NT - 29.06.1984, Blaðsíða 2

NT - 29.06.1984, Blaðsíða 2
Föstudagur 29. júní 1984 2 Er VSÍ á móti Blönduvirkjun? - í virkjanadeilunni er togast á í ýmsar áttir ■ Eins og lesendum NT er kunnugt hefur verið mikill hasar kringum Blönduvirkjun að undanförnu og enn fer því fjarri að nokkur niðurstaða sé í aug- sýn í málinu. Pannig gæti t.d. farið að Blönduvirkjun yrði frestað um eitt ár til viðbótar eða jafnvel um lengri tíma. En hvað er það sem raunverulega liggur á bak við þessar deilur? Hvað veldur því að ekki hefur enn náðst samkomulag um sam- ræmdan virkjanasamning fyrir allt landið eða a.m.k. kjara- samningur fyrir Blönduvirkjun, þannig að hægt væri að hefjast lianda. Það virðistsannastsagna mjög undarlegt að nú, tæpunr tveimur árum eftir að samninga- umleitanir hófust, skuli samn- ingar ekki einu sinni vera í sjónmáli. Svo virðist sem sterk öfl séu í Vinnuveitendasambandi ís- lands sem beiti sér gegn Blöndu- virkjun. NT hefur fyrir því heimildir úr ýmsum áttum að íslenskir verktakar standi mjög höllum fæti gagnvart erlendum keppinautum þegar um er að ræða neðanjarðarmannvirki af því tagi sem nú á að gera við Blöndu. íslenskirverktakarhafi hreinlega ekki yfir að ráða nægi- legri þekkingu og tæknikunn- áttu í þessum efnum til að vera fullkomlega samkeppnishæfir við slíkar framkvæmdir. Það er líka komið á daginn að norskt fyrirtæki, Jernbetong, átti lægsta tilboðið í neðanjarðar- framkvæmdirnar við Blöndu, ásamt Ellert Skúlasyni. Hitt mun ekki hafa verið almennt í fréttum að bróðurparturinn af þessum framkvæmdum, eða um 85% kemur í hlut Jernbetongs. Því má heldur ekki gleyma, að einkum framan af, ríkti nokkur óvissa um það, hvað ætti að gera við orkuna frá Blönduvirkjun auk þess sem fylgjendur byggðastefnu líta sennilega ekki á VSÍ sem sitt traustasta vígi. Þannig má leiða ýmsum líkum að því að atvinnu- pólitískar og byggðapólitískar ástæður skapi visst áhugaleysi fyrir Blönduvirkjun innan VSÍ, svo ekki sé meira sagt. Hvaða ástæður sem menn annars kunna að vilja tilgreina fyrir viljaleysi VSÍ, virðist erfitt að draga aðrar ályktanir af gangi samningaviðræðnanna þau tæpu tvö ár sem liðin eru síðan fyrstu þreifingar um Blöndu- samning fór fram, en að það hafi a.m.k. ekki verið allra heitasta baráttumál VSl að ná virkjanasamningi. Þessu til sönnunar skal hér' sagt frá einu atviki sem NT hefur fengið staðfest svo margoft að ástæðulaust er að draga frásögn- ina í efa. í fyrrasumar var ákveðinn samningafundur á Blönduósi er standa skyldi síðari hluta föstu- dags, allan laugardaginn og jafnvel fram á sunnudag. Það er samdóma álit þeirra aðila sem NT hefur rætt við í verkalýðs- hreyfingunni að í þeim herbúð- um liafi menn reiknað með mikilli samningavinnu yfir helg- ina og gert sér vonir urn að Kyrrlátir stuðningsmenn ■ Á landsleik íslands og Noregs í knattspyrnu á Laug- ardagsvelli á dögunum var afmarkaður hluti stúkunnar alsettur grænum sessum. Þar skyldi nýstofnaður Stuðn- ingsmannaklúbbur landsliðs- ins hafa aðsetur. Ekki var þessi afmarkaði hluti stúk- urinar fullskipaður, en þegar stúkugestir, sem ekki fengu sæti sóttu í lausu sætin voru þeir með harðri hendi reknir í burtu, hér