NT - 31.05.1984, Page 10

NT - 31.05.1984, Page 10
Fimmtudagur 31. maí 1984 10 Vettvangur Búseti svarar Skugga ■ 14. maf sl., sama dag og Búseti var strikaður út úr liús- næðisfrumvarpinu af þeim Þorsteini Pálssyni og Alexand- er Stefánssyni, birtist í Skugga NT sú ómerkilegasta árás, sem komið hefur á prenti hingað til á húsnæðissamvinnufélögin. Sannarlega einkennilcg tilvilj- un. Fyrirsögnin -„Burt með Búseta“, sagði allt um innihald greinarinnar - sannkallaður Svarthöfðastíll. Pað er sagt að félagsmála- ráðherra hafi þurft að sæta því, að selja Búseta fyrir Mangó- sopa þennan örlagaríka dag. Það skyldi þó ekki vera að hið framsækna blað - NT sem kennir sig við frjálslyndi,sam- vinnu og félagshyggju, hafi þurft að selja pláss fyrir ó- hróður um húsnæðissamvinnu- félögin fyrir fasteignaauglýs- ingarnar? Því miður skýlir Skuggi sér á bak við nafnið og leyndina og ætti þvf ekki að vera svaraverður, en rógstung- an nær stundum langt og því verður Skugga svarað hér. í upphafi er talað um að „leigjendafélagið" Búseti sé vond hugmynd og í lokin er búseti talinn hættuleg tíma- skekkja. Hvers vegna er hús- næðisform eins og búseturétt- arformið tímaskekkja og vond hugmynd hér, þegar það hefur sannað ágæti sitt í öllum ná- grannalöndum okkar í marga áratugi og vinnur á frekar en hitt? Það er hægt að fara mörgum orðum um húsnæðis- kerfið á íslandi, en nú er að renna upp fyrir flestum að við búum vio miklu lakara og frumstæðara húsnæðiskerfi en flest lönd í kringum okkur. í landi eins og Noregi eru um 700 þúsund manns í húsnæðis- samvinnufélögum og hér á landi eru þeir þegar orðnir hátt í þrjú þúsund í þremur fé- lögum. Það er kannski velvild- in sem kvartað er yfir? Reynt er að láta líta svo út sem orðið „húsnæðissam- vinnufélag" sé rangnefni till að blekkja framsóknarmenn og krata, en í reynd sé um að ræða leigjendafélag mennt- aðra „Marxista", sem ekkert vilji eiga og nenni að sjálfsögðu ekki að koma sér upp þaki yfir höfuðið sjálfir, heldur ætli að seilast í sjóði láglaunafólksins með því að láta Byggingasjóð verkamanna fjármagna fyrir- tækið. Það vill svo til að undirritað- ur mun einna fyrstur hafa nefnt orðið „húsnæðissamvinnu- félag" yfir þetta húsnæðisform, enda slík félög skilgreind sem samvinnufélög erlendis og starfa samkvæmt samvinnu- lögum. Svo er einnig hér og samþykktir Búseta eru sniðnar að íslensku samvinnulög- unum. Rætur fyrsta húsnæðissam- vinnufélagsins hér á landi voru í Leigjendasamtökunum, en vaggan í félagsheimili sam- vinnumanna í Reykjavík - Hamragörðum og þar er skrif- stofa Búseta. Á Akureyri var það KEA ásamt félögum sam- vinnustarfsmanna sem áttu frumkvæðið að stofnun húsnæðissamvinnufélags. Landssamband ísl. samvinnu- starfsmanna hefur hér líka átt mikinn hlut að máli og stóð m.a. fyrir athugun á búsetu- réttarforminu í Svíþjóð, sem leiddi til samstarfs við stjórn leigjendasamtakanna um fyrsta félagið. En fyrst og fremst er það áhugafólk úr ýmsum áttum sem hefur rutt húsnæðissamvinufélögunum braut hérlendis og situr í stjórnum þeirra