NT - 31.05.1984, Qupperneq 2
Tölvufræðsla á Suðurlandi
■ Tölvufræðsla í Suðurlands-
kjördæmi fer fram í sumar á
vegum Fjölbrautaskóla Suður-
lands á Selfossi en kennarar
skólans seni að fræðslunni
standa munu bera faglega og
fjárhagslega ábyrgð á henni.
'Staðsetning námskeiða mun
ráðast af áhuga á hverjum stað.
Fræðslan verður í námskeiða-
formi og er að sögn aðstandenda
vonast til þess að hún verði ekki
síðri en tíðkast í cinkaskólum í
þessum fræðum.
Bæjarritari í fjörðinn
■ Þorsteinn Steinsson hefur
verið ráðinn bæjarritari í Hafn-
arfirði. Ekki er enn Ijóst hvenær
Þorsteinn tekur til starfa, en
uppsagnarfrestur Guðbjörns
Ólafssonar núverandi bæjarrit-
ara rennur út í lok júní.
Guðbjörn hefur verið bæjar-
ritari í 15 ár. Hann sagði að enn
væri ekki afráðið hvað tæki við
hjá sér, en honúm hefði fundist
kominn tími til að breyta til.
Þorsteinn er viðskiptafræð-
ingur að mcnnt. Hann er þrí-
tugur að aldri og hefur starfað á
Fjárlaga- og hagsýslustofnun og
scm starfsmaður fjárveitingar-
nefndar.
Afl 400 stúdenta ónýtt
■ Þrjú hundruð níútíu og sex
eru nú komnir á skrá hjá At-
vinnumiðlun stúdenta og um
áttatíu liafa fengið atvinnu í
gegnum miðlunina, sagði Jó-
hann S. Bogason hjá atvinnu-
miðluninni í samtali við NT.
Jóhann sagði að atvinnurekend-
ur hefðu tckið nokkuð við sér
síðustu daga. Margir hefðu
fengið byggingarvinnu. Einnig
væri nokkuð um það að stúdent-
um byðist störf í 2-3 daga.
Fimmtudagur 31. maí 1984 2
■ Betra mun að það séu fremur bjartsýnir menn sem halda ut a
vegi þar sem allt eins má reikna með að björg sem þessi geti fallið
fyrirvaralaust, enda þyrfti sá tæpast að kemba hærurnar sem yrði
fyrir einu slíku. Kletturinn sem við sjáum á þessari mynd féll á
veginn um Óshlíðina (milli Ísafjarðar og Bolungarvíkur) fyrir
nokkrum dögum. N1,mvnd Finnhorsi
FILLCOAT
NOXYDE
gúmmíteygjanleg
samfelld húð
fyrir málm- og
pappaþök
• Er vatnsheld
• Inniheldur cinkromat og hindrar
ryðmyndun
• Odýr lausn fyrir vandamálaþök.
LAUSN ER ENDIST ÓTRÚLEGA
Oshlíðarvegur verð-
ur aldrei hættulaus
■ „Ég held ad það sé nú fremur fátítt að svona
stór björg falli á veginn. Þetta eru björg sem
koma alveg ofan úr klettum og verður lítið við
ráðið. En töluvert er um grjóthrun þarna úr
fjallinu. Þessi vegur er með mjög háa slysatíðni
- ofarlega í flokki hjá okkur - enda einn af
Ó-vegunum svokölluðu (ásamt Ólafsvíkurenni
og Ólafsfjarðarmúla), og verður aldrei hættulaus
þótt reynt sé að bæta öryggi umferðarinnar sem
um veginn fer“, sagði Einar Gíslason, verkfræð-
ingur hjá Vegagerðinni á Isafírði spurður hvort
algengt sé að stór björg falli á veginn um
Óshlíðina.
Einar sagði framkvæmdir
vera að hefjast á næstunni við
tvo slæma kafla á veginum um
Óshlíðina í því skini að rcyna
að auka öryggi umferðarinnar
um þá. Annar kaflinn er um
Ófærur með Stiga (klettur sem
stendur út í sjóinn og hefur
löngum þótt erfiður yfirferðar)
og Hvanngjá og er um hálfur
kílómetri að lengd. Hinn kafl-
inn er innan við Hólavita og út
í Skriður. um 1 kílómetra að
lengd. Framkvæmdirnar sagði
Einar felast í breikkun vegarins
og hæðarlegri og planlegri lag-
færingu jafnframt því sem rásir
til að taka við mesta grjóthrun-
inu úr fjallinu verði breykkaðar.