eru sæti stuðn- ingsmanna landsliðsins*'. Reyndar bjuggust vallar- gestir við að „Stuðnings- mannaklúbburinn" mundi standa fyrir hvatningarhróp- um til landans sem barðist harðri baráttu á grasinu fyrir framan, en það var öðru nær. Hvorki hósti né stuna leið frá brjóstum „Stuðnings- mannanna", enda fór ágæt- lega um þá. Það var ekki fyrr en tveir drukknir Norðmenn og einn íslendingur af svipaðri gráðu höfðu svindlað sér inn í „Stuðningsmannastúkuna" og hrópuðu „ísland" og „Norge" til skiptis, að tveir „Stuðningsmannanna" tóku við sér. Drógu þeir upp hvor sinn gasknúna lúðurinn, og hófu að flauta í takt. Lifnaði þá örlítið yfir „Stuðnings- mönnunum". Helsta framtak Stuðnings- mannaklúbbs landliðsins kom síðan í ljós eftir leikinn. Þá buðu þeir landsliðsmönnum, stjórnarmönnum KSÍ, sjálf- um sér og fleira úrvalsfólki upp á veitingar í Baldurs- liaga. Af prestastefnu ■ Prestastefna er í fullum gangi á Laugarvatni og er því margt um guðsmanninn þar um slóðir. Gufubaðið á Laugarvatni er alltaf vinsælt meðal gesta og á það ekki síður við um prestana en aðra. Þannig voru margir- klerkar mættir í gufuna á þriðjudaginn var, síðla kvölds, og höfðu eitthvað á gleri með sér. Spurðust þeir fyrir hvort mætti vera á Ádamsklæðunum einum í gufubaðinu og var tjáð af baðverði að það færi eftir löngun hvers og eins. Þar við sat og settust prestar í gufuna og voru allir í skýlum. Ekki höfðu þeir lengi setið þegar kona nokkur kom inn til þeirra í gufubaðið. Þá brá svo við að tveir klerkanna snöruðust inn í búningsklef- ann, rifu sig úrskýlunum, og mættu kviknaktir til gufu á ný. Ekki fylgir sögunni hvernig þessari gufubaðsferð guðsmannanna lyktaði. « Ennaf prestastefnu ■ Eitthvað mun blessuðum biskupnum hafa misboðið vínandaneysla klerkastéttar- innar á prestastefnunni sem haldin var á Hólum í Hjalta- dal í fyrra. Til að koma í veg fyrir að slíkt endurtæki sig tékk hótelhaldarinn á Laugar- vatni ströng fyrirmæli um að hafa barina lokaða á meðan á stefnunni stæði í ár. Mun þeim hafa verið fylgt að verulega mundi þokast í sam- komulagsátt. Á föstudaginn var farið í skoðunarferð um virkjunar- svæðið og síðan sest á rökstóla seinnipart föstudagsins. Um kvöldið var gert matarhlé, en síðan mun hafa verið ætlunin að taka aftur upp þráðinn og halda áfram samningaviðræðum fram eftir kvöldi. Að afloknum snæðingi brá hins vegar svo við að fulltrúi VSÍ í samningviðræðunum tók sér bílaleigubíl ogók til Reykja- víkur. Ýmsar heimildir NT herma einnig að þau öfl innan VSÍ sem séu andvíg virkjun Blöndu, muni álíta tímann vinna með sér, þar eð virkjunarmöguleikar á Tungnaársvæðinu reiknist æ hagkvæmari, en þar standi stóru íslensku verktakarnir í VSÍ bet- ur að vígi. Frá því hefur verið skýrt hér í blaðinu að upp hafi komið raddir í Landsvirkjun í þá veru að taka virkjunarfram- kvæmdir á Tungnaársvæðinu til nánari athugunar og fresta Blönduvirkjun. Án þess að dregið sé úr mikilvægi þessarar umræðu, mun hitt þó sönnu nær að enn sé fullur vilji fyrir fram- kvæmdum við Blöndu í stjórn Landsvirkjunar, og þar með mestu en þó hafa menn feng- ið einhverja brjóstbirtu með matnum. Hafa síðustu dagar minnt margan Laugvetning