nú. Það telst svo varla galli að hafa vel menntaða einstaklinga í for- ustu sem sumir hverjir hafa sérmenntun á sviði húsnæðis- og byggingamála. Eins og orðið húsnæðissam- vinnufélag, er orðið búseti ný- yrði í íslensku máli og höf- undur þess formaður Búseta í Reykjavík. Þetta er orð yfir þá sem koma til með að kaupa sér búseturétt í íbúðum húsnæðis- samvinnufélaga. Þeir verða því ekki leigjendur í merkingu þess orðs nú. Tal Skugga um „leigjendafélag" virðist reynd- ar eiga að tengjast þeim for- dómum sem hér ríða húsum í garð leigjenda. Um pólitískar skoðanir stjórnarmanna í húsnæðissamvinnufélögunum verður ekkert fullyrt enda Burt með Búseta I c< s,m<l hu». I ,m>nd. *** rktcn fnndi 4 |,| I Ivljndt Ftlu hciu hclur nm ' I 'd •vaiiicffur vclvihb, mcðul fl ‘<|n* »A niurci, I «U.i u. hln' "KWll I Auk þcu hjI, fl mtnn íKc< liuA hji |,Au .A I r:-'h>j*1-1 *' * J f lÍKKSXÆií' ■ «k,j Kihyjcl, . h-, . | l|"lm,dlum , tcngxlum wrt vlik- » uppnkur • ,'cmu',I|M' WutWI lcifu|,,IJ nurg/i 4ri*cVhonn um upið <nP? Ku‘' 1 ‘Cfkiminmhu 'iidikcrfinu l,i, dmud „Anj vtuul Hinn hc(A hifi ivipiAi »£ri > A vloðvi V HflUI 1 l,t •..-"1 vun n»nvi v,«k,, minnjhuMjðikcrtninji IIuhii vjr kynnluf vcm ■ ..nuvniðnvjmvinnulcljj J cinkum ið þ„ „ ,j, ^ I Ifjmvokm,. IfMKlki cjmvinnulclj(jnn,í iWmÆtTO. I ÍJ“"* * ujAfnin »ð I u,U*T‘ *' f« lynf Ía ■- «u,c„unnn U fHIm.huml- n Pci, mcðlimr Kfcidvlubyrd, if húincA, unu ofBúici.miðu,. cn «/bor.«„. " Un*«"l <““h"ilc|.r lci»ujj.ld^, ítngi f “I ““Þcgir hknn I 'vo -hcppnir- ,ð (1 lcicuihuð I *,r"'j ilillcjj upphrA, b»,,„n ■ "U'clufCllinn SIAin , * {*" ,,,hc"d' m4„jAi,- M Ici||uWjM vcm nil.jvi mj,kj,Vv„A i k-,»u,nj,kjA, ■ A|Am hjndhjl, huvc luictij, I ’S."" ,C,", 3' »' 1 «“«11 1 ,h‘*' *■' '‘‘P'c um huvnvA, ! "'*>"'•* Þnrfi cAj | vmckkv. kcmu, i l,Av jA hinn I "clu, JvjliA i (i|J,u Vidhom ■ indi ccfur vcli buvclurClunn. Augl,AvJcgi þjAna, vcrki- minnibúviiðakcfliA hnv- rnunum cimullingHn, m‘n hctu,. GrciðslubyrAi „ vvipuA 1 ^rn tilvikum. cn tiuSu- •naAunnn kauar (é s4«mi 4 lT'C»r ‘■'uninnni, «'«■ llinn U, ocujp k huu«Ai hjj vfjdrn Búicu mcðm hinn Asku o( hinn rfcppu, viA jA killisi .cijjndi IhoAjrtiúvncVi- miAum ICIigsmv h' tkTÍj mcnniuðum Mjfsivium klcili ið komisi yfir huvncð, in hc„ bugvjoni, *mtukc,l, Buvcli<n þc„ hjl. *' **"“ -ci| «" Cigcndur Buhii vcrAu, *«du, Pcgj, vkoAuA ... vmim vamin jA lcnvvcldív/c' H*iclhinnl,l„ l ,þjA|,j, IAf i nulimi þjoA/Cljgi' Nu c, Ijovi jA cl IJuvcl, j jA 14 ji'yjnj; aA opmhcu lanvlc j pcim kjiirum vcm/Cljf,Ap.j,| 4 ‘ifðu, þjA lc jA k.m Uwngi-joð, v„k.m........... c« hi„„ ,jnj( vdkjmjnnihucijAj HUucu . t>*rf þi «4 ukj hlulj jI hc.m I lek“rf<IU ,"u «H*|- I W'M.k.Ahclu'v-ui/A Í* »A porlum þc„ |„jkv hjh 1 vcriA lullnxvi t, nokk... L...V jArfllUijjABuHHukihlui, »í pcwu iskmjikjAj |jnvt,j, rfn‘ 1,1 h>UJ‘ tciguhuv- I I »llif rtiu fCl, 4 l>n, mr, Jt blj ifum vcn vjillvjgi jA vjm vinnutclog (oik. vcm cnd.lc,j ‘t» lc'gj. lcngju cnm, J,t ■»n hn 4 mcAan • linv/c tbúðífhuvnxAi * I R©S-*T!