NT - 29.06.1984, Blaðsíða 16

NT - 29.06.1984, Blaðsíða 16
Sjónvarp kl. 21.50 á sunnudagskvöld: GeorgeOrwell Fyrri hluti heimildarmyndar um ævi hans ■ Á sunnudagskvöld fáum við að sjá mynd um þann fræga mann George Orwell, sem skrifaði m.a. bækurnar 1984 og Animal Farm. Hann er einn af frægustu rithöfundum 20. aldarinnar, og myndin, sem er í tveimur hlutum, er byggð á traustum heimildum. Ævi- söguritari Orwells, Bernard Crick, var til aðstoðar og leið- beiningar við gerð myndarinn- ar. Eric Blair (George Orwell) fæddist á Indlandi 1903, þar sem faðir hans var breskur embættismaður. Hannólstupp í Oxfordshire í Englandi og fór í Eton skólann 1917. Hann var ekki sérstakur námsmaður en gat sér orð fyrir að vera and- snúinn yfirvöldum og hefðum. Þegar hann lauk skólanum fór hann til Burma og var þar í bresku lögreglunni í fimm ár. Hann sneri aftur 1927 og hafði þá fengið andstyggð á viðhorf- um þeirra sem störfuðu fyrir breska . heimsveldið. Hann ákvað að verða rithöfundur. Orwell dvaldist um skeið í París og vann fyrir sér með því að skrifa ritdóma. Að lokum lenti hann í því að starfa sem uppvaskari, og var sárfátækur á þessu tímabili. Þessi reynsla varð síðar efni bókarinnar Down and Out in Paris and London, sem kom út 1933. Síðan fór Orwell að kenna, en varð að hætta því vegna las- leika og fór að afgreiða í bókabúð. Um þetta tímabil fjallar bókin Keep the Asp- idistra Flying. 1936 fékk hann það verkefni að skrifa frásögn af eymd at- vinnuleysingja í Bretlandi, og árangurinn varð bókin The Road to Wigan Pier. í þeirri bók kemur skýrast fram um- hyggja Orwells fyrir fátækl- ingum. Eftir þetta giftist Orw- ell fyrri honu sinni, Eileen O’Shaughnessy, en fór skömmu síðar til Spánar til að berjast við fasista. Hann fór 1937 og var í nokkra mánuði í eldlínunni, en sneri aftur særð- ur og hafði orðið fyrir von- brigðum með það hvernig kommúnistar fórnuðu lífum saklausra og hugdjarfra her- manna. Um þetta efni skrifaði hann bókina Animal Farm, sem út kom 1945, og varð það fyrsta bók hans sem náði al- mennri hylli. Hann var áður vel þekktur sem blaðamaður. Orwell flúði athyglina sem hann fékk eftir útgáfu Animal Farm og flutti til Jura-eyjar við Skotland, þar sem hann skrif- aði 1984, síðustu meiriháttar skáldsögu sína og mestu for- dæmingu á alræðishyggju sem nokkurn tímann hefur verið skrifuð. Á þessum árum varð hann æ veikari af berklum, og lést loks 1950, 46 ára gamall. Föstudagur 29. júní 1984 16 ■ George Orwell Geimhetjan Danskur science f iction-myndaf lokkur ■ Á sunnudaginn byrjar nýr myndaflokkur fyrir börn og unglinga. Þetta er danskur myndaflokkur í þrettán tutt- ugu mínútna þáttum og kallast hann Geimhetjan á íslensku, en Crash á frummálinu. Höf- undur er Carsten Overskov. Birgir er aðalsöguhetjan. Hann kemst að því að herberg- ið hans er geimskip og getur flogið út í geiminn. Hann flýgur til geimstöðvar Barry Slisks og fær að vita að hann hefur verið útnefndur til að bera boðskap Slisks til jarðar- innar. Ef jörðin beygir sig ekki undir veldi Slisks, þá verður henni eytt. Þegar Birgir kemur heim er hann ekki tekinn alvarlega. Hann hefur áður hitt stúikuna íris úti í geimnum, og hann fer til heimaplánetu hennar, Piet- os, til að vara íbúana við Barry Slisk. En hann er tekinn til fanga, en tekst að sleppa með íris. Skömmu síðar eru þau aftur fönguð, nú af Barry Slisk, og þau verða vitni að fjölda- morðum Goplos. Þeim tekst að bjarga þremur íbúum þess hnattar frá tortímingu. Birgir fer með þá til Pietos. Hann fer í tímaferðalag til ársins 1000, og nær í