NT - 31.05.1984, Blaðsíða 9

NT - 31.05.1984, Blaðsíða 9
líl' Fimmtudagur 31. maí 1984 9 ...„Þannig fær hagsýni ein■ stakra bænda og hagkvæmni einstakra bújarða ekki notið sín tilaðgefa bændumbetriarð og neytendum lægra vöruverð vegna þrðngsýni og rangrar stefnumótunar ráðamanna í iandbúnaði." takmörkuðu leyti, heldur í þéttbýli. Ef stjórnvöld standa sig hinsvegar í því að sjá til þess að öflugt atvinnulíf blómgist í þéttbýli utan SV- hornsins þá mun fólksfjöldinn úr dreifbýlinu ekki síðursækja í þéttbýlið nær sér, heldur en það sem er á SV-horninu. „Kartöflumálið“ hið eina sanna, virðist nú vera komið á þann skrið að atburðarásin hefur fært valdið úr höndum landbúnaðarráðherra; meira að segja þó svo að hann hefði fús viljað komast að þeirri sömu niðurstöðu og allt virðist benda til að verði, þ.e. frjáls innflutningur kartaflna þegar íslenskar fást ekki: Ég þekki ekki þær röksemd- ir er lágu -að baki stofnun Grænmetisverslunar landbún- aðarins á sínum tíma. Hinsveg- ar má Ijóst vera að hið eina sem gæti hugsanlega réttlætt tilveru Grænrrietisverslunar- innar nú, er sú röksemd að vernda þurfi innlenda fram- leiðslu þegar íslensk uppskera býðst. Þessi röksemd réttlætir hinsvegar ekki tilvist Græn- metisverslunarinnar sem ein- okunarfyrirtækis. Því mark- miði, að vernda innlenda fram- leiðendur, má ná á óteljandi aðra vegu en á að viðhalda einokunaraðstöðu Grænmet- isverslunarinnará innflutningi kartaflna. Ég er sannfærður um að íslenskir neytendur eru reiðu- búnir að fórna því að hafa ódýrar innfluttar kartöflur á boðstólum þann tíma sem ís- lensk uppskera stendur til boða, til þess eins að styðja innlenda framleiðslu. ■ „Því nriður hefur mest um- fjöllun um íslenskan landbún- að einungis verið í litunum svörtu og hvítu með brigslyrð- um og ofstæki á báða bóga.“ ■ „Eins og Gunnar Guð- bjartsson svara ég því neitandi að viðhald dreifbýlisbyggðar sé landbúnaðarmál.“ Nýjar búgreinar Þegar rætt er um hvað taka muni við hjá þeim bændum er láta munu af hefðbundinni bú- vöruframleiðslu ber eðlilega á góma atvinnugreinarnar loð- dýrarækt og fiskeldi. Hvaða leiðir sem farnar verða til að láta loðdýrarækt og fiskeldi taka við af hefðbundnum bú- greinum, þá er ég efins um að óhætt sé, að fenginni reynslu, að láta þær lögskipuðú og hefð- bundnu stofnanir landbúnað- arins sem nú vasast í skipulags- ■ „Landbúnaðarráðherra stendur frammi fyrir því hvort hann vill taka forystu fyrir sókninni að „kjörstöðu“ ís- lenskrar landbúnaðarfram- leiðslu eða hvort hann vill slá höfði sínu við stein og upp- skera með því fárra ára bið á því að „kjörstaöan" náist, þjóð- inni allri, bændum jafnt sem neytendum til óbætanlegs tjóns.“ málum hans, hafa hönd íbagga um hvernig umbreytingin til hinna nýju búgreina eigi að fara fram. Ráðamenn þjóðarinnar skyldu athuga að þegar þeir setja sér markmið þýðir yfir- leitt ekki að leita í smiðju „Hvaða leiðir sem farnar verða til að láta loðdýrarækt og fiskeldi taka við af hefðbundnum búgreinum, þá er ég efins um að óhætt sé, að fenginni reynslu, að láta þær lógskipuðu og hefðbundnu stofnanir landbúnaðar- ins sem nú vasast í skipulagsmálum hans, hafa höndí bagga um hvernig umbreytingin til hinna nýju búgreina eigi að fara fram.“ hagsmunasamtaka til þess, þar sem hagsmunasamtökum hætt- ir við að skorta hina nauðsyn- legu heildaryfirsýn sem þarf svo takast megi á við vandann. Hagsmunasamtök sem hlut eiga að máli mætti hinsvegar að einhverju leyti hafa með í ráðum við val þeirra leiða, sem mögulegar eru til að ná settum markmiðum. Sókn til „kjörstöðu“ Forystumenn Framsóknar- flokksins ættu að gera sér ljóst áður en það verður um seinan, að til er ákveðin „kjörstaða" landbúnaðar sem sótt verður til, hvort sem mönnum líkar betur eða verr. Landbúnaðar- ráðherra stendur frammi fyrir því hvort hann vill taka forystu í sókninni að „kjörstöðu" ís- lenskrar landbúnaðarfram- leiðslu eða hvort hann vill slást í för nreð þeim sem berja höfði sínu við stein og uppskera með því fárra ára bið á því að „kjörstaðan" náist, þjóðinni allri, bændum jafnt sem neyt- endum til óbætanlegs tjóns/ Það skipulag landbúnaðar- framleiðslunnar sem væri lík- legt til að standast kröfur dags- ins í dag og e.t.v. nokkurra næstu ára, væri að mínu mati það „skipulag“ þar sem opin- berum afskiptum af fram- leiðslu og sölu annarra land- búnaðarafurða en mjólkur, yrði með öllu hætt. Ég held að í reynd sé ekki þörf á því að hafa annað „skipulag“ á fram- leiðslu kinda- og nautakjöts hér á landi heldur en tíðkast við framleiðslu, slátrun og sölu á svína- og fuglakjöti. Það verðlagingarkerfi virðist skila framleiðendum sæmilegri af- komu og neytendum viðráðan- legu verði. Nokkuð öðru máli gildir um mjólk og mjólkurafurðir þar sem gild rök má færa fyrir skipulagningu á framleiðslu hennar og miöstýrðri verðlagn- ingu, þar eð ljóst má vera að halda þarf framleiðslu mjólkur nokkuð vítt um landið svo tryggt sé, að þegar veður og ófærð hamli löngum flutning- um, þá megi koma mjólk til neytenda með sæmilegu móti. Þessi einu rök réttlæta að mínu mati skipulag á framleiðslu mjólkur. Þessi rök gilda ekki um aðra búvöruframleiðslu. Við íslendingar búum við ótrúlega góða sérstöðu í land- búnaðarmálum. Sérstöðu sem okkur þarf að bera gæfa til að nýta. Fríverslunarsamningar okkar við EFTA og EBE krefja okkur ekki um að hing- að séu fluttar iandbúnaðaraf- urðir frá þessum löndum í samkeppni við innlenda fram- leiðslu, líkt og gerist um aðrar vörur t.d. iðnaðarvörur. Því þurfum við af eigin hvötum að laga framleiðsluna að íslensk- um markaði á sem ódýrastan hátt, þó svo að það útheimti einhverja búferlaflutninga. Þær jarðir sem leggjast munu í eyði þrátt fyrir ýmsa nýja nýt- ingarkosti. sem nú er verið að brvdda upp á; jarðir sem að okkar mati eiga ekki að fara í eyði, þær skulum við styrkja úr Byggðasjóði en ekki sníða öllum landbúnaöi okkar þröngan stakk að þeirra vexti. Bolli Héðinsson Málsvari frjálslyndis, samvinnu og félagshyggju Útgefandi: Nútíminn h.f. Ritstjórar: Magnús Ólafsson (ábm) og Þórarinn Þórarinsson Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 86300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsímar: 86387 og 86306. Verð í lausasölu 25 kr. Áskrift 250 kr. X~4J^T Setning og umbrot: Tæknideild NT. ™ Prentun: Blaðaprent hf. Vinsæl stjórn ■ Á því rúma ári, sem ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar hefur setið við völd, hefur stjórn hans margoft þurft að beita sér fyrir umdeildum aðgerðum í efnahagsmálum. Flestar aðgerðir þessarar ríkisstjórnar hafa þó verið markvisst skipulagðar með vel skilgreind tak- mörk að leiðarljósi. Árangurinn hefur einnig verið eftir því. Nægir hér að nefna sigurinn í baráttunni gegn verðbólgunni og að tekist skuli að halda uppi fullri atvinnu í landinu. Þessum markmiðum hefur ríkisstjórnin náð þrátt fyrir óvenju slæm ytri skilyrði, svo sem minnkandi sjávarafla. Allar efnahagsaðgerðir kosta eitthvað og svo er einnig með þær sem núverandi ríkisstjórn hefur þurft að grípa til. Efnahagsaðgerðir koma því alltaf til með að vekja óánægju einhvers staðar og því umfangsmeiri sem þær eru, því meiri óánægja er vakin. Ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar greip þegar í upphafi starfsferils síns til víðtækra aðgerða, sem voru nauðsynlegar til að vinna að langvarandi lausn á efnahagsvandamálum þjóð- arinnar. Því hefði eðlilega mátt búast við hraðminnkandi vinsældum stjórnarflokkanna tveggja. Niðurstöður skoðanakönnunar DV um vin- sældir ríkisstjórnarinnar, sem voru birtar í gær, eru því stórmerkilegar. Far kemur fram að tveir af hverjum þrem íslendingum styðja ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar með venjulegum fyrirvara um sannleiksgildi sköðanakannana. í þessum tölum er einungis átt við þá, sem tóku beina afstöðu í könnuninni. Þetta er meira fylgi en stjórnarflokkarnir höfðu samanlagt í síðustu kosningum og meira en í sams konar skoðana- könnun íoktóbers.l. en þóminna en ímarss.l. Þessar niðurstöður segja okkur, að þrátt fyrir harkalegar aðgerðir, slæm ytri skilyrði og áróður stjórnarandstæðinga er það fyrst og fremst árangurinn af aðgerðunum, sem kjósendur líta á, þegar þeir taka afstöðu til ríkisstjórnarinnar. Fetta er virðingavert viðhorf. Það mat, sem DV leggur á þessa meginniður- stöðu könnunarinnar er hins vegar einkennilegt. í öllum meginfyrirsögnum blaðsins er lögð áhersla á að ríkisstjórnin hafi tapað fylgi og er þá væntanlega könnunin í mars lögð til viðmiðunar. Ekki er ljóst hvaða hvatir liggja hér að baki, en minna má á, að neikvæðar fréttir eru taldar seljast betur en jákvæðar. Þegar úrtakið er lítið og skekkjumörkin því stór, geta skoðanakannanir aldrei gefið nema vísbendingu um það sem þeim er ætlað að varpa ljósi á. Og kannanir DV gefa okkur greinilega til kynna að ríkisstjórnin nýtur trausts fólksins.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.