tekið svo á hann að
hann hafi elst um minnst 10 ár.
A meðfylgjandi mynd sjáum
við Hoffman - án andlitsfarða -
sitjandi hjá Arthur Miller og
Lisa, eiginkona Dustins, situr
hjá þeim.
Miðvikudagur 23. maí 1984 1 7
■ Roselyn Walker sagðist vera „hamingjusamasta mamman í öllum heiminum“. Hér er hún með
Lucy litlu dóttur sinni, sem fær að fínna hvernig ófæddu tvíburarnir sparka í móðurlífí.
Fyrrum glasabarnsmóð-
ir gengur nú með tví-
bura - án tæknihjálpar!
■ Roselyne Walker var
talin óbyrja. Hún gekkst
undir „glasabarna-
frjóvgun“ og eignaðist
þannig dóttur, sem nú er
hálfs árs og heitir Lusy.
Síðan gerist það að Rose-
lyne fær öll einkenni þess
að hún sé aftur orðin ó-
frísk - og nú voru engin
tæknibrögð viðhöfð - og
það ótrúlega hafði gerst
að hún var barnsháfandi;
„Lusy litla var algjört
kraftaverk, fannst okkur
hjónunum, en nú hefur
guð enn gert kraftaverk,
því að ég - sem læknar
sögðu að gæti ekki átt
barn - geng með tvíbura;“
sagði Roselvne, en hún
veitti blaðamönnum
viðtal, ásamt læknum.
Þeir sögðu þetta vera al-
veg sérstakt, að kona,
sem eins var ástatt fyrir og
Roselyne, gæti orðið
ófrísk. Á myndum, sem
teknar voru þegar hún var
rannsökuð fyrir glasa-
barna-aðgerðina, sást að
eggjaleiðararnir voru
ónýtir,
annar var í sundur og hinn
stíflaður, - en eitthvað
hefur gerst, sagði læknir-
inn. Líklega hefur eggja-
leiðarinn gróið saman, en
það er ekki hægt að segja
um það fyrr en seinna.
Hvernig sem þetta hefur
gerst, þá eru allir í sjöunda
himni yfir þessu tilviki.
Allt gengur eðlilega og
það er nú staðfest aðRose-
lyne gengurmeðtvíbura.
Þetta er í fyrsta sinn í
sögu læknavísindanna, að
„glasabarnamóðir“ verður
barnshafandi á eðlilegan
hátt, en nú hafa læknar
áhuga á að rannsaka hvort
eitthvaö breytist hjá fleiri
„glasabarnakonum“ við
fæðinguna, þannig að
möguelikar verði meiri
eftir en áður að þær geti
eignast börn.
Roselyne og Paul
Walker, sem bæði eru 33
ja ára höfðu lengi þráð að
eignast barn. Dóttirin
Lusy var því mikið
óskabarn ogvel fagnað er
hún kom íheiminn. Nú er
undirbúningur í fullum
gangi fyrir tvíburana, sent
samkvæmt útreikningum
eiga að fæðast í fyrstu
vikunni í ágúst n.k.
Roselyne sagði: „Við
erum svo hamingjusöm og
ánægð yfir að eiga von á
tveimur börnum, og nú
fær Lusy okkar leikfélaga,
en það var eitt af því sem
við vorum svolítið leið
yfir, - að hún ætti ekki
systkini til að leika sér við,
þar sem hún væri einbirni.
Það er engu barni hollt.
Við ætluðum varla að geta
trúað því, þegar lækn-
arnir sögðu að ég væri
aftur ófrísk, það var svo
ótrúlegt eftir það sem á
undan var gengið, - an
mikil gleðifrétt var þetta
fyrir okkur!“
::