NT - 29.06.1984, Blaðsíða 13

NT - 29.06.1984, Blaðsíða 13
Sumarsýning Norræna hússins: „Landið mitt ísland“ sýning á myndverkum grunnskólanemenda ■ Við fslendingar erum ekki aftastir á hrossi í öllum hlutum, þótt okkur hætti til að álíta svo. Þótt við skerum niður í sparnaðarskyni næstum hvar sem hnífi verður brugðið eru til þau svið sem aðrir geta öfundast yfir. Hin árlega sumarsýning í Norræna húsinu sem nú hefur verið opnuð er að þessu sinni myndlistarsýn- ing skólabarna á íslandi og ber yfirskriftina „Landið mitt ísland." Listamennirnir eru skólabörn á aldrinum 4-14 ára og þar getur að líta margt forkunnarfallegra mynda, sumar eru þannig að manni finnst að það ætti að vera börnum ofviða að gera þær. Hverju sætir þetta, spurðu blaðamenn, sem boðið var að skoða sýninguna í gær, og svarið er; það er lögð meiri áhersla á myndlist í skólakerfi okkar en víðast annars staðar og byrjað fyrr. í flestum stærri grunnskólum sjá sérmenntaðir myndmenntakennarar um kennsluna allt frá sjö ára bekkjum, en á Norðurlöndun- um. sem við berum okkur gjarna saman við, koma ekki sérmentaðir kennarar inn í myndmenntakennsluna fyrr en í efstu bekkjum grunnskól- anna. Forstjóri Norræna hússins Ann Sandelin, átti hugmynd- ina að þessari sýningu og leit- aði til Félags íslenskra hand- menntakennara um fram- kvæmdina. Kveikjan var hins vegar sýning sem haldin var í Norræna húsinu í árslok 1982 og nefndist „Vi ar pá vag,“ úrval af myndum grunnskóla- nemenda frá öllum Norður- löndunum. Pórir Sigurðsson námsstjóri í myndmennt og einn dómnefndarmanna fyrir sýninguna taldi að þar hefði framlag íslendinganna verið burðamest og skýrði það með forskoti okkar í myndmennta- kennslu yfir nágrannaþjóðirn- ar. Um 800 myndir bárust til dómnefndarinnar sem síðan valdi 137 rnyndir til að sýna á sumarsýningunni. „Það var ekki auðvelt að velja,“ sagði Þórir, og það var mikið af myndum. sem við hefðum gjarna viljað sýna, en umfang sýningarinnar réðist einkum af stærð sýningarhúsnæðisins. Hann lauk miklu lofsorði á frumkvæði Ann Sandelin og skilning hennar á listsköpun bama sem í því birtist. Norræna húsið hefði gert allt til að sýningin mætti verða sem veg- legust, gefin var út vönduð sýningarskrá, plakat af annarri verðlaunamyndinni og allar myndirnar eru smekklega inn- rammaðar. Örn Þorsteinsson myndlistarmaður sá um upp- setninguna og það sjónarmið var látið ráða að hafa sem smekklegast yfirbragð yfir henni fremur en að koma sem mestu magni að, eins og oft vill verða um skólasýningar. En hvað var haft til viðmið- unar, þegar myndirnar voru valdar? Þórir sagði að mark- mið sýningarinnar hefði verið að kenna nemendununt að sjá og skynja land sitt, en útfærsl- an á þema sýningarinnar hefði verið frjáls og mótast í sam- starfi kennara og nemenda í hverjum skóla fyrir sig. Sumir hefðu nálagst það sögulega aðrir tekið mið af þjóðsögum og síðan eru ótal tilbrigði þess utan. Myndirnar eru teiknað- ar, málaðar og auk þess getur að líta nokkrar grafíkmyndir. Tvö verkin á sýningunni voru valin til að skreyta plakat annars vegar og sýningarskrá hins vegar. Tíu ára nemandi úr Snælandsskóla, Hjalti Haukur Ásgeirsson, gerði plakatmynd- ina, enjafnaldri hans úr Laugar- nesskóla, Ingimar Guðmunds- son gerði grafíkmynd sem skreytir sýningarskrá. Ingimar er staddur erlendis og gat því ekki verið viðstaddur í gær, en Hjalti Haukur tók við viður- kenningu úr hendi Ann Sand- elin, bókinni íslensk flóra, eftir Agúst H. Bjarnason nteð myndum Eggerts Péturssonar. Myndlistarkennari Hjalta er Guðrún Sigurðardóttir. Hjalti sagðist vera ákveðinn í að verða ekki iistmálari, á því hefði hann ekki áhuga. En hæfileikana hefur hann í bak- höndinni ef honum skyldi snú- ast hugur, um það ber verð- launaverk hans vitni. Gallerí Langbrók: Sýning tékkn- eskrar lista- konu ■ Á morgun kl. 14.00 verður opnuð í Gallert' Langbrók sýning á verk- urn tékkneskrar listakonu, Zenku Rusovu, en hún er nú búsett í Noregi. Á sýningunni eru eingöngu grafíkmyndir og eru þær allar til sölu. Sýningin verður opin í tvær vikur, virka daga kl. 12.00 -18.00 og um helgar kl. 14.00 - 18.00. Skúlptúr í Listmunahúsinu ■ Nú um helgina lýkur sýn- ingu Steinunnar Þórarinsdótt- ur í Listmunahúsinu í Lækjar- götu 2. Að þessu sinni er Steinunn á ferðinni með 17 skúlptúra eða höggmyndir sem hún hefur unnið í gler, járn, steiristeypu og leir, en þetta mun vera fjórða einkasýning hennarhér á landi. Myndefnið sækir Steinunn eins og svo oft áður til mannsins og tilfinn- ingalífs hans. Sýningin er opin virka daga frá 10 til 18 og 14 til 18 laugardaga og sunnudaga. Gallerí Borg: Sýning 11 grafík listamanna Haukur Hjalti Ásgeirsson og Ann Sandelin með plakatið af verðlaunamyndinni og verðlaunin. NT-mynd Árni Bjarna ■ 11 grafíklistamenn sýna verk sín á veggjum gallerísins, auk þesS sem verk eftir fleiri grafíkera eru til sýnis í laus- blaðamöppum. Þá eru einnig sýndir munir úr gleri og kera- mik. Galleríið er opið virka daga kl. 10-18og 14-18 laugar- daga og sunnudaga.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.