| /yrsl mi 1 Þcu'i ckk. rciiUiivmji, jJj' lluvn<,Sivvjmvinnulclo|| ^hj.Mtóki^c^is. tcnvveld. , UndiA Pcu vc,m h*»Ai cmsukluiur sim , "P'f't MUpins viíAisi vcm Þ***r iC ckki a/vc, úl htcð ilð oj iinu Bú«u sio/nun o, blkm cins og Annur /élA. icm cru' stA,, smAun m SijAcnm v„A- ur N U aðdi vcm hi,„ °* cigandi, riðvtifa, Ijirmunum. Ikvcður ið mevru ?"£?* •cruhuwinði vcrður tSf ■»1 st ’•••'"• •• i „"cr.S'U,,1;;," »«d, *buðj, w.,»í*rLíi ‘Jil/ur fanvi ,f„ i,| fcljgsinv^ m!™i‘ 'fí,* t,nw*kl,n/i,n,r 1 ‘liB'cAi og frds. aldrei urn þær spurt. Sjálfsagt er þar um að ræða kjósendur allra flokka og húsnæðisvandi hvers og eins fer ekki eftir pólitík. Skugga verður tíðrætt um lénsveldisfélag, bákn, stofnun, stjórn sem öllu ræður o.s.frv. Reynt er að láta líta svo út sem hinn almenni félagsmaður muni engu ráða. Staðreyndin er hins vegar sú að með búseturéttar- og samvinnuforminu hefur fólk meiri möguleika til að hafa áhrif á rekstur, viðhald, skipu- lag innandyra sem utan, sam- eign og öll mannleg samskipti, en með því eignar- eða leigu- formi sem við þekkjum hér í dag. Um hvern íbúðakjarna er stofnað sérstakt búsetufélag þeirra sem þar búa og með fjárhagslega ábyrgð, og mörg búsetufélög geta verið innan eins húsnæðissamvinnufélags. Búsetufélög geta verið innan eins húsnæðissamvinnufélags. Búsetufélögin verða í reynd íbúðafélög sem stuðla rn.a. að víðtækri kynningu meðal félagsmanna og efla öll mann- leg samskipti. I dag býr fólk á íslandi í ótrúlegri einangrun frá nágrönnum sínum. Kannski er verið að „vernda" eignarréttinn með því? í húsnæðissamvinnufélög- unum er allt húsnæði í sameign fégsmanna. Aðrir eiga það ekki. íbúð fimm manna fjöl- skyldu er líka sameign fjöl- skyldunnar, kaupfélagið er sameign allra félagsmanna og póstur og sími er sameign okk- ar allra. Húsnæðissamvinnufélag er eins og hvert annað samvinnu- félag - öllum opið og þar gildir reglan - einn félagsmaður - eitt atkvæði. Hvort búsetufé- lag kýs sér svo sérstaka stjórn og allir, hvort sem þeir hafa keypt sér búseturétt eða ekki. kjósa stjórn húsnæðissam- vinnufélagsins árlega. Hin ungu húsnæðissamvinnufélög hér á landi hafa haldið uppi mjög öflugu fjöldastarfi til þessa og kynningarstarf verið til sérstakrar fyrirmyndar. Óhróður Skugga í þessu efni fellur því um sjálfan sig eins og allt annað í hans ruslasmíð. Svo er það verkamanna- bústaðakerfið. Það er meira dæmalausa umyggjan sem „sumir" sýna því þessa dagana, og það er allt í einu orðið allra meina bót. Á sama tíma er verkamannaþústaðakerfið í fjársvelti, lánakjör þcss stór- lega skert með nýjum húsnæðislögum og stéttarfélög og sveitarfélög gera fátt til að standa um það vörð. Kannski hefur Búseti haldið uppi meiri vörnum fyrir verkamanna- bústaði að undanförnu en nokkur aðili annar? Hins vegar reyna andófs- menn Búseta að egna saman verkamannabústöðunum og húsnæðissamvinnufélögunum og skrif Skugga eru vissulega af því sauðahúsi. Hann reynir svo að koma því að, að þeir sem búa í búseturéttaríbúðum lendi í gildru sem þeir kornist ekki úr, vilji þeir breyta til. Þá eigi þeir ekki neitt nema það sem