á fyrri ár, en þá mun allt hafa verið bannað á Laugarvatni senr innihélt vínanda. Sér- stakt skilti var þá við veginn, áður en komið var til Laugar- vatns, þar sem stóð: Himna- ríki á jörð - allt bannað. Fótbrotinn lögfræðingur ■ liðindamaður Dropa frétti um daginn grátbroslega sögu en ekkert skal fullyrt unr sannleiksgildi hennar. Við látum hana samt flakka. Haraldur Blöndal heitir lög- fræðingur hér í bæ. Mun hann nýlega hafa unnið mál fyrir hæstarétti og var að vonum ánægður með það. Hins vegar varð hann fyrir leiðinlegu óláni er hann gekk um gólf og var að lesa dóm- skjöl málsins. Einhverra hluta vegna varð stigaop á vegi hans og er ekki að orðlengja það, hann datt niður stigann og fótbraut sig. Haraldur er nú á batavegi, kominn í göngugifs og ófeim- inn við að segja frá klaufa- skap sínum. Sumir gárungar halda því hins vegar fram að það hafi verið andstæðingur Haraldar, sá er tapaði mál- inu, sem gengiö hafi svona frá honum eftir dóminn! einnig fullur vilji fyrir því að ná samkomulagi um virkjanasamn- ing sem allra fyrst. Það gefur einnig auga leið aó frckari tafir á því að hægt sé að hefja farmkvæmdir við Blöndu kosta Landsvirkjun stórfé, a.m.k. meðan sú stefna er óbreytt að halda skiladögum óbreyttum, þótt upphaf framkvæmda tefjist. Eftir því sem NT hefur hlerað er einnig uppi viss ágreiningur hjá verkalýðssamtökunum um málið. Þannig nrun það vera ríkjandi skoðun í Verkamanna- sambandinu að kaupkröfur þær sem iðnaðarmenn hafa sett fram í viðræðunum séu óraunhæfar og ekki til annars en tefja fyrir samkomulaginu. Þetta ereinnig hin opinbera afstaða Vinnuveit- endasambandsins, eins og áður hefur komið fram hér í blaðinu. Þá munu og viss öfl í verka- lýðshreyfingunni vinna að því unr þessar mundir að fá Verka- lýðsfélagi Rangæinga til að breyta þeirri afstöðu sinni að hætta þátttöku í viðræðunum. í því sambandi má benda á að eftir að Rangæingur sleit samn- ingaviðræðunum vegna þeirrar túlkunar VSÍ að Tungnaár- svæðissamningurinn væri í gildi, hefur VSI lýst því yfir að eðlilegt sé að samið verði um að sam- ræmdur virkjanasamningur leysi Tungnaársvæðissamning- inn af hólmi. Hvort stjórn Rangæingsgetur fallist á þessa túlkun kemur væntalega í ljós að loknum stjórnarfundinum í kvöld. Að öllu samanteknu virðist Ijóst að verulegur vilji muni vera fyrir hendi á báðum víg- stöðvum fyrir því að ná sam- komulagi í þessari deilu, jafnvel þótt ef til vill sé ekki hægt að segja það um alla aðila málsins. Það virðast því þrátt fyrir allt allmiklar líkur á að samræmdur virkjanasamningur sé í burðar- liðnum og verði jafnvel orðinn að veruleika fyrir miðjan júlí. ■ í fyrrakvöld var lög- reglunni gert viðvart um menn sem fóru um borð í Mánafoss og komu þaðan með ein- hvern varning í poka. Lögreglunni þótti rétt að kanna þetta mál nán- ar og fá skýringu á ferðum þeirra. Gallinn var hins vegar að mennirnir ferðuðust á slöngubát og greip lög- reglan því til þess ráðs að setja út slöngubát. Eftir að lögreglan náði hinum bátnum skýrðust málin og reyndust ekki vera neinir lögbrjótar á ferð. Prestastefnu lokið: „Erum bara belgdir út á biskupanna kostnað" - talið að tryggja þurfi sjálfstæði