NT - 29.06.1984, Blaðsíða 5

NT - 29.06.1984, Blaðsíða 5
■ Ástráður Guðmundsson eigandi Fossplasts með sýnishorn af samsetningum súrheysturna eininganna sem sendar voru til Rannsóknarstofnunar Byggingariðnaðarins. Þar reyndust stærri boltarnir þola 5 tonna þunga. Föstudagur 29. júní 1984 5 Birgðasöfnun hrjáir vinnslustöðvarnar - rætt við Guðmund Karlsson forstjóra Fiskiðjunnar í Vestmannaeyjum ■ Hún gengur ekki nógu vel og ástæður eru þær að aflusainsetning hefur breyst. Við veiðum nú verðminni tegundir en áður og á sama tíma hefur allur kostnaður aukist“ sagði Guðmundur Karlsson for- stjóri Fiskiðjunnar í Vest- mannaeyjum í stuttu spjalli við NT. Veiði á þorsk og ýsu hefur dregist saman en karfa- og ufsaafli hefur auk- ist. Þessar tegundir eru erf- iðar í vinnslu og ofan í kaupið illseljanlegar. Við eigum ■ vandræðum með að selja karfa og ufsa fyrir það verð sem okkur býðst. Rekur Fiskiðjun bxði útgerð og fiskvinnslu? ,.í ruun og veru ekki, en við erum eignaraðilar að togaraút- gerð, Samtogi, ásamt fleiri vinnslustöðvum." Guðmundur taldi að það væri ekki heppilegt að reka bæði útgerð og vinnslu. Sveiflurnar væru svo rniklar að það færi ekki vel saman. Við spurðum Guðmund að því livort „Við veiðum nú verðminni teg- undir en áður,“ segir Guðm- undur Karlsson fyrrverandi al- þingismaður Sunnlendinga og forstjóri Fiskiðjunnar í Vest- mannaeyjum. hann hefði orðið var við sam- drátt í Vestmannaeyjum en tal- að er um að íarið sé að bera á slíku á landsbyggðinni. „Ekki ennþá, en ekki er gott að segja um hvað verður seinna rneir." Aðalvandamál í vinnslunni? Guðmundur nefndi að uppsafn- aðar birgðir væru svo rniklar að húsin væru að springa. Karfinn væri mikið seldur á Rússlands- markað, en einnig til Bandaríkj- anna og Þýskalands. Ufsinn færi einkum á bandarískan, fransk- an og þýskan markað, en verð- lag okkar er svo hátt að við erurn ekki samkeppnisfærir. Þá má nefna að ufsinn okkar er stór og grófur, grófari en sá ufsi sem margar aðrar þjóðir veiða, og það væri slærnt með tilliti til sölu. Ferðalög Skoðunarferð til Viðeyjar ■ Náttúruverndarfélag Suðvestur- lands efnir til Viðeyjarferðar á morg- un og verður lagt af stað kl. 13.30 með Hafsteini Sveinssyni frá Sunda- höfn og komið til baka milli kl. 17.00 og 18.00. Með í ferðinni verða til leiðsagnar Kjartan Thors jarðfræð- ingur og líffræðingarnir Hrefna Sigur- jónsdóttir og Sigurður Snorrason. Skoðaðar verða gamlar og sér- kennilegar jarðmyndanir og sömu- leiðis gróðurmyndanir. Gróður í Við- ey hefur ekki verið mikið kannaður en Ingólfur Davíðsson grasafræð- ingur birti árið 1939 í Náttúrufræð- ingnum yfirlit yfir gróður þar og hafði fundið alls 125 tegundir, sem telst mikið miðað við stærð eyjarinnar. Af fágætum tegundum má nefna sæhvönn, krossgras, akurtvítönn og laugabrúðu. Mælt er með því að þátttakendur hafi með sér sjónauka og flóru. Þessi ferð er sú fyrsta í ferðaröð, „Umhverfið okkar,“ sem Náttúru- verndarsamtök Suðvesturlands gang- ast fyrir í sumar. Allir eru velkomnir, hvort sem þeir eru félagar í samtök- unum eða ekki. Gamlar vörður endurreistar ■ Ferðafélag