þeir fá fyrir búseturéttinn. En hvað á leigjandi sem allt í einu fær sparkið og verður að flytja með allt sitt? Ekki hefur Skuggi áhyggjur af því. Allir, hvort sern þeir eiga húsnæði eða leigja það, þurfa annað húsnæði þegar þeir flytja, og enginn hefur það með sér í gröfina. í húsnæðissamvinnufélög- unum er það eitt grundvallar- atriði að allir búi í því húsnæði sem hæfir fjölskyldustærð hverju sinni og það er í valdi félagsmanna hvers félags, hverskonar húsnæði er byggt. Stækki fjölskyldan veitir búseturétturinn forgang að stærri húsnæði sem losnar og öfugt. Þá skapast nýir og áður óþekktir möguleikar fyrir fólk sem er að flytjast á milli bæjar- hluta, landshluta og jafnvel landa með búseturéttaríbúð- um sem víðast. Mikilvægasta atriði búsetu- réttar er þó að hann er ótíma- bundinn og erfist til maka og eftirlifandi barna. Hann má þó selja hvenær sem er. Þá fylgir honum mun meira frjáls- ræði til breytinga á íbúð en venjulegum leigurétti. Reynd- ar hliðstæður eignarrétti í fjöl- býlishúsi. Það má hafa mörg orð um verkamannabústaðakerfið, kosti þess og galla. Það er að sjálfsögðu ekkert annað en séreignakerfi sem lítur opin- berri stjórn. í dag leysir það því miður vanda lítils hóps og tilviljun ræður oft hverjir eru í þessum hópi. Lánakjör eru að sönnu hagstæð, en lánaréttur úr lífeyrissjóðum gagnast fáum. Félagsmenn í húsnæðis- samvinnufélögunum eru að stærstum hluta verkafólk og margir þeirra hafa sótt urn verkamannabústað í áravís. Aðrir sækjast ekki eftir að láta flokka sig í húsnæði eftir per- sónulegum kringumstæðum. Félagsmenn Búseta tóku virkan þátt í baráttudegi verkalýðsins 1. maí í Reykja- vík, og settu glæsilegan svip á gönguna undir baráttumerki sínu, sem að vísu er ekki „ráutt". Skuggi forðaðist að sjálfsögðu að það sæist til bú- seta á nrynd þeirri sem birtist með ritsmíð hans. í niðurlagi segir Skuggi að „leigusérvitringarnir" eigi að bíða eftir því að allir aðrir fái 80% lánarétt. Þá má kannski fara að sinna þeim. Sennilega eru þessi niðurlagsorð það ómerkilegasta af öllu ómerku í þessari níðsmíð. í raun er hann að segja að þeir sem minnsta hafa þörfina eigi að fá fyrst og mest. Hinir sem minna mega sín og eru oft í mestri nauð, eiga að bíða þar til síðast og að sjálfsögðu eiga valkostir að vera sem fæstir. Fólk er ekki í Búseta af leikaraskap og skemmtiþörf. Það er vegna þess neyðar- ástands sem hér er að skapast í húsnæðismálum og vill brjót- ast úr úr neyðini með samtaka- mætti og eftir leið sem alls staðar annars staðar hefur gef- ist mjög vel. Þetta er ungt fólk og gamalt, námsfólk og verka- fólk, einstæðir foreldrar og öryrkjar, margir búsettir er- lendis, fjölskyldufólk og ein- hleypingar. Og að öllum góð- um málum laðast hugsjónafólk sem vill leggja fram krafta sína að bæta þetta þjóðfélag. Það verður líka gert þótt Skugga- baldur sé á sveimi. NT mætti svo biðja fleiri en Jóhannes Nordal afsökunar í leiðara- skrifum. Með þökk fyrir birtinguna. Reynir Ingibjartsson, starfsmaður Búseta. Ljósmyndasýn ing í Djúpinu eftir Sigrúnu