landa Úr myndaflokknum danska, Geimhetjan. okkar Leif Eiríksson og flytur hann til nútíðarinnar. Leifur er settur af á Pietos. Barry Slisk sendir annað af tveimur sér- geimförum sínum niður í Svörtu holuna og lætur það eyðast þar. Barry Slisk tekur Birgir og íris með í hinu geim- skipinu, og Birgir fær 24 tíma frest til að aðvara jarðar- búa.... Sjónvarp á sunnudag kl. 18.10: Úr Forboðinni ást. Sjónvarp kl. 20.50 á sunnudagskvöld: Forboðin ást ■ Á sunnudagskvöld kl. 20.50 verður á dagskrá í sjón- varpinu fjórði þáttur mynda- flokksins Sögur frá Suður-Afr- íku, sem gerður er eftir smá- sögum Nadine Gordimer. Þessi þáttur fjallar um þýskan jarðfræðing og blökkustúlku sem fella hugi saman, en sam- band þeirra brýtur í bága við kynþáttalög. Útvarp kl. 20.00 á sunnudag: Sumarútvarp unga fólksins - Getraunaleikur í átta hlutum ■ í þættinum „Sumarútvarp unga fólksins," sem veróur á dagskrá á sunnudagskvöld kl. 8, hefst hlustendagetraun með harla nýstárlegu sniði. Þrautin er í 8 hlutum og verður meðal efnis Sumarútvarpsins næstu átta sunnudagskvöld. Til þess að geta tekið þátt í getrauninni verða hlustendur að heyra alla hluta hennar. í hverjum þætti verður á einhvern hátt gefinn til kynna einn ákveðinn bókstafur. Þess- ir bókstafir mynda átta stafa orð og verður orðið að sjálf- sögðu lýðum ekki Ijóst fyrr en allir starfirnir hafa verið gefnir til kynna. Þátttakendur útbúa sér blað- snepil þar sem þeir bæta hverj- um bókstaf inn í raðleikinn um leið og þeir hafa uppgötvað staf hvers þáttar. Síðan senda þeir lausnina til þáttarins þegar getrauninni er lokið. Vegleg bóka- og hljómplötuverðlaun verða veitt fyrir rétt svar að þrautinni lokinni og allir þátt- takendur fá auk þess viður- kenningarskjal frá Ríkisút- varpinu. Fyrsti bókstafur þessa dular- fulla orðs verður sem fyrr segir gefinn til kynna næstkomandi sunnudagskvöld og síðan koll af kolli næstu sjö sunnudaga á eftir. Stafirnir verða gefnir í skyn með ýmsum hætti en þó þannig að fæstum ætti að veit- ast erfitt að ráða við þrautina. ■ Helgi Már Barðason. Þótt til mikils sé að vinna er getraun þessi fyrst og fremst leikur sem flestir ættu að geta haft eitthvert gam- an af, hvort sem þeir eru unglingar eða einungis ungir og hressir í anda. ítrekað skal að mikilvægt er að fylgjast með frá byrjun, geyma svar- seðilinn vel og senda hann síðan þættinum í ágústlok þeg- ar loks upplýsist hvaða orð um er að ræða. Unglingar eru vitaskuld hvattir til þess að vera með í leiknum og einnig til þess að senda þættinum bréfkorn um hvað sem vera vill og viðkemur málefnum unglinga - eða allt sem mönnum dettur í hug að kunni að eiga erindi til ann- arra. útvarp Sunnudagur 1. júlí 8.00 Morgunandakt Séra Kristinn Hóseasson prófastur, Heydölum, flytur ritningarorð og bæn. 8.10 Fréttir. 8.15 Veöurfregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). 8.35 Létt morgunlög Hljómsveit Ríkisóperunnar í Vínarborg leikur; Josef Leo Grúber stj. 9.00 Fréttir. 9.05 Frá orgelvígslu útvarpsins í Vínarborg 16. janúar í fyrra Edg- ar Krapp frá Frankfurt leikur Tokk- ötu og fúgu i d-moll, Sónötu nr. 5 í C-dúr, „Schmúcke dich, o liebe Seele", sálmaforleik og Prelúdíu og fúgu í D-dúr eftir Johann Se- bastian Bach og Sónötu í A-dúr eftir Felix Mendelssohn. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. 10.25 llt og suður. Páttur Friðriks Páls Jónssonar. 11.00 Setning Prestastefnu í Skál- holtskirkju (Hljóðr. 26. f.m.) Prestur: Séra Ólafur Skúlason vígslubiskup. Orggnleikari: Glúm- ur Gylfason. Hádegistónleikar. 