kirkjunnar Embættin fara öll í hnút sem ekki getur lusnað. Viö erum bara belgdir út á biskupanna kostnað. Þessi vísa varð til á fundi prófasta á prestastefnunni, sem var slitið í Skálhblti í gærkvöldi. Helsta mál prestastefnunnar að þessu sinni var svokallað starfsmannafrumvarp, sem nefnd undir forsæti Armanns Snævarrs hefur samið og verður síðar lagt fyrir Alþingi. „Starfsmannafrumvarpið mætti frekar kalla frumvarp um þjóna kirkjunnar, því að það fjallar að svo komnu máli aðeins um hina vígðu þjóna, presta, prófasta og biskupa," sagði séra Bernharður Guðmundsson fréttafulltrúi kirkjunnar í sam- tali við NT. í ályktun frá prestastefnunni segir, að hún samþykki í megin atriðum það starfsmannafrum- varp, sern fyrir liggi og styðji sérstaklega framgang laga um þrjú biskupsdæmi. Lögð er á það áhersla að Alþingi íslend- inga taki til umfjöllunar og af- greiðslu þau frumvörp, sem Kirkjuþing þjóðkirkjunnar leggur fram. „Við leggum á það áherslu, að þetta frumvarp þarfnist skoðunar. Það sé nauðsynlegt að fá rammalöggjöf um kirkj- una og kirkjulegt starf, því að löggjöfin sem slík er viðurkenn- ing á réttindum og skyldum kirkjunnar. Hins vegar er þetta þjóðkirkja, en ekki ríkiskirkja, og það þarf því að tryggja sjálfstæði kirkjunnar í innri málum. Kirkjan óskar ekki eftir afskiptum ríkisins af innri málum." sagði séra Bernharð- ur. í umræðuhópum á presta- stefnu korn m.a. fram sú hug- mynd að samin verði erindisbréf fyrir hvern prest á hverjum stað og a nverjum tinra, þar senr starfsaðstæður eru svo misrnun- andi eftir prestaköllum. Einnig kom fram hugmynd um, að prófastar verði kosnir til ákveð- ins tíma og að starfsvettvangur þeirra verði aukinn. Af því tilefni varð vísan hér að ofan til. Prestastefnan var haldin í Húsmæraskólanum á Laugar- vatni og sagði séra Bernharður, að lífið hefði leikið við þá presta þar í dásamlegu sólskini. Hjálmar Ólafs son látinn ■ Hjálmar Ólafsson kennari og formaður Nor- ræna félagsins á íslandi var bráðkvaddur á heimili sínu síðdegis á miðvikudag. Hjálmar var fæddur í Reykjavík 25. ágúst 1924 og var því tæplega sextugur að aldri. Foreldrar hans voru Ólafur Einarsson sjómaður og síðar vörubílsstjóri í Reykjavík og kona hans Dóróthea Árnadóttir. Hjálmar stundaði nám við Háskóla fslands á fimmta áratugnum og lauk þaðan prófum í heimspeki, efna- fræði, ensku, dönsku og upp- eldisfræði. Lagði hann stund á kennaranám í Danmörku næstu ár. Hann var lengi kennari við Gangfræðaskóla Austur- bæjar, lektor við borgarhá- skólann í Amsterdam í eitt ár og frá 1970 kennari og konrektor við Menntaskól- ann í Hamrahlíð. Frá 1962 til 70 gegndi Hjálmar stöðu bæjarstjóra Kópavogs og var um langt skeið formaður Samtaka sveitarfélaga í Reykjaneskjördæmi. Hann var í framkvæmdaráði sam- bands Norrænu félaganna frá 1970 og formaður Nor- ræna félagsins á Islandi frá 1975. Auk þessa gegndi hann fjölda annarra trúnaðar- starfa fyrir félagasamtök og opinbera aðila. Eftir hann liggur fjöldi þýðinga auk greinaskrifa um menn og málefni. Hjálmar var tvígift- ur og er eftirlifandi kona hans Nanna Björnsdóttir frá Sveinatungu á Mýrum.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.