Þorvarðardóttur ■ f kjallara veitingastaðarins Hornsins í Hafnarstræti, nánar tiltekið í Djúpinu, stendur nú yfir Ijósmyndasýning ungrar myndlistakonu. Sýning þessi ber yfirskriftina „don’t talk ’bout it“ og talað’ ekki umða" og eru myndirnar eftir Sigríði Völu Haraldsdóttur sem reyndar kallar sig Si. Völu og er hún á þriðja ári í Myndlista- og handíðask. ísl. Stór hluti sýningarinnar sýn- ir mismunandi sjónarhorn fjöl- býlishúsa í Breiðholti og sagði listakonan aðspurð að hún væri að reyna að sýna dauðann og grámygluna sem hún svo oft upplifir er hún kemur heim til sín en hún á því óláni að fagna að búa þarna í verkamanna- bústöðum ásamt dóttur og ástmanni. En það jákvæða við Breið- holtið tjáir Si. Vala er að þetta ■ Sigrún Þorvarðardóttir er eini staðurinn þar sem heil- brigð húsnæðiskaup fara fram og er ég henni þar sammála - breytum bara Breiðholtinu í lifandi og aðlaðandi staðl. Sigga Vala tjáir mér einnig að fólkið allflest sem býr þarna sé búið að týna allri sköpunar- gleði þessir dauðu kassar sem eru allir eins séu búnir að sjúga allan andlegan mátt og ekkert er eftir til að gleðjast yfir þegar horft er á eftir síðasta gjald- fallna víxlinum á leið í inn- heimtu. Oft er þörf en nú er nauðsyn hjálpumst að við að breyta þessum Auschwitz-búð- um í mann- og dýrsæmandi stað. En eins og Sigga Vala hefur komist næst er bannað að hafa frjáfs dýr þarna en þú mátt hafa fugl í búri! Ætli Guð hafi vonast til að svona færi við sköpunina eða frumukekkirnir sem í sakleysi sínu ætluðu bara að búa til lítinn, sætan, frjálsan fugl. Nei ætli það. En eitt jákvætt um Breið- holtið í verslunarkjarnanum eru allir veggir þaktir hinum Sýningu Sigríðar lýkur í kvöld. Listamaöurinn í góðu yfirlæti. og þessum skilaboðum og myndum og nöfnum og ónöfn- um, alltaf finna krakkarnir sér undankomuleið enda eins gott að þau kafni ekki fólkið sem erfir af okkur hinum landið. Þessi sýning er í raun ein heildarsaga sem byrjar á of- angreindum boðskap en síðan taka við algjörar mótsagnir, myndir sem sýna mikla hreyf- ingu næstum djöfullegan kraft, eitthvað sem oft fer gjarnan framhjá fólki. Síðan koma myndir af fólki sem er saman en þó ekki saman. Varðandi nafnið á sýning- unni datt undirritaðri fyrst í huga að hérna væri listakona í felum sem vildi ekki trana sér of mikið fram en síðan fannst mér að þetta væri frekar vísun í eitthvað álíka og Halldór gamli Laxnes talaði um hér í den tid nefnilega „det vidund- erligste" ekki þetta í dúkku- heimili Ibsens heldur hið undursamlega sem ekki væri hægt að tala um því þá væri það ekki lengur til, um leið og búið væri að taka á hlutunum tala um þá þá væru þeir í rauninni eyddir, ekki lengur til. Ég spurði listakonuna út í þetta en hún sagði að nafnið hefði komið út frá Breiðholts- myndunum firringin sem samt má helst ekki tala um, en fannst hugmyndir mínar al- gjörlega í sínum anda og vildi endilega láta þær fara með boðskapasúpunni. Drífið ykk- ur endilega á sýninguna en henni lýkur í kvöld.

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.