Sagði hann talið að þessar að-
■ Eru meiri menningarverðmæti fólgin í Morgunblaðinu en Kettinum?
Ekki er allt falt
fyrir Fjala-
köttinn
■ Að mönnum veitist gjarn-
an léttbærara að bjóða fram
eignir annarra en sínar eigin -
þrátt fyrir að um framgang
hjartans mála sé að tefla - mun
hafa sannast eitt sinn sem oftar
í sanrningstilraunum Huldu
Valtýsdóttur, form. Umhverf-
isráðs Reykjavíkurborgar við
Þorkel Valdimarsson eiganda
hins margfræga Fjalakattar í
Reykjavík. Hulda vildi semja
við Þorkel um að hann léti
Köttinn í skiptum fyrir Hótel
Islands planið, þar sem hann
fengi nánast jafn stóra lóð.
Þorkell benti Huldu vinsam-
lega á að planið hefði hún enga
heimild til að bjóða. Ekkert
væri hins vegar því til fyrirstöðu
að þau gætu samið á stundinni
sín í milli, úr því að Fjala-
kötturinn væri henni svo mikil-
vægur. Hann væri reiðubúinn
til að semja við hana um maka-
skipti á hlut Huldu í Árvakri
hf. (Morgunblaðinu) og Fjala-
kettinum, sem hún þar með
gæti þá ráðstafað algerlega eft-
ir eigin höfði.
Fundur þeirra Huldu og
Þorkels mun hafa fengið
snöggan endi. Ekki fara spurn-
ir af að formaður Umhverfis-
ráðs Reykjavíkurborgar hafi
falast eftir fleiri fundum með
eiganda Fjalakattarins.
Samtaka nú...
■ Einsogþjóðveiterukenn-
arar mjög óánægðir með kjör
sín og verða þau rædd á
kennaraþingi um helgina.
Samkvæmt heimildum NT hafa
Valgeiri Gestssyni formanni
Kennarasambandsins borist 48
staðfestar yfirlýsingar frá
kennurum í skóla einurn í
Reykjavík þar sem starfa 50
kennarar um að þeir séu til-
búnir að segja upp störfum
sínum. Einn kennari var er-
lendis og í einn náðist ekki
þannig að samstaðan er nokk-
uð góð....
Menningar-
sjokk í
Japan
■ „Stefna flestra fyrirtækj-
anna er á þá lund, að bónus-
gerðir komi til með að-bæta
öryggi umferðarinnar um veg-
inn töluvert.
Verk þetta sem áætlað er að
kosti í kringum 8 millj. króna
var boðið út og átti fstak h.f í
Reykjavík hagstæðasta tilboð-
ið. Reiknað er með að fram-
kvæmdir hefjist fljótlega.
greiðslur til stjórnarmanna og
æðstu stjórnenda lækka fyrst,
en bónusgreiðslur til almennra
verkamanna síðást“.
Framanritað er eitt af því
sem fulltrúum iðnfyrirtækja og
iðnaðarstofnana þótti meðal
þess merkilegasta er þeir
kynntust í kynnisferð til iðnfyr-
irtækja í Japan í janúar s.l.
Hvort þeir koma til með að
taka hina japönsku siði sér til
fyrirmyndar í íslenskum iðn-
fyrirtækjum væri gaman að
vita.
í skýrslu um ferðina kemur
m.a. fram að laun í Japan
skiptist í tvennt, annars vegar
föst mánaðarlaun og hins vegar
bónus, sem greiddur er tvisvar
á ári. í sumum tilfellum er
bónusinn sagður geta verið allt
að 40% af heildarlaunum.
Starfsmenn viti að með aukinni
framleiðni fyrirtækisins hækki
bónusinn, en minnki aftur á
móti ef fyrirtækinu gengur illa.
Samkvæmt fyrr nefndri reglu
virðist því Iitið svo á að ástæðn-
anna fyrir versnandi afkomu
megi fyrst leita hjá toppunum
í fyrirtækjunum en síst hjá
hinum lægst settu, og skulum
við yona að það sjónarmið hafi •
ekki komið íslenskum iðnrek-
endum of mikið á óvart.