12.10 Dagskrá. Tónleikar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Til- kynningar. Tónleikar. 13.30 Á sunnudegi Umsjón: Páll Heiðar Jónsson. 14.15 Ástir samlyndra hjóna Blönduð dagskrá í umsjá Þórdísar Bachmann. Flytjendur ásamt henni: Arthúr Björgvin Bollason, Bríet Héðinsdóttir og Arnar Jónsson. 15.15 Lífseig lög Umsjón: Ásgeir Sigurgestsson, Hallgrimur Magn- ússon og Trausti Jónsson. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður- fregnir. 16.20 Háttatal. Þáttur um bókmennt- ir. Umsjónarmenn: Örnó’furThors- son og Árni Sigurjónsson. 17.00 Fréttir á ensku. 17.10 Siðdegistónleikar: Norsk 19. aldar tónlist Flytjendur: Fílharm- óniusveitin í Osló, Eva Knardahl, Knut Skram, kór og hljómsveit Norsku óperunnar. Stjórnendur: Kjell Ingebretsen, Per Dreier og Öivin Fjeldstad. a. Andantino, pastorale og scherzo eftir Otto Winter-Hjelm. b. Idyll, Berceuse og Vársang eftir Halfdan Kjerulf. c. Serenade og Sommervise eftir Ag- athe Backer-Gröndahl. d. Nord- mandssang og e. „Maria Stuart í Skotlandi" eftir Rikard Nordraak. f. „Zorahayda", tónaljóð eftir Johan Svendsen. 18.00 Það var og... Út um hvippinn og hvappinn meö Þráni Bertels- syni. 18.20 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19.35 Eftir fréttir. Þáttur um fjölmiðl- un, tækni og vinnubrögð. Umsjón: Helgi Pétursson. 19.50 Ljóð - gömul og ný, eftir Ragnar Inga Aðalsteinsson, frá Vaðbrekku Höfundpr les. 20.00 Sumarútvarp unga fólksins Stjórnandi: Helgi Már Barðason. 21.00 Merkar hljóðritanir Artur Schnabel og Sinfóníuhljómsveit Lundúna leika Pianókonsert nr. 1 í C-dúr op. 15 eftir Ludwig van Beethoven; Sir Malcolm Sargent stj. 21.40 Reykjavík bemsku minnar - 5. þáttur. Guðjón Friðriksson ræð- ir við Örn Clausen. (Þátturinn endurtekinn í fyrramálið kl. 11.30). 22.15 Veöurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.35 „Risinn hviti“ eftir Peter Bo- ardman Ari T rausti Guðmundsson les þýðingu sína (15). Lesarar með honum: Ásgeir Sigurgestsson og Hreinn Magnússon. 23.00 Djasssaga - Seinni hluti Öld- in hálfnuð. - Jón Múli Árnason. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. Sunnudagur 1. júlí 18.00 Sunnudagshugvekja Séra Þorbergur Kristjánsson flytur. 18.10 Geimhetjan (Crash) Nýr flokkur Danskur framhalds- myndaflokkur fyrir börn og ung- linga i þrettán þáttum eftir Carsten Overskov. Aðalhlutverk: Lars Ranthe, 14 ára. III öfl úti í himin- geimnum ógna jörðinni og öllu sólkerfinu með gjöreyðingu. Danskur piltur er numinn brott og fluttur langt út i geiminn. Þar kemst hann á snoðir um ráðabruggið og reynir síöan að afstýra heimsendi. (Nordvision - Danska sjónvarpið) 18.30 I skugga pálmanna Heimilda- mynd um líf og kjör barna á Maldíveyjum á Indlandshafi. Þýð- andi Jón O. Edwald. (Nordvision - Danska sjónvarpið) 19.10 Hlé 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Sjónvarp næstu viku 20.50 Sögur frá Suður-Afríku 4. Forboðin ást Myndaflokkur í sjö sjálfstæðum þáttum sem gerðir eru eftir smásögum Nadine Gor- dimer. Þýskur jarðfræðingur qg blökkustúlka fella hugi saman en samband þeirra brýtur í bága við kynþáttalög. Þýðandi Óskar Ingi- marsson. 21.50 George Orwell - fyrri hluti Bresk heimildamynd um ævi Ge- orge Orwell, höfundar „1984“, Fé- laga Napóleons og fleiri bóka. f myndinni er dregið fram það helsta, sem hafði áhrif á ritsmíðar Orwells, og gerði hann að einum áhrifamesta rithöfundi Breta á þessari öld. Síðari hluti myndarinn- ar verður á dagskrá Sjónvarpsins mánudaginn 2. júlí. Þýðandi Krist- rún Þórðardóttir 23.00 Dagskrárlok.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.