íslands og stjórn Reykjanesfólkvangs hyggjast safna fólíci til að endurreisa gamlar vörður á leiðinni frá Kaldárseli í Selvog um helgina. Ferðafélagið biður sjálf- boðaliða að koma að Umferðamið- stöðinni á morgun kl. 10.30, en þá verður lagt af stað þaðan, einnig geta menn komið í bílinn við kirkjugarð- inn í Hafnarfirði og ef menn vilja geta menn komið í hópinn á eigin bílum. Byrjað verður við nýja Bláfjallaveg- inn og verður haldið þaðan í báðar áttir. Ferðafélag íslands ■ Á morgun efnir Ferðafélag ís- lands til söguferðar um Borgarfjörð. Lagt verður af stað frá BSÍ kl. 09.00. Verð kr. 500. Á sunnudag verða farnar tvær dags- ferðir. Kl. 10.00 verður lagt af stað frá BSÍ í ferð um Selvogsgötu og Herdísvarvík og kl. 13.00 verður farið frá sama stað í Herdísarvík og komið við hjá Strandakirkju. Verð beggja ferðanna er kr. 350. Pá verður farið í eftirtaldar helgar- ferðir á vegum FÍ: Hagavatn - Jarlhettur. Gist í húsi og tjöldum. Gönguferðir um Jarl- hettudal, að Langjökli og víðar. Pórsmörk. Gist í Skagfjörðsskála, gönguferðir um Mörkina. Landnrannalaugar. Gist í húsi. Fyrsta helgarferðin þangað í sumar. Gönguferðir um nágrenni Land- mannalauga. Lagt verður af stað í allar ferðirnar kl. 20.00 í kvöld. Tónleikar___________________ Netanela í Háteigskirkju ■ Sænski vísnasöngvarinn Netan- ela, sem hélt tónleika á Listahátíð fyrr í mánuðinum heldur eina tón- leika í Reykjavík, áður en hún heldur af landi brott. Peir verða í Háteigs- kirkju annað kvöld kl. 20.30. Þar flytur hún m.a. negrasálma, sem hún hefur ekki flutt hér áður. Eftir að hafa komið fram á Lista- hátíð lagði Netanela land undir fór og ferðaðist um ísland og hélt tónleika, m.a. á Akureyri og á Húsavík. Stjörnuskemmtun á Laugum í Reykjadal ■ Héraðssamband Suður-Pingey- inga gengst fyrir veglegri söng- skemmtun á Laugum í Reykjadal á sunnudaginn og koma þar fjórir af kunnustu söngvurum íslendinga, þau Garðar Cortes, Kristinn Sigmunds- son, Ólöf Kolbrún Harðardóttir og Anna Júlíana Sveinsdóttir. Undir- ■ leikari verður Marc Tardue, aðal- stjórnandi íslensku óperunnar, en kynnir Jón Stefánsson organleikari og söngstjóri. Danskt músíkleikhús í heimsókn ■ Danskur áhugaleikflokkur, „Musikteatergruppen Ragnarock" heldur sýningar f Hlégarði á sunnu- dags- og mánudagskvöld kl. 20.30. Nefnist sýningin „I morgen er solen grön“, og er þar lýst í leik og tónum hvað gæti gerst eftir kjarnorkustyrj- öld. Er athyglinni beint að litlu þorpi þar sem íbúarnir hafa komist af. Hópurinn er upprunninn í Huml- ebæk á Jótlandi og hefur starfað í 10 ár. í sýningu hans hér er lögð áhersla á að virkja áhorfendur til þátttöku og umhugsunar og er fléttað saman hefð- bundnum aðferðum í leik og nýjum svo og tónlist þannig að sýningin verður að hluta til í kabarett- og rokkóperu stíl. Sýningar_________________ Árbæjarsafn ■ Árbæjarsafn er opið um helgina frá kl. 13.30-18.00. Kaffiveitingar eru í Eimreiðarskemmunni og þar verða einnig tónleikar á sunnudaginn kl. 15.30. Þá flytja Keltar írskaþjóðlaga- tónlist fvrir